Fréttablaðið - 21.11.2020, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 21.11.2020, Blaðsíða 88
KARAKTERARNIR ERU ÞARNA OG ÚTILOKAÐ FYRIR MIG AÐ BETRUMBÆTA NOKKURN SKAPAÐAN HLUT. Þegar heimurinn lok-aðist . Pet samo-ferð Íslendinga 1940, er ný bók eftir Davíð Loga Sigurðsson. Þegar ferðir milli Íslands og Evrópu lögðust af vegna styrjaldarinnar voru víða um lönd Íslendingar sem þráðu að komast heim. Þjóðverjar og Bretar samþykktu að senda mætti Esjuna, til að sækja fólkið í einni ferð. Davíð Logi segir sanna sögu af þrjúhundruð Íslendingum, sem lögðu í sögulega hættuför frá Norðurlöndum og meginlandi Evr- ópu til Petsamo við Norður-Íshafið. Dramatískur efniviður „Þegar ég byrjaði að skrifa hafði ég fullan hug á því að þetta yrði skáld- saga. Ég var með nokkrar raun- verulegar persónur í huga sem mig langaði til að nota sem fyrirmyndir, byggja við og fylla inn í eyður. Efni- viðurinn er sannarlega nægilega dramatískur,“ segir Davíð Logi. „Við höfum um borð í Esjunni á leið heim frá Petsamo ungan Íslending sem er orðinn stuðningsmaður nas- istanna og siglir heim með vafasöm áform. Við erum með fátæka grasekkju, Elínu Söebech, sem mætt hafði ein- stökum áskorunum í persónulega lífinu en gerðist síðar ljóðskáld og gaf út þrjár bækur án þess að hennar merki hafi verið haldið á lofti. Við höfum líka fyrstu íslensku blaðakonuna, Þórunni Hafstein, sem festist inni í Kaupmannahöfn um vorið. Við höfum gamla skipstjórann á Gullfossi, Sigurð Pétursson, sem naut á sinni tíð meiri virðingar á Íslandi en f lestir aðrir menn; inn í huga hans vildi ég rýna þar sem hann sat fastur á skipi sínu og fékk hvergi að fara, ekki frekar en aðrir úr áhöfn skipsins. Varð svo að skilja skipið sitt eftir, sem hann var bund- inn tryggðaböndum, og sá aldrei aftur. Við erum með Gísla Jónsson, síðar alþingismann, bróður Guð- mundar Kamban skálds, sem varð svo óþreyjufullur þegar biðin eftir ferðinni heim, eftir Petsamo-ferð- inni, dróst á langinn, að hann rigg- aði upp eigin fararkosti, litlum vél- bát, Frekjunni, og sigldi heim ásamt sex öðrum. Við erum líka með Lárus Pálsson leikara sem hafði verið að gera það gott á leiksviðinu í Kaupmanna- höfn en aðhylltist kommúnisma og sá sína sæng upp reidda þegar Þjóð- verjar voru komnir til Danmerkur. Pétur Pétursson hafði verið í gler- iðnaðarnámi í Antwerpen í Belgíu en flúði þegar leiftursókn Þjóðverja hófst inn Niðurlöndin og Frakkland um vorið, fór til Dunkirk meðal annars, en komst lífs af og hélt heim um haustið um Petsamo. Og Leif Muller höfum við í Osló sem líka leiddist biðin, en kaus að fara á endanum hvergi þegar færið loksins gafst – og fékk að súpa seyðið af því, endaði í fangabúðum nasista. Við höfum líka Georgíu sendiherrafrú og síðar húsfreyju á Bessastöðum – og Tryggva „svörfuð“ Sveinbjörns- son sem var nýbúinn að þurfa að una því að meistari Þórbergur gerði hann að kómískri persónu í sinni bók, Íslenskum aðli. Tryggvi og Jón Krabbe léku lykilhlutverk í því að Petsamo-ferðin komst í kring, með störfum sínum í sendiráði Íslands í Kaupmannahöfn.“ Fyrir venjulegt bókafólk Davíð Logi hætti við að skrifa skáldsögu. Spurður um ástæðuna segir hann: „Sannleikurinn var eiginlega betri saga en hægt var að skálda eða sem ég að minnsta kosti treysti mér til að skrifa. Mér fannst líka hæpið að skálda allt of mikið í eyðurnar, nema með því að breyta nöfnum fólks. Og þá hefði svo margt glatast. Karakterarnir eru þarna og útilokað fyrir mig að betrumbæta nokkurn skapaðan hlut.“ Davíð segir að bókin hafi fæðst í allra upprunalegasta formi sínu sem eins konar útdráttur að leik- inni sjónvarpsþáttaröð. „Ég hafði heyrt Skarphéðin Guðmundsson, dagskrárstjóra í Sjónvarpinu, tala um að norrænu ríkissjónvarps- stöðvarnar væru að leita að heppi- legum verkefnum sem þær gætu framleitt saman. Og ég hugsaði með mér að það væri varla til heppilegra verkefni en einmitt Petsamo-ferðin – saga sem í reynd gerist í öllum Norðurlöndunum fimm; í Dan- mörku og Noregi þegar Þjóðverjar hernema löndin 9. apríl 1940, með áherslu á Kaupmannahöfn, enda Íslendingar f lestir þar af borgum Norðurlandanna. Í Svíþjóð – því að þangað lá leið Íslendinganna þegar loks var hægt að koma ferðinni í kring – og í Finnlandi, frá suðri til norðurs, alla leið til íshafshafnar- innar í Petsamo. Og auðvitað að síðustu á Íslandi, með viðkomu á Orkneyjum. Ég hef alltaf verið áhugamaður um kvikmyndir og sjónvarpsefni og finnst þetta enn þá alveg frá- bær hugmynd að leiknu efni, alveg burtséð frá því hver myndi vinna það. Sem að vísu yrði gríðarlega kostnaðarsamt og flókið. Þegar til kom hófst ég því handa við að skrifa þessa bók. Þegar aðrir eru ekki að grípa hugmyndirnar á lofti verður maður bara að gera hlutina sjálfur – í þessu formi, fyrst annað er ekki á boðstólum. Hins vegar gerði ég mitt besta til að skrifa þessa bók nánast sem reyfara. Hafði kaflana stutta og með afmarkaðan fókus, hvern og einn, gerði mitt besta til að gera þetta eins lesvænt og hægt var. Fyrir venjulegt bókafólk, ekki sagnfræðinörda.“ Betri saga en hægt var að skálda Davíð Logi Sigurðsson segir hádramatíska sögu í bók sinni Þegar heimurinn lokaðist. Hann ætlaði fyrst að skrifa skáldsögu um mjög spennandi efni, en í staðinn varð til sönn saga fyrir venjulegt bókafólk. Efniviðurinn er sannarlega nægilega dramatískur, segir Davíð Logi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir, lektor verður með hádegis-fyrirlestur í opnu streymi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands þriðjudaginn 24. nóvem- ber þar sem hún fjallar um sögu og gildi Vísnabókarinnar. Bókin hefur sérstöðu meðal íslenskra barna- bóka og Anna Þorbjörg veltir upp spurningum um framtíð hennar í þeim ríka myndheimi sem nútíma- börn alast upp við. Allt frá því að Vísnabókin kom fyrst út árið 1946, eða í nærri sjötíu og fimm ár, hefur hún notið mikilla vinsælda og hefur margsinnis verið endurútgefin, nú síðast á þessu ári. Myndir teiknarans Halldórs Pét- urssonar (1916 – 1977) eiga ríkan þátt í vinsældum bókarinnar. Anna Þorbjörg þekkir Vísnabókina eins og lóf- ann á sér. Hún er lektor í íslensku við Menntavís- indasvið Háskóla Íslands þar sem hún kennir verð- andi leik- og grunnskóla- kennurum meðal annars barnabókmenntir. Fyrirlesturinn verður í opnu streymi fyrir alla að njóta. Hann verður f luttur í gegnum Teams livestream og nánari upp- lýsingar eru á heimasíðu safnsins. Myndin sem sést hér til hægri er víðfræg mynd Halldórs Péturssonar af Grýlu með pokann sinn. Fyrirlestur um Vísnabókina 2 1 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R44 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.