Fjölrit RALA - 20.03.1995, Qupperneq 17
UPPGRÆÐSLA Á AUÐKÚLU- OG E YVTNDARSTAÐAHEIÐI
i---1 I I------1 I ~ I I l I I i i i i i i i i i i i i
0 20 40 60 80 >100 0 20 40 60 80 >100 0 20 40 60 80 >100 0 20 40 60 80 >100
Jarðvegsþykkt cm
7. mynd. Þykkt áfoksjarðvegs á uppgræðslusvæðunum fjórum. Sýnd er hlutfallsleg skipting (%) eftir þykktarflokkum.
Reitir sem lagðir voru út utan svæða eru hér ekki meðtaldir. Tölur innan sviga sýna fjölda reita á hverju svæði.
sinu í sverði og ákveðnum mosategundum. Við
mælingarnar varð ekki vart við áburðarlausar
spildur á uppgræðslunum í Helgufelli, við Sandá
eða á Öfuguggavatnshæðum. A Lurk fundust
aftur á móti óábornar rendur innan áborna
landsins austast á svæðinu við Blöndu (6. mynd),
en þar hófst uppgræðsla ekki fyrr en sumarið
1991.
Jarðvegur
Þykkt áfoksjarðvegs var mjög mismunandi bæði
innan og milli svæða (7. mynd). Gróðurlítið,
örfoka land, eins og melar, grjót og sandar, hafði
ekki safnað áfoki á yfirborð svo nokkru næmi. A
ábornum melum var gróður aftur á móti farinn
að hlaða undir sig áfoksefnum og sums staðar
hafði myndast fárra cm lag af áfoki ofan á yfir-
borði melsins. Lagið var víðast örþunnt eða mjög
slitrótt en þykkara í gróðurhnubbum. Áfoks-
hnubbar voru einkum áberandi á Lurk, en þó
sérstaklega á uppgræðslunni við Sandá. Einna
þynnst var áfokið í Helgufelli. Á Öfugugga-
vatnshæðum hafði nánast eingöngu verið borið á
blásið land. Áfoksjarðvegur var þar samt
algengur og töluvert þykkur (15->l 10 cm) sem
helgast af því að uppgræðslusvæðið er að upp-
runa geysilangur rofjaðar með víðáttumiklum
moldum. Á óblásnu landi var áfoksjarðvegur víða
þykkur, einkum á Lurk þar sem hann mældist 60
cm eða þykkari í 38% reita.
Verulegur munur var á sýrustigi eftir því hvort
um var að ræða blásið land eða óblásið en
sýrustig var einnig háð áburðargjöf (8. mynd).
Sýrustig á óábomu, blásnu landi var að meðaltali
7,24 en þar sem borið hafði verið á þessa land-
gerð var það mun lægra, eða 6,91. Á óblásnu
landi hafði áburður lítil sem engin áhrif á sýrustig
en þar var sýrastig svipað eða örlitlu lægra en þar
sem borið hafði verið á örfoka land. Lítill munur
var á sýrastigi milli svæða. Eina undantekningin
frá þessu er uppgræðslan við Sandá, en sýrastig
var þar lægra en á sams konar landgerð annars
staðar (8. mynd).
Kolefnisinnihald jarðvegs var mjög breytilegt
eftir landgerðum og var það lægra á blásnu landi
en óblásnu (8. mynd). Áburður hafði hins vegar
lítil áhrif á kolefnismagn. Á blásnu landi var það
að meðaltali 1,50% án áburðar en þar sem borið
hafði verið á 1,57%. Á óblásnu landi voru
samsvarandi tölur 3,22% og 4,19%. Rétt er að
benda á að meðaltölin byggja hér á fáum
mælingum (8. mynd).
Gróður
Fjöldi tegunda
Alls fundust 79 tegundir háplantna í reitunum.
Þær skiptust þannig á einstaka plöntuhópa: grös
16 (20%), starir og sef 8 (10%), tvíkímblaða jurtir
40 (52%), einkímblaða jurt 1 (1%), runnar 9
(11%) og byrkningar 5 (6%). Fjöldi háplöntu-
tegunda íreit (0,25m2) var mjög misjafn eða frá
1-23. Mikill munur var á landgerðum, en yfirleitt
lítill munur á svæðum (9. mynd). Á svæðinu við
Sandá var fjöldi tegunda þó mun minni á ábornu,
blásnu landi en á sömu landgerð annars staðar.
Fæstar tegundir voru á blásnu, óábomu landi, eða
8,0 tegundir/reit, og á blásnu, ábornu landi þar
sem þær voru 8,7 að meðaltali. Á óblásnu landi
vora tegundir fleiri og virtist áburðargjöf auka
nokkuð fjölda tegunda á þessari landgerð. Að
15