Fjölrit RALA - 20.03.1995, Síða 18
SIGURÐUR H. MAGNÚSSON OG BORGÞÓR MAGNÚSSON
6 r
5 -
c 4 -
<4-1
1 3
2
1
0
B
1,50
0,31-2,95
1,57
0,36-3,94
4,19
1,37-8,70
3,22
L73-6.09
1 1 1 .. 1 He Lu Sa Óf He Lu Sa Öf lii r~1 He Lu Sa Óf i i rrn He Lu Sa Óf
(4) (5) (0) (8) (8) (9) (3) (15) (2) (10) (0) (0) (1) (3) (0) (7)
Óáborið Áborið Áborið Óáborið
Blásið land
Óblásið land
8. mynd. Meðaltöl (±staðalskekkja) fyrir sýrustig (A) og kolefnisinnihald (B) jarðvegs á rannsóknasvæðunum í Helgufelli
(He), á Lurk (Lu), við Sandá (Sa) og á Öfuguggavatnshæðum (Öf). Tölur ofan við stöpla em meðaltöl reita á svæðunum ásamt
hæstu og lægstu gildum. Tölur innan sviga sýna fjölda mælinga á hverju svæði.
meðaltali voru 12,8 tegundir íreit án áburðar en
15,0 þar sem borið hafði verið á.
Þekja
Heildarþekja gróðurs á óábornu, blásnu landi var
svipuð á öllum svæðunum og var að meðaltali
12% (9. mynd). Við áburðargjöf á blásið land
eykst gróðurþekjan mikið en heildarþekja á
ábornu, blásnu landi var að meðaltali 64% á
öllum svæðunum. Verulegur munur var þó milli
svæða. Minnst var þekjan í Helgufelli, eða 52% að
meðaltali, en mest við Sandá 78%. Gróðurþekja á
óábornu landi sem ekki hafði blásið upp var
misjöfn eftir svæðum en var að meðaltali 85%.
Rétt er að benda á að fáir reitir tilheyrðu þessari
landgerð. Áburðargjöf á óblásið land virðist auka
heildarþekju lítillega en þar var þekja að meðaltali
89% (9. mynd).
Þekja háplantna sýndi svipað mynstur og
heildarþekja gróðurs, enda er hlutur háplantna í
þekju verulegur (9. mynd). Á ábomu, blásnu
landi var þekja háplantna svipuð á Helgufelli,
Lurk og Öfuguggavatnshæðum eða 33-40%. Við
Sandá var hún aftur á móti mun hærri en þar var
þekja þeirra 52%.
Á óábomu, blásnu landi var þekja sinu mjög
lítil og svipuð á öllum svæðunum (9. mynd). Við
áburðargjöf á þessa landgerð eykst sina mikið. Þó
er mikill munur á milli svæða. Minnst var sinu-
þekjan í Helgufelli, eða 12%, en mest á Lurk
29%. Við áburðargjöf á óblásið land eykst sina
nokkuð en hún var að meðaltali 13% þar sem
ekki hafði verið borið á en 18% á svæðum sem
fengið höfðu áburð.
Á óábomu, blásnu landi var heildarþekja mosa
mjög lítil og var hún svipuð á öllum svæðunum
(9. mynd). Við áburðargjöf á þessa landgerð
eykst mosaþekja mikið en hún var þó mjög
misjöfn eftir svæðum. Á ábornu, blásnu landi var
mosaþekja minnst á Lurk, eða 10%, en mest á
Öfuguggavatnshæðum 25%. Heildarþekja mosa á
óblásnu landi var svipuð hvort sem borið hafði
verið á eða ekki og var að meðaltali á bilinu 24-
31%.
16