Fréttablaðið - 21.11.2020, Blaðsíða 98

Fréttablaðið - 21.11.2020, Blaðsíða 98
BÍÐIÐI BARA ÞANGAÐ TIL ALLT FER Í KLESSU OG HEIMURINN HRYNUR OG ÞIÐ FARIÐ AÐ RÍFAST OG BLEBLEBLE… Þetta er uppgjörsplata við 24 ára samband. Ekki bara við manninn minn heldur líka bara við sjálfa mig og það eru sko engar árásir þarna,“ segir tónlistarkonan Elín Bergljótar, um sína fyrstu sólóplötu sem hún ætlar að gefa út í janúar. Elín segir plötuna í raun fjalla um leit hennar að leið út úr aðstæðum sem henni líður illa í. „Og hvernig maður reynir að krafsa sig út úr því og finna leiðina að hamingjunni.“ Fyrsta smáskífulagið af plötunni, Ég rís upp, er þegar komið út, en í því næsta mun kveða við allt annan tón. „Ég er svona að mjatla þessu út og næsti síngúll kemur 2. desember og svo kemur platan öll í lok janúar. Næsta lag heitir Stríð og fjallar um af brýðisemina og tilraunir til þess að hugsa sig út úr aðstæðum. Hvern- ig maður reynir að láta sér líða betur þótt maður sjái ekki alveg hvernig það á að vera hægt.“ Upprisusóló Elín segir plötuna í raun hverfast um allar þær tilfinningar sem sitja eftir þegar leiðir skilja eftir langt sam- band. „Staðan er svolítið þannig þegar maður er nýfarinn, eða nýskil- inn, að maður stendur og horfir til baka og hugsar bara: „Er þetta það sem stendur eftir? Vonbrigði, tár og erfiðleikar, og lagið Ég rís upp fjallar nákvæmlega um þetta og hvernig maður getur risið upp úr því.“ Elín segir lítið um eymd og vol- æði á plötunni og reiðin fái aðeins að krauma í einu lagi, annars sé áherslan á það jákvæða sem getur fylgt miklum breytingum. „Vinátta kemur líka við sögu, en ég er ein- hvern veginn búin að sanka að mér mörgum nýjum vinum og vin- konum og það er rosa gott að finna stuðning frá öðrum. Þetta er allt á þessari plötu þann- ig að þetta er ekki bara einhver sam- bandsslit. Þetta er meira bara ég að hjálpa sjálfri mér og vonandi ein- hverjum öðrum í leiðinni.“ Ljóðrænar hugsanir Elín var um langt árabil í hljóm- sveitinni Bellstop ásamt sínum fyrr- verandi og saman gáfu þau út þrjár breiðskífur, þar á meðal eina í Kína þar sem þau bjuggu í nokkur ár. „Við gerðum allt efni á ensku en þessi fyrsta sólóplata mín er öll á íslensku, sem er eitthvað sem mig er búið að langa að gera í mörg ár og hún varð til þannig að ég skrifa kannski meira einhvers konar ljóð, einhverjar pælingar og hugsanir sem ég vinn svo með áfram og breyti yfir í texta laganna. Ég byrjaði nú að semja eitthvað af þessum textum fyrir nokkrum árum þannig að þetta verður kannski til á svona þremur árum. Ég skildi síðan fyrir ári þannig að þetta er svona fyrir skilnað, á meðan á skilnaði stendur og eftir hann. Þannig að þessir textar eru að koma á svolítið löngu tímabili.“ Mesta ógeðið Reiðin og af brýðisemin taka sem fyrr segir völdin í laginu Stríð, sem kemur út sem smáskífa í byrjun desember. „Af brýðisemin er rosa- lega erfið tilfinning og sennilega það sem fólk kvíðir mest fyrir þegar það ákveður að skilja,“ segir Elín og snýr sér að upphafi stríðsins. Engar árásir í skilnaðaruppgjörinu Söngkonan Elín Bergljótar var árum saman með sínum fyrrverandi í hljómsveitinni Bellstop en rís upp á fyrstu sólóplötu sinni, afgreiðir ógeð afbrýðiseminnar, gerir upp við hjónabandið en þó kannski fyrst og fremst sjálfa sig. Elín Berg- ljótar leggur mikla áherslu á að vera sönn og sjálfri sér samkvæm og kjarninn í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur, tónlist eða hlaðvarpi, er að hlæja og hafa gaman af öllu saman. Elín rís upp í fyrstu smáskífu breiðskífunnar þar sem hún gerir upp við hjónabandið og sjálfa sig. „Þetta var nú þannig að eins og gengur þegar maður skilur þá byrjar fyrrverandi maki manns fyrr eða síðar að deita annað fólk og maður fær svona einhverjar fregnir af því og þetta er sko ógeð,“ segir Elín með kaldhæðnislegum áhersluþunga. „Þetta er ógeðið við þetta og maður veit að þetta mun gerast en þegar það gerist þá er það bara ógeð,“ segir Elín og leggur áherslu á að hún vilji alls ekki hljóma eins og „bitur, gömul kerling“ enda sé hún það alls ekki. „En þegar það gerðist þá bara rumpaðist út úr mér einhver svona romsa um af brýðisemi og eitthvað svona. Ég hugsaði síðan að það væri nú kannski ekkert sniðugt að vera að hafa þetta á plötunni en svo vildi ég bara vera einlæg. Sérstak- lega við sjálfa mig og fyrst ég var að gera þetta af svona mikilli ein- lægni og ekki í einhverri vinsælda- keppni þá hugsaði ég: Nei, þetta verður að vera með. Þetta er partur af þessu öllu saman. En þetta er ekki þannig lag að eldri frænkur mínar muni hringja í mig og segja: Mikið er þetta fallegt hjá þér, Elín mín,“ segir söngkonan og hlær. „Ég samdi þetta lag í júní eða júlí þegar ég var með þetta af brýði- semisrant sem ég hálfpartinn rappa í laginu. Þetta er svona eitthvert rapptal og ég fann nú varla melódíu við þennan takt. Mig vantaði líka fyrri part vegna þess að ég gat ekki verið með lag sem væri bara svona,“ segir Elín sem fann upphaf Stríðs í Hljómskálagarðinum. Drullan í höfðinu „Ég var búin að vera að hjóla og sat ein í Hljómskálagarðinum á ofboðs- lega fallegum degi og sá ungt par sem var þarna að ganga. Þau voru þarna með tvö lítil börn og voru svo falleg og hamingjusöm. Það var sól og yndislegt veður og þau voru að hlæja og hafa gaman. Og ég horfði á og hugsaði bara: Vá, hvað þau eru eitthvað falleg og líður vel og eitthvað þannig og stóð síðan sjálfa mig allt í einu að því að hugsa: Bíðiði bara. Bíðiði bara þang- að til allt fer í klessu og heimurinn hrynur og þið farið að rífast og ble- bleble… Drullan bara fyllti hausinn á mér og þarna var fyrri parturinn á þetta lag bara kominn. Vegna þess að það er allt svo fallegt og dásamlegt og yndislegt í byrjuninni og maður heldur að maður sé ósnertanlegur og að þetta sé alltaf fullkomið og svo allt í einu bara BÚMM! Þannig að lagið Stríð er um þetta. Það er um af brýðisemina en líka það að horfa á eitthvað of boðslega fallegt og verða svona eiginlega pínu af brýðisamur út í það. En það er bara þetta eina lag sem er svona. Stríð. Þetta verður að vera með og þótt þetta sé ógeðslega klikkað og skrítið og svona, þá er þetta bara partur af þessu öllu saman.“ 20 sekúndna hugrekki Elín segir það hafa verið bæði gef- andi og frelsandi að greiða úr til- finningaflækjum skilnaðarins með tónlistinni. „Ég veit ekki einu sinni hvernig ég hefði komist í gegnum þetta án þess að gera þetta. Ég er bara þannig að ég hef alltaf haft rosalega þörf fyrir að tjá mig í tón- list. Eða bara skrifum. Það er mér eiginlega bara lífsnauðsynlegt að skrifa hlutina niður og ég er rosa- lega stolt af sjálfri mér að hafa bara farið í það að gera þessa plötu. Ég missti líka vinnuna í COVID í lok maí. Ég hef verið að reka veit- ingastaði og það var bara lokað þannig að ég bara ákvað að keyra á þetta og taka sumarið í að klára þessa plötu,“ segir Elín sem gerðist svo djörf að fá sjálfan Guðmund Jónsson, kenndan við Sálina hans Jóns míns, til þess að aðstoða sig. „Ég þekkti hann ekki neitt en hef sundum sagt að í lífinu þurfi maður ekki nema tuttugu sekúndur af hug- rekki þegar maður þorir ekki eða er í óvissu. Ef maður bara leyfir sér tuttugu sekúndur til að gera bara eitthvað sem maður myndi venju- lega ekki þora þá getur það annað hvort orðið að engu eða einhverju frábæru og það var svolítið þannig með þessa plötu. Ég sendi honum póst og hann var til í þetta. Ég reyni alltaf að vera sönn og sjálfri mér samkvæm og þetta byggir allt á því. Ef maður gerir eitthvað þá gerist eitthvað.“ Það má allt Og það er allt að gerast hjá Elínu og ekki nóg með að platan sé á leiðinni þar sem hún hefur fundið annan vettvang til þess að fá útrás fyrir einlægnina. „Ég var í uppistandi í gamla daga og mikið í pistlaskrifum. Ég var líka með einhverja útvarpsþætti þegar ég var bara unglingur og núna er ég líka að byrja með hlaðvarp sem tengist svolítið þessu öllu saman. Að vera einlæg og hafa gaman að hlutunum, spjalla og hlæja. Bara taka viðtöl við alls kyns fólk um alls kyns málefni og það er ekkert sem má ekki tala um í þessu podcasti sem heitir einfaldlega Podcast með Elínu Bergljótar,“ segir tónlistar- konan, sem er að fara að senda frá sér lagið Stríð, hleypa hlaðvarpinu af stað á næstu vikum og gefa út breiðskífu í byrjun næsta árs. toti@frettabladid.is 2 1 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R54 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.