Fjölrit RALA - 15.04.1988, Blaðsíða 32

Fjölrit RALA - 15.04.1988, Blaðsíða 32
-26- 3.4.2.2 Ábornir reitir. Uppskera í júní. Uppskera í júní, áður en borið var á, var nokkuð svipuð á tilraunasvæðum 2, 3 og 4 þegar bomar em saman samsvarandi meðferðir, en svæði 6 sker sig úr vegna lítillar uppskeru. Þar vom friðaðir reitir t.d. mun uppskeruminni en annars staðar. Eins og áður hefur komið fram var kannað, með aðhvarfsreikningum, hvort samhengi væri á milli áburðarskammta og uppskem. Við útreikninga vom bæði notuð óbreytt þekjugildi og umreiknuð gildi (log (1+X)). Báðar aðferðimar gáfu svipaða niðurstöðu. Niðurstöður aðhvarfsreikninga á óbreytt gildi em sýndar í 7. töflu. Þar kemur fram, að uppskera árlega áborinna reita vex yfirleitt með vaxandi áburðargjöf. Á reitum sem ekki var borið á 1986 er ekki um slíkt marktækt samband að ræða. Þar er eftirverkun áburðarins á uppskem lítil og breytist ekki með vaxandi áburðarmagni. Þó ber að hafa í huga, að mælingamar em gerðar snemma sumars eða á tímabilinu 23. - 26. júní og plöntumar hafa því ekki haft langan tíma til vaxtar. Uppskera í ágúst. Þegar uppskera var mæld í ágúst, voru liðnir um tveir mánuðir frá því að borið var á reitina. Líkt og í júní var svæðið á Öfuguggavatnshæðum (svæði 6) rýrast hvað uppskeru varðar, en einna mest var uppskeran á svæðunum við Helgufell (svæði 2) og á Þrístiklubungu (svæði 4). Gott samhengi er á milli áburðarskammta og uppskem á árlega ábomum reitum, bæði beittum og friðuðum (7. tafla), og allgott á beittum reitum, sem borið er á annað hvert ár. Einna lakast er þetta samhengi á friðuðum reitum sem borið er á annað hvert ár. Á árlega ábornum, friðuðum reitum vex uppskeran t.d. urn 0,72 - 1,03 tonn/ha að meðaltali fyrir hver 100 kg af áburði, en á beittum reitum, sem borið er á árlega em þessar tölur 0,56 - 0,63 tonn/ha (7. tafla). Mikill munur er á beittum reitum og friðuðum hvað uppskeru varðar, og er uppskeran ávallt meiri á friðuðu reitunum. Á svæði 2, við Helgufell, munar einna mestu og er munurinn liðlega 1.6 tonn/lia á reitum, sem fá 400 kg af áburði á hektara árlega. Minnstur er þessi munur á svæði 6, enda er uppskeran þar rýrust eins og áður var sagt. Uppskeran var ætíð meiri á reitum, sem borið var á árlega en á þeim, sem fengu áburð annað hvert ár, og var þessi munur þeim mun meiri sem áburðarskammturinn var stærri. Þetta á einkum við um friðuðu reitina, en þar er munurinn í mörgum tilfellum meiri en 2 tonn/ha.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.