Fjölrit RALA - 10.10.1992, Blaðsíða 28

Fjölrit RALA - 10.10.1992, Blaðsíða 28
24 Língresi Þeir þættir sem gáfu marktækt samband við þekju língresis voru svæði og aldur. Þessir þættir skýrðu 20% af heildarbreytileikanum. Snarrót Þeir þættir sem gáfu marktækt samband við þekju snarrótar voru svæði, aldur, halli og hæð yfir sjó. Þessir þættir skýrðu 32% af breytileikanum. Meira var af snarrót í flötum túnum en túnum í halla. Hlutur snarrótar jókst einnig með aukinni hæð yfir sjó. Varpasveifgras Þeir þættir sem gáfu marktækt samband við þekju varpasveifgrass voru svæði, aldur og jarðvegsraki. Þessir þættir skýrðu þó aðeins 10% breytileikans. Hlutdeild varpasveifgrass jókst með auknum raka. Knjáliðagras Þeir þættir sem gáfu marktækt samband við þekju knjáliðagrass voru svæði, jarðvegur, jarðvegsraki, hæð yfir sjó og landslag. Þessir þættir skýrðu 26% breytileikans. 28. tafla. Hlutdeild knjáliðagrass eftir jarðvegi. Fjöldi Knjáliðagras % Jarðvegur túna Meðaltal Lægsta Hæsta Mói 192 2,6 0,0 85,2 Mýri 123 8,3 0,0 65,0 Sandur 10 1,4 0,0 11,8 Areyri 2 0,0 0,0 0,0

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.