Fjölrit RALA - 10.10.1992, Blaðsíða 31

Fjölrit RALA - 10.10.1992, Blaðsíða 31
27 Vallarfoxgras Hlutdeild vallarfoxgrass í þessari könnun er í heildina mun meiri en í hinum landshlutunum eða 20% að meðaltali. Hún var hins vegar tæp 14% á Vesturlandi og 12% á Vestfjörðum. A Austuriandi var hún tæp 9%. Hlutdeildin lækkar með aldri túnanna eins og við er að búast en helst þó betur en í hinum landshlutunum, sérstaklega virðist vallarfoxgrasið endast vel í A-Skaftafellssýslu. En breytileikinn er mikill, bæði milli túna og bæja. Vallarfoxgras er viðkvæmt fyrir ýmsum meðferðarþáttum, t.d. beit, slætti, áburði og áburðartíma. Áhrif beitarinnar eru þó umdeild og vissulega má finna niðurstöður sem gefa til kynna að beitin hafi ekki áhrif á endingu vallarfoxgrass (Áslaug Helgadóttir, 1987) og í þessari könnun hafa sést mikið beitt tún og gömul með miklu vallarfoxgrasi. Eigi að síður fengust marktæk áhrif vorbeitar á endingu vallarfoxgrass (26. tafla) líkt og á Austurlandi (Guðni Þorvaldsson, 1990). Á Vestfjörðum og Vesturlandi fékkst hins vegar ekki marktækt samband. Háliðagras Fræ af háliðagrasi hefur lítið verið notað í seinni tíð og er það því mest í gömlum túnum. Mest var af því í Austurlágsveitum, tæp 7%. Háliðagras þolir beit vel, en er viðkvæmt fyrir sýrustigi og hverfur þar sem jarðvegur er mjög súr. Vallarsveifgras Vallarsveifgras er algengasta grastegundin í túnum á Suðurlandi (22%) líkt og í hinum landshlutunum sem skoðaðir hafa verið. Á Vesturlandi var það áþekkt (23%), 29% á Vestfjörðum en 37% á Austfjörðum. Af 20. töflu sést að vallarsveifgras er í því sem næst hverju einasta túni á þessu svæði. Mest er af því í Vestur-Skaftafellssýslu (27%). Ef tún verða fyrir áföllum, t.d. af völdum kals, kemur vallarsveifgras gjaman í eyðumar. Það ber því meira á því í slíkum túnum en þeim sem ekki hafa skemmst. Língresi Nokkur breytileiki er í hlutdeild língresis eftir svæðum og einnig eftir bæjum. Mest er af því í Austurlágsveitum (29%) og V-Skaftafellssýslu (28%) en minnst í Uppsveitum (13%). Fleiri athuganir benda til þess að língresi sé meira með ströndinni en inni í landi (Jóhannes Sigvaldason, 1977; Guðni Þorvaldsson, 1990). Túnvingull Hlutdeild túnvinguls í þessari athugun er á bilinu 9-18% eftir svæðum (12% að meðaltali). Þetta er sama prósenta og á Vestfjörðum og Vesturlandi en heldur var minna af túnvingli á Austurlandi (9%). Breytileiki milli bæja er mjög mikill. Túnvingullinn er harðbalagras og því mun meira af honum þar sem jarðvegur er þurr.

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.