Fjölrit RALA - 20.03.1995, Side 32
SIGURÐUR H. MAGNÚSSON OG BORGÞÓR MAGNÚSSON
græðslusvæðunum sé staðarvingull sem hefur
aukist og breiðst út við áburðargjöfina.
Uppskera
Samkvæmt samningi bænda og virkjunaraðila er
megintilgangur uppgræðsluaðgerða að framleiða
fóður til beitar. í þessari rannsókn voru ekki
gerðar neinar mælingar á fóðurframleiðslu, enda
hefur megináhersla í fyrri rannsóknum verið á því
sviði (t.d. Ingvi Þorsteinsson o.fl. 1988, Ingvi
Þorsteinsson o.fl. 1989).
Þær mælingar sem gerðar voru á uppskeru í
þessari rannsókn sýna hversu mikið var eftir af
gróðri í lok sumars (lok ágúst) og gefa því
sæmilega mynd af beitarálagi. A blásnu landi
kom fram að langminnst var eftir af gróðri í
Helgufelli, 0,12 tonn á ha, en mest á Lurk og við
Sandá, 0,52 og 0,70 tonn/ha. Sams konar niður-
stöður frá árunum 1987 og 1988 (Ingvi Þor-
steinsson 1991) úr beittum, ábornum tilrauna-
reitum á heiðunum sýndu að gróðurmagn sem
eftir var í lok sumars var yfirleitt frá 0,1 upp í 0,4
tonn/ha, sem er minna en mældist nú. Þessar tölur
benda til að ekki hafi verið gengið mjög nærri
gróðri sumarið 1994 á uppgræðslusvæðunum
nema í Helgufelli. Rétt er þó að taka fram að hér
er um meðaltöl að ræða af tiltölulega fáum
mælingum. Beit er einnig mjög staðbundin
þannig að beitarálag getur verið mjög mikið á
ákveðnum blettum þótt það sé lítið annars staðar.
Líklegar skýringar á þessu eru tvær. í fyrsta lagi
var sumarið 1994 tiltölulega hlýtt (4. mynd) og
mjög hagstætt gróðri sem væntanlega hefur
aukið uppskeru mikið miðað við kaldari sumur. í
öðru lagi hefur sauðfé fækkað verulega á
heiðunum hin síðari ár (3. tafla, 3. mynd) sem
áreiðanlega hefur mikil áhrif á hversu nærri
gróðri er gengið.
Áhrif áburðar á beit og plöntuval
Niðurstöður þessarar rannsóknar sýndu, líkt og
fyrri rannsóknir á heiðunum, að beit var mest þar
sem nýlega hafði verið borið á (18. mynd) (t.d.
Ingvi Þorsteinsson 1991). Segja má að áburður-
inn stjómi beitinni að miklu leyti. Það er
athyglisvert að beit var svipuð á óábornu, grónu
landi utan uppgræðslusvæða og á svæðum sem
borið hafði verið á árið 1993 eða fyrr (18.
mynd). Þetta bendir til að án árlegrar áburðar-
gjafar verði gróður áboma landsins lítið lystugri
til beitar en gróður gamalgróinna svæða.
Athuganir á plöntuvali sýndu að grasbítar
höfðu í megindráttum valið sömu tegundir hvort
sem borið hafði verið á landið eða ekki (19.
mynd). Vegna ólíkrar tegundsamsetningar og
vægi tegunda í þekju á ábomu og óábornu landi
má gera ráð fyrir að fæða fjárins hafi verið mjög
mismunandi eftir því hvar bitið var. Á óábornu
landi vom eftirsóttustu tegundir lokasjóðsbróðir,
grávíðir, stinnastör og loðvíðir og eru þessar
niðurstöður svipaðar og fengist hafa við
rannsóknir á plöntuvali sauðfjár í beitarhólfum á
Auðkúluheiði (Borgþór Magnússon og Sigurður
H. Magnússon 1992). Á áborna landinu voru
þessar tegundir mjög sjaldgæfar og hafa því ekki
verið stór hluti af fæðunni. Grös, einkum
íslenskur túnvingull, vom mjög algeng á ábornu
landi og hafa þar áreiðanlega verið megin-
uppistaða í fæðu sauðfjár.
Aðferðir við áburðardreifingu og áhrif þeirra á
árangur uppgræðslu
Niðurstöðumar bentu eindregið til að áburðar-
dreifing sumarið 1994 hafi verið mjög misjöfn
(6. mynd) að því leyti að ekki hafði verið borið á
nema hluta yfirborðs. í Helgufelli, á Lurk og á
Öfuguggavatnshæðum hafði áburði ekki verið
dreift nema á um 1/3 af heildarflatarmáli upp-
græðslusvæðanna. Við Sandá var áburðardreifing
aftur á móti mun jafnari. Á fyrri svæðin var
áburði dreift með flugvél að langstærstum hluta
en við Sandá hefur verið dreift með dráttarvél í
mörg ár (2. tafla). Við dreifingu úr flugvél hefur
yfirleitt verið flogið á milli áburðarráka frá fyrra
ári (Stefán H. Sigfússon, munnlegar upplýsing-
ar). Ef reiknað er með að áburðardreifing í
Helgufelli, á Lurk og á Öfuguggavatnshæðum
hafi öll árin verið svipuð og sumarið 1994 má
gera ráð fyrir að borið hafí verið á hvem blett að
meðaltali þriðja hvert ár en við Sandá nokkru
oftar.
Sumarið 1994 var dreift rúmlega 280 tonnum
af áburði á uppgræðslusvæðin í Helgufelli, Lurk
og Öfuguggavatnshæðum (Stefán H. Sigfússon,
munnlegar upplýsingar) en heildarstærð þessara
svæða er tæplega 3.700 ha. Við áburðardreifing-
una var miðað við að bera á um 200 kg af áburði
á ha (Stefán H. Sigfússon, munnlegar upp-
lýsingar). Samkvæmt þessu myndi þetta magn
30