Fjölrit RALA - 06.11.1978, Page 67

Fjölrit RALA - 06.11.1978, Page 67
önnur starfsemi. 62 . 3 . Unnið var að lagfæringu íbúðarhússins, skipt um glugga og húsið klætt utan, en það lá undir stórskemmdum, þar sem múrhúð var mjög illa farin. Þá var unnið að framræslu, bæði hreinsun eldri skurða og skurðir þéttir í áður gröfnu landi. Þá var á árinu loks keypt bifreið handa tilraunastöðinni, og mátti kalla það txmamót. TILRAUNASTÖÐIN A MÖÐRUVÖLLUM. Enda þótt uppbyggingu tilraunastöðvarinnar hafi nokkuð miðað í rétta átt, má segja, að hvorki tilraunastarfseminni né uppbyggingunni hafi verið gerð fullnægjandi skil á árinu. Aug- ljóst er, að reisa verður viðunandi húsnæði fyrir starfsfólk samhliða uppbyggingu tilraunaaðstöðunnar, og er því mjög brýnt að hefja byggingu íbúðarhúss fyrir starfsfólk við tilraunafjósið. Björn Pálsson lét af bústjórastarfi 1. júní, en við tók Jósavin Gunnarsson. Afkoma búsins varð betri en undanfarin ár. Meðalnyt sam- kvæmt skýrslu varð 4043 lítrar mjólkur eftir 25 árskýr, og meðal- þungi dilka 147 áa var 17.1 kg, og voru 66.6% tvílembdar og 5.4% geldar. „3 3 Heyfengur varð meiri en aður, 2973 m þurrheys og 75 m vot- heys, metið af forðagæzlumanni á 167.600 Fe. Heygæði voru heldur lakari en áður, og þurfti um 2.0-2.1 kg í Fe. BÚstofn í árslok var 32 kýr, 6 geldneyti, 163 ær, 43 gemlingar, 10 hrútar og 2 hross. Mikil samvinna var £ tilraunastarfseminni við Bændaskólann á Hólum og einstök búnaðarsambönd. Guðmundur H. Gunnarsson, ráðunautur BÚnaðarsambands Eyja- fjarðar, starfaði um sumarið við tilraunir hjá tilraunastöðinni.

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.