Fjölrit RALA - 20.03.1995, Page 14

Fjölrit RALA - 20.03.1995, Page 14
SIGURÐUR H. MAGNÚSSON OG BORGÞÓR MAGNÚSSON 4. mynd. Meðalhiti og heildarúrkoma sumars (júní-sept- ember) á Hveravöllum árin 1981-1994. Aðferðir Mœlingar á gróðri og jarðvegi Farið var um heiðarnar dagana 15.-16. ágúst 1994 ásamt fulltrúum bænda, Landsvirkjunar og Landgræðslu ríkisins og nokkur svæðanna skoð- uð lauslega. Þann 16. ágúst var einnig flogið yfir flest uppgræðslusvæðin og teknar ljósmyndir af þeim. Gróðurmælingar á svæðunum fjórum voru gerðar dagana 17.-26. ágúst. Á hverju svæði voru ákvarðaðar línur þvert á áburðarrákir (1. og 2. mynd). Við Sandá var þessu ekki við komið þar sem áburðarrákir voru óreglulegar, en þar hafði áburði verið dreift með dráttarvél. Á hinum svæðunum þremur hafði áburði verið dreift úr flugvél. Stefna lína var nokkum veginn austur- vestur en fjarlægð milli þeirra var breytileg eftir svæðum, eða frá 150 m við Sandá upp í 1.700 m á Öfuguggavatnshæðum (1. og 2. mynd). Á hverja línu voru lagðir út rannsóknareitir (50 x 50 cm) og var staðseting þeirra ákvörðuð með hjálp tilviljanatalna, að meðaltali einn reitur á hverja 100 m. Væri þess kostur voru að auki lagðir út tveir reitir sitt hvorum megin áborna landsins til samanburðar. Þessum reitum var valinn staður af handahófi á sama hátt og öðrum reitum og var fjarlægð þeirra frá jaðri uppgræðslusvæðis aldrei meiri en 200 m. í hverjum reit voru allar háplöntur greindar til tegunda og skráðar. Þekja þriggja tegunda sem höfðu mesta þekju var metin með sjónmati. Einnig var metin þekja sinu, ógróins lands og mosanna Drepanocladus uncinatus, Racomitrium lanuginosum, Racomitrium ericoides og fléttunnar Cladina arbuscula. Auk þessa var þekja eftirfarandi mosa- og fléttuættkvísla metin sérstaklega: Ceratodon-Bryum, Polytrichum- Pogonatum, Cetraria islandica-C. delisei og Peltigera. Við þekjumatið var notaður þekjuskali Braun- Blanquet eftir að honum hafði verið breytt lítilsháttar (4. tafla). Plöntuval var ákvarðað með því að skrá hvaða háplöntutegundir báru þess merki að hafa verið bitnar yfir sumarið. Jarðvegs- þykkt var mæld með því að jámteinn var rekinn niður í miðju reits uns hann kom niður á möl eða fast undirlag. Ekki var hægt að mæla meiri dýpt en 1,10 m. Halli lands þar sem reitur var stað- settur var mældur með áttavita. Við þessar mælingar var miðað við halla u.þ.b. 25 m2 bletts umhverfis reitinn. Eftirfarandi aðstæður vom einnig ákvarðaðar fyrir hvem einstakan reit: Staðsetning í landslagi (topography). Staðsetning reits í landslagi var flokkuð í fjóra flokka eftir því hvort reitur var á toppi hæðar, í hlíð, á sléttlendi eða í botni lægðar. Landgerð. Landgerð var flokkuð í fimm flokka miðað við ástand landsins við upphaf upp- græðslu. Um var að ræða fjóra flokka á blásnu landi, þ.e. mel, moldir, grjót og sand, og síðan óblásið land. Áburðargjöf. Áburðargjöf var flokkuð í eftir- farandi flokka: 1. Óáborið land (oftast utan uppgræðslu- svæða). 2. Land áborið fyrir nokkm, þ.e. 1993 eða fyrr. 3. Land sem borið hafði verið á samsumars, þ.e. sumarið 1994. Beit. Beit var flokkuð í þrjá flokka: 4. tafla. Þekjuskali Braun-Blanquet nokkuð breyttur. Sýndur er sá skali sem notaður var við rannsóknirnar. Flokkur Þekjubil Miðgildi þekjubils % • 0-0,5 0,3 + 0,5-1 0,8 1 1-5 3 2 5-25 15 3 25-50 38 4 50-75 63 5 75-100 88 12

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.