Fréttablaðið - 21.11.2020, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 21.11.2020, Blaðsíða 72
Jóhanna María Einarsdóttir johannamaria@frettabladid.is Þessi tónlistardrottning Íslands er 55 ára í dag. Björk hóf tónlistarferil sinn aðeins 12 ára gömul árið 1977 þegar út kom plata þar sem hún söng meðal annars þekkt íslensk barnalög. Snemma á ferli sínum var hún í nokkrum pönk- og djass-fusion hljómsveitum. Á meðal hljóm- sveita má nefna Jam ‘80, Exodus og Draumsýn og Tappa tíkarrass. Árið 1983 stofnaði hún ásamt fimm öðrum hljómsveitina Kukl, sem síðan þróaðist út í alternative rokk- hljómsveitina Sykurmolana. Með þeirri hljómsveit hlaut Björk fyrst heimsfrægð. En í tilefni dagsins má geta þess að singúllinn Birthday sem kom út með hljómsveitinni árið 1987 var ofarlega á hlustunar- listum á breskum og bandarískum indie útvarpsstöðvum og voru gagnrýnendur afar hrifnir af lag- inu. Íslenska útgáfan Ammæli kom út árið áður og fékk að fljóta með á B-hliðinni á alþjóðlegu útgáfunni. Sólóferill Bjarkar Þegar Sykurmolarnir hættu árið 1992 hóf hún sólóferil sinn og skín stjarna hennar enn í dag töluvert skærar en flestar stjörnur nætur- himinsins. Fyrsta sólóplata Bjarkar er platan Debut sem kom út árið 1993. Í kjölfarið fylgdi Post (1995), Homogenic (1997), Selmasongs (2000), Vespertine (2001), Medúlla (2004), Drawing Restraint 9 (2005), Volta (2007), Biophilia (2011) og Vulnicura (2015). Nýjustu plötu sinni Utopia (2017) fylgdi hún eftir á eftirminni- legan hátt með tónleikaferðalaginu Cornucopia. Á yfir fjörutíu ára ferli sínum hefur Björk þróað með sér einstakan tónlistarstíl þar sem áhrif koma frá elektrónískri tón- list, poppi, tilraunakenndri tónlist, tripphopp, klassískri tónlist og framúrstefnulegri tónlist. Hæfileikar Bjarkar einskorðast ekki við tónlistina en hún hlaut verðlaun sem besta leikkona í aðal- hlutverki á Cannes-kvikmynda- hátíðinni árið 2000 fyrir leik sinn í Lars von Trier kvikmyndinni Dancer in the Dark. Þá fékk hún einnig Óskarstilnefningu fyrir besta frumsamda lagið sem var I’ve seen it all. Ætlast til að einhver illi... Í íslenskum tímaritum kemur nafn Bjarkar Guðmundsdóttur fyrst fram í tímaritinu Æskunni 1983. Þar kemur hún ný inn á vinsælda- lista lesenda og er valin þar önnur vinsælasta söngkonan af lesendum tímaritsins Æskunnar, með 337 stig, eftir Röggu Gísla sem hlaut þá 413 stig. Í viðtali ári síðar í sama tímariti segir Björk, þá átján ára gömul: „Ég þarf að syngja, ég bara finn það. Það er eitthvað lífsnauð- synlegt fyrir mig. Ég fer og ég syng. Fólk getur bara ekki ætlast til meira af mér.“ En þarna söng hún með hljómsveitinni Kukl, eftir að hafa verið meðlimur í Tappa tíkar- rassi. Um plötuna sem þá var að koma út segir hún: „Við pældum rosalega í þessu með enskuna. Sko við erum íslensk – og þá syngjum við bara á íslensku. Svo fórum við að pæla í því hvort þetta væri réttlátt – að ætlast til að einhver illi sem heyrir í okkur, að ætlast til að hann tali íslensku.“ Í dag er hennar dagur Afmælisbarn dagsins í dag er engin önnur en hin eina sanna Björk Guðmundsdóttir (f. 21. nóvember 1965). Þessi kona er og mun líklega alltaf vera ein sú allra besta landkynning sem Ísland hefur átt og alið af sér. Björk á sviðinu í Eldborg 2016 á Iceland Airwaves. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Björk á tónleikum í Laugardalshöll árið 2007. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Björk tók þátt í Ertu að verða náttúrulaus? – stórtónleikum gegn eyðilegg- ingu hálendisins ásamt Múm, Damien Rice, Lisu Hannigan, Ghostigital, Damon Albarn, Egó, Möggu Stínu, Mugison, Sigur Rós, KK, Ham, Hjálmum og mörgum fleiri listamönnum. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Hér má sjá Björk á sviði á Cornucopia-tónleikaferðalaginu í desember í Stokkhólmi 2019. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Bleiki kjóllinn sem Björk klæddist á frumsýningu Dancer in the Dark í Cannes var umtalaður. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY Stofnendur Sykurmolanna voru Bragi Ólafsson, Björk Guðmundsdóttir, Einar Örn Benediktsson, Einar A. Melax, Friðrik Erlingsson og Sigtryggur Baldursson. Myndin er tekin í París 1991. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 1 . N ÓV E M B E R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.