Fjölrit RALA - 30.11.2003, Blaðsíða 34
Smári 2002
26
Meðaltal 7 ára, hkg/ha Hlutfall smára í uppskeru, %
Smári Gras Annað Alls 5.7. 12.8.
Undrom 10,6 23,2 1,6 35,1 12 39
Norstar 13,0 24,5 1,4 38,7 14 36
HOKV9238 11,1 26,0 1,8 38,8 9 31
Meðaltal 11,6 24,6 1,6 37,5 12 35
Staðalsk. mism. 0,53 1,17 0,34 1,11 1,8 5,4
Ákveðið var að þetta yrði seinasta sumar tilraunarinnar og var 1. sláttur seinna en áður
og aðeins tvíslegið. Hlutfall smára var líkt og áður í 2. slætti, en uppskera var lítil. Illgresi
var 9% í 1. slætti, nærri jaín mikið og smári.
Framleiðslukerfi með fóðurbelgjurtum (132-9498)
Tilraun nr. 753-02. Sáðblöndur grass og belgjurta í tún.
Vorið 2002 var sáð í tilraun til að kanna endingu og stöðugleika túns þegar mismunandi
tegundum er sáð saman í svörð. Sambærileg tilraun verður gerð hjá allt að 20 Evrópuþjóðum.
Með tilrauninni á að prófa tvær höfuðtilgámr:
1) Meiri uppskera fæst með blöndu af belgjurtum og grasi í túni, en af túni með grasi eingöngu,
aðallega vegna þess að belgjurtimar og grasið er ekki í samkeppni um niturforða.
2) Flóknar blöndur eru stöðugri og endingarbetri en þar sem eingöngu em tvær tegundir ræktaðar
saman.
Tilraunaplanið er unnið af samstarfshópi innan COST-852 verkefnisins. Uppistaðan em
fjórar tegundir:
Gl: Hraðsprottin grastegund (t.d. rýgresi eða vallarfoxgras).
G2: Hægsprottin og endingargóð grastegund (t.d. vallarsveifgras eða axhnoðapuntur).
L1: Hraðsprottin belgjurt (t.d. rauðsmári eða refasmári).
L2: Hægsprottin og endingargóð belgjurt (t.d. hvítsmári eða jarðsmári).
Ekki eru notaðar sömu tegundir í öllum löndunum vegna mismunandi umhverfisþátta, en alls
staðar hafa tegundimar Gl, G2 , L1 og L2 sömu eiginleika.
Reitir em ekki endurteknir heldur fæst breytileikinn með því að sá þessum fjómm tegundum í
mismunandi hlutföllum. Á Korpu var handsáð í 48 reiti 14. júní 2002, reitastærð er 3><2 m2.
Tegundir og yrki vom Gl: Vallarfoxgras, Vega; G2: Vallarsveifgras, Fylking; Ll: Rauðsmári,
Betty; L2: Hvítsmári, Snowy.
Örverur.
Þetta verkefni er innan COST 852, samstarfsverkefnis 20 Evrópuþjóða. Tilgangurinn er að
rannsaka samspil belgjurta, jarðvegs og nitumámsbaktería til að auka nitumám við lágan
jarðvegshita. Sáð var í tilraun í Gunnarsholti og í Hrosshaga í Biskupstungum í júní 2002.
Sáð var rauðsmára og hvítsmára í blöndu með grasi. Smitað var með 5 mismunandi
Rhizobiumstofnum. Til að kanna hvort tilraunaland væri smitfrítt vom jarðvegssýni tekin úr
tilraunalandinu og MPN-próf aðlagað íslenskum aðstæðum. Jarðvegssýni vom þá sett í litla
potta við smitfríar aðstæður og smitfríu smáraffæi sáð í. Síðan var metið hvort hnýði hefðu
myndast á rótunum.