Fjölrit RALA - 06.11.1978, Page 69

Fjölrit RALA - 06.11.1978, Page 69
64 . Nautgriparæktartilraunir voru þær á árinu, að um vorið var borin saraan fóðrun með kjarnfóðri og fóðrun með graskögglum, en um sumarið var borin saman beit tveggja kúahópa á grænfóður. Var öðrum hópnum beitt á grænfóður af krossblómaætt (sumarrepju, vetrarrepju, fóðurnæpu), en hinum á grænfóður af grasaætt (bygg, sumarhafra, vetrarhafra, vetrarrýgresi). Grænfóðurstegundirnar voru allfjarri hvor annarri, og undu kýrnar hópskiptingunni illa. Verður þetta því reynt aftur og grænfóðurstegundirnar þá ræktaðar hvor við annarrar hlið. í samvinnu við ólaf R. Dýrmundsson var gerð tilraun með samstillingu gangmáls hjá kúm með Lutalyse- (prostaglandín-) sprautun. Rúmlega 60% kúnna festu fang við sæð- ingu eftir sprautun. Sauðfjártilraunir voru á þá lund, að um vorið var lokið tilraun með samanburð á að gefa hey eingöngu og að gefa hey og kjarnfóður, svo sem venja er. Um haustið var lömbum beitt á grænfóður og gerður samanburður á grænfóðurbeitinni og innifóðrun sláturlamba á graskögglum og heyi. Innifóðrunarlömbin þyngdust um 5.3 kg, en samanburðarlömb á káli þyngdust um 7.6 kg á um 5 vikum. Um fengitímann var í samvinnu við BÚnaðarsamband Eyjafjarðar gerð tilraun með mismunandi blöndunarhlutföll sæðis og vökva, og virð- ast niðurstöður benda til þess, að haga verði blöndunni eftir því, hve langur tími líður frá sæðistöku að sæðingu. Ásetningslömb eru notuð í tilraun, sem gerð er í samvinnu við Ræktunarfélag Norðurlands. Lömbunum er gefinn selenköggull í vömb, og verður fylgzt með selenmagni og virkni glútathionperoxýdasa í blóði. TILRAUNASTÖÐIN SKRIÐUKLAUSTUR. Jarðræktartilraunirnar, sem unnið var við, skiptast þannig milli tilraunaverkefna: Grasræktartilraunir voru 19 og með 243 liðum og 782 reitum. Þær skiptast jafnt á milli áburðartilrauna og grasastofnatilrauna og ein, sem fellur undir báða flokka. Með henni er könnuð svörun þriggja grastegunda við mismunandi áburðarskömmtun og mismunandi

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.