Fréttablaðið - 21.11.2020, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 21.11.2020, Blaðsíða 12
Þúsundir Asera búa sig undir að flytja inn í héraðið Nagornó-Karabak, sem Armenar yfirgefa í kjölfar friðarsamninga. Í Sauna Spa færðu úrval af þurrgufu-, blautgufu- og infraklefum ásamt fylgihlutum. Við kappkostum að veita einstaklingum og fagmönnum sérfræðiráðgjöf varðandi allt sem snýr að hönnun og smíði saunaklefa. Veldu gæði! Sérfræðingar í sauna! Fjárfesting í vellíðan Smiðjuvegi 11 s. 571 3770, pall@sauna.is, sauna.is Velkomin í sýningarsalinn að Smiðjuvegi 11 B A N D A R Í K I N E n d u r t a l n i n g u atkvæða í Georgíufylki lauk í gær og staðfestu þau úrslit sem allir helstu fjölmiðlar Bandaríkjanna höfðu þegar tilkynnt. Að Joe Biden væri sigurvegari fylkisins og hlyti alla 16 kjörmennina. Brad Raffens- berger, innanríkisráðherra Georg- íu, tilkynnti í kjölfarið að úrslitin yrðu vottuð. Donald Trump, fráfarandi for- seti, heldur áfram baráttu sinni til að reyna að stöðva staðfestingu forsetakosninganna. Eftir því sem málsóknum hans er vísað frá einni af annarri fjarlægist sá möguleiki með hverjum deginum. Í gær var þremur málsóknum í lykilfylkjum vísað frá vegna ónógra sönnunar- gagna. Þar sem dómstólaleiðin virðist ókleifur múr hefur Trump í vik- unni beint sjónum sínum að vottun fylkjanna, sem detta inn ein af ann- arri. Vottun hefur hingað til aðeins verið formlegt ferli, en Trump hefur reynt að hafa áhrif á það og snúa embættismönnum til að fara gegn kosningaúrslitunum og senda eigin kjörmenn til að kjósa forseta. Á þriðjudag varð uppi fótur og fit þegar tveir fulltrúar Repúblikana í Michigan neituðu að votta atkvæði frá Waynesýslu, það er Detroitborg, þar sem Biden vann yfirburðasigur. Hefði það gjörbreytt stöðunni í Michigan ef stærsta borgin og höf- uðvígi Demókrata hefði verið svipt atkvæðum sínum. Fulltrúarnir drógu synjun sína til baka eftir tvo klukkutíma eftir hörð viðbrögð. Var hátterni þeirra talið bæði ólýð- ræðislegt og uppfullt af kynþátta- fordómum. Eftir þessa uppákomu hafa fulltrúarnir tveir fundað með Trump og hafa reynt að draga stað- festingu sína til baka. Af þeim baráttufylkjum sem Trump er að reyna að snúa, er Georgía fyrst til að votta úrslitin. Áður hafa þrettán önnur fylki vott- að, þar á meðal Flórída, Virginía, og Massachusetts. Allt til 11. desember votta fylkin sínar niðurstöður eitt af öðru og kjörmennirnir kjósa for- seta þann 14. desember. Eftir því sem baráttufylkin votta sín úrslit verður múrinn sífellt hærri fyrir Trump og teymi hans af lögfræðingum. Mánudagurinn næstkomandi, 23. nóvember, er lykildagsetning því þá votta bæði Pennsylvanía og Michigan sín úrslit. Ef þeir kjörmenn eru lagðir saman við örugga kjörmenn Demó- krata er Biden þá kominn yfir 270 kjörmanna múrinn. Barátta gegn vottun í Wisconsin, Arizóna og Nevada verður því tilgangslaus. Þó að úrslit kosninganna séu f lestum ljós nema Trump og hans dyggasta stuðningsfólki, hefur stjórnarskiptateymi Joes Biden ekki fengið það fjármagn og þann aðgang að upplýsingum sem til þarf til að stjórnarskiptin gangi smurt fyrir sig og hin nýja stjórn verði betur í stakk búin til að takast á við faraldurinn strax í janúar. Þetta veltur á stoðþjónustu Bandaríkjanna, GSA, en Emily Murphy forstjóri hennar hefur haft sig hæga, að eigin sögn „þar til úrslitin verða ljós.“ Vottun í Georgíu, Michigan og Pennsylv- aníu gæti fengið hana til að skipta um skoðun og afhenda fjármagnið strax á mánudag. kristinnhaukur@frettabladid.is Beitir sér gegn vottun úrslita Þar sem dómstólaleiðin hefur reynst ókleifur múr fyrir fráfarandi Bandaríkjaforseta, beinir hann kröftum sínum í að fá embættismenn Repúblikana í fylkjum til að neita að votta úrslitin og senda eigin kjörmenn. Lykildagar vottunar 20. nóvember - Georgía 23. nóvember - Pennsylvanía, Michigan 30. nóvember - Arizóna 1. desember - Wisconsin, Nevada Trump sést hvergi nema á golfvellinum þessa dagana. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY ASERBAÍSJAN Herlið Asera hefur nú tekið yfir stóran hluta fjallahér- aðsins Nagornó-Karabak í kjölfar friðarsamninganna við Armena. Í héraðinu sem var áður undir stjórn Armena hafa þúsundir íbúa af armensku bergi brotnir ákveðið að yfirgefa héraðið. Héraðið verður afhent Aserbaísjan í áföngum fram að mánaðamótum. Rússneskir friðargæsluliðar eru á svæðinu. Á sama tíma og Armenar eru á leið burt, búa þúsundir Asera sig undir að flytja inn í héraðið. Samkvæmt Reuters er talið að fjögur þúsund manns hafi fallið í átökunum sem hófust í lok septem- ber. – ab Þúsundir íbúa færa sig um set Armenskur íbúi pakkar saman eigum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA 2 1 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R12 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.