Fréttablaðið - 21.11.2020, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 21.11.2020, Blaðsíða 2
AKUREYRI „Það eru allir farnir að keyra börnin sín í skólann og einka- bílarnir eiga helst að komast að skólahurðinni en skólabíllinn, sem ber ábyrgð á börnunum allan dag- inn, það er einhvern veginn alveg sama hvar hann á að stoppa. Sund- laugin er eiginlega síðasta vígið, aðrir staðir eru komnir í betra horf,“ segir Gunnar M. Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri SBA Norðurleiðar. Fyrirtækið sendi skipulagsráði Akureyrar bréf þar sem kom fram að aðstaða við sundlaug Akureyrar væri með öllu óviðunandi enda væri ekkert stæði fyrir skólabílinn sem stoppar fyrir utan sundlaugina á um hálftíma fresti. Bílstjórar SBA Norðurleiðar þurfa að hleypa börnunum út við sundlaugina aftan við bílana sem lagt er þar í stæði og bíða eftir næsta hóp. Það getur valdið mik lu m pir r ing i hjá öðr u m gestum sundlaugarinnar og hefur fyrirtækið orðið ítrekað fyrir tjóni þegar fólk bakkar úr stæðum. „Það er fólk sem sest inn í bílinn og tekur kannski ekki eftir því að rúta sé komin fyrir aftan þau og setur í bakkgír og því fer sem fer,“ segir Gunnar og bætir við að tjónið sem verði sé töluvert. Í bréfi fyrirtækisins til bæjaryfir- valda bendir Gunnar á að hægt sé að gera stæði sunnar á bílaplaninu og verði það málað og merkt þann- ig að bíllinn geti staðið þar milli ferða og hindri ekki að sundlaugar- gestir komist leiðar sinnar. Gunnar segist vona að bærinn geri bragarbót á málinu en hann hefur áður bent á stæðaleysið fyrir rúturnar. „Ég vona nú að bærinn fari að gera eitthvað í þessu. Hvort sem það verður á þessu ári eða næsta mun koma í ljós. Því verða þeir að svara. Það er búið að væla um þetta í mörg ár og ekkert gerist en ég vona að eitthvað gerist núna. Það er og hefur verið mismikill áhugi á þessu máli en það er fyrst núna sem ég vona að eitthvað ger- ist,“ segir framkvæmdastjórinn. benediktboas@frettabladid.is Óháð niðurstöðunni er viðeigandi að dómur yfir- deildar MDE falli á full- veldisdeginum, 1. desember. Spyrnt við í Hörpu Ríkisstjórnin kynnti í gær framhald ýmissa viðspyrnuaðgerða vegna COVID-19 í dag. Kynntar voru ýmsar aðgerðir sem eiga að styðja við fólk sem hefur annaðhvort misst vinnuna eða er í hlutastarfi, við rekstraraðila og viðkvæma hópa. Hækka á atvinnuleysisbætur og framlengja ýmis sérstök úrræði stjórnvalda. Nýr viðspyrnustyrkur fyrir rekstraraðila á að tryggja góða viðspyrnu þegar bóluefni kemur. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR Óviðunandi aðstaða fyrir skólarúturnar Aðstaða fyrir skólarútur til að koma með börn í sund á Akureyri er með öllu óviðunandi. Ítrekað verður tjón vegna bíla sem keyra á rúturnar. Fram- kvæmdastjóri rútufyrirtækisins segir að ekki sé gert ráð fyrir skólarútunum. Sundlaug Akureyrar Sundlaug Akureyrar er sann- kölluð vatnaparadís fyrir alla fjölskylduna. Miklu var kostað til en framkvæmdir við laugina árið 2018 kostuðu um 400 milljónir. Þar er að finna tvær 25 metra útilaugar og 12,5 metra innilaug. Í boði eru þrjár rennibrautir, Fossinn, Trektin og Flækjan, busllaug, þrír heitir útipottar og einn innipottur, eimbað og gufubað. Þá er aðgengi fyrir fatlaða mjög gott en ekkert bílastæði fyrir skólarútuna. Bílstjórar SBA Norðurleiðar þurfa að hleypa börnum út úr rútunum aftan við einkabílana sem lagt er í stæði við sundlaugina. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Ég vona nú að bærinn fari að gera eitthvað í þessu. Gunnar M. Guðmundsson, framkvæmda- stjóri SBA Norður- leiðar Nú einnig á netinu – veromoda.is Jólakjólar og mjúkir pakkar DÓMSMÁL Ekki liggur fyrir með hvaða hætti farið verður með rúm- lega þrjú hundruð dóma Lands- réttar sem dæmdir voru af þeim fjórum dómurum sem Landsréttar- málið tekur til, fari svo að yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) staðfesti dóm réttarins frá mars 2019. Dómur verður kveðinn upp í yfirdeild dómsins 1. desember. Þótt málaferli vegna skipunar dómaranna hafi farið strax af stað í kjölfar skipunarinnar tóku dómar- arnir fjórir fullan þátt í störfum dómsins frá skipun þeirra 1. janúar 2018 og þar til dómur MDE féll 13. mars 2019. Á umræddu tímabili kváðu dómararnir fjórir upp yfir 500 dóma og úrskurði. Í f lestum til- vikum er um úrskurði að ræða en einkamálin sem þeir tóku þátt í að dæma voru 120. Sakamálin sem umræddir fjórir dómarar dæmdu voru 85 talsins sem er rúmlega helmingur allra sakamála sem dæmd voru í Lands- rétti árin 2018 og 2019 en þau voru 159 á umræddu tímabili. Vegna óvissu um aðfarar- og fullnustuhæfi allra þessara dóma má gera ráð fyrir að einhverjir freisti þess að leita til Hæstaréttar og óski eftir því að dómum verði vísað aftur til Landsréttar til nýrrar meðferðar. Sú leið gæti þó reynst torsótt vegna áfrýjunarfrests sem þegar er liðinn. Þá gæti einhver fjöldi beiðna borist endurupptökunefnd en sakfellt var í 75 af þeim 85 sakamálum sem um ræðir og ljóst að þegar er búið að fullnægja fjölda þeirra dóma. – aá Hundruð dóma undir vegna Landsréttarmáls Yfirdeild MDE mun kveða upp dóm í Landsréttarmálinu 1. desember. LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu lýsir eftir Ævari Annel Valgarðssyni og óskar eftir upplýsingum um ferð- ir hans. S í ð a s t l i ð i n n sunnudag birti k a r l m a ð u r my n d b a n d á Facebook sem sýnir Ævar verða f y r i r l í k a m s á r á s . Myndband hefur einnig verið birt í fjölmiðlum sem sýnir sama mann munda skotvopn að viðmælanda í síma og hóta honum heimsókn. Maðurinn var úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, en hann var handtekinn ásamt öðrum manni í umfangsmiklum aðgerðum lög- reglu í fyrradag. Þeir sem geta gefið upp lýsingar um ferðir Ævars, eða vita hvar hann er, eru beðnir um að hafa tafar laust sam band við lög reglu í síma 112. – aá Lögregla lýsir eftir Ævari 2 1 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.