Fjölrit RALA - 30.11.2003, Blaðsíða 57
49
Skaðvaldar/Landgræðsla 2002
Ryðsveppir (132-9431)
Árið 2000 hófst rannsóknaverkefnið Vamir gegn ryðsveppum á ösp og gljávíði. Ráðist var í
þetta verkefni vegna þess að árið 1999 uppgötvaðist nýr ryðsjúkdómur í alaskaösp hér á landi
og einnig hafði nýr ryðsveppur verið að breiðast út í gljávíði í nokkur ár. Meginmarkmið
þessa verkefnis var að fmna ryðþolna klóna af þessum tijátegundum. Einnig var útbreiðsla
ryðtegundanna körmuð árlega.
í mati á smitunartilraunum á alaskaösp hefur komið í ljós að þótt allir klónar séu
móttækilegir fyrir ryð að einhverju marki, þá eru nokkrir klónar sem skera sig úr hvað þol
varðar. Enn liggja ekki fyrir óyggjandi niðurstöður varðandi gljávíðiklónana.
Útbreiðslukönnunin leiddi í Ijós að asparryðið var fyrstu tvö árin að mestu bundið við
Selfoss og Hveragerði en hefur nú náð sér á strik um allt sunnanvert landið og í Borgarfirði en
það er þó ekki samfellt. Það hefur fundist á Hallormsstað og í Austur-Húnavatnssýslu.
Útbreiðsla gljávíðiryðs nær nú frá Homafírði og til suðurhluta Borgarfjarðarsýslu.
Þegar er farið að nýta niðurstöðumar í nýju kynbótaverkefni í ösp sem hófst árið 2002.
Þremur klónum sem komið höfðu vel út í smitunartilraununum var víxlað við aðra efnilega
klóna og innbyrðis, alls 18 víxlanir.
Ræktun á röskuðum svæðum (132-9487)
Reynd er notkun innlendra úthagaplantna í vegfláa í Hrunamannahreppi. Haustið 2001 hófust
tilraunir til að prófa mismunandi aðferðir við ræktun á röskuðum svæðum. Prófaðar em
sáningar, flutningur heilla gróðurtorfa og útplöntun. Arangur aðgerða verður mældur með
gróðurgreiningu.
Sáning haust 2001 og vor 2002.
Eftirtaldar tegundir vom í sáðblöndu: Rauðsmári (Bjursele), baunagras (uppmni Snasir),
umfeðmingur (uppmni Oddi), hvítsmári (uppmni Undrom), gullkollur (uppmni Korpa), blámjalta
(uppmni Jötunheimar), birki (uppmni Fossvogur) og túnvingull (Sámur). Jarðvegssmit var notað
fyrir gullkoll, baunagras og umfeðming. Bakteríusmit ræktað á æti var notað fyrir smára og
blámjöltu.
Eftirtaldar tegundir voru fluttar í torfum frá grenndarsvœðum inn í vegfláann haustið 2001:
Gulmaðra, hvítmaðra, krossmaðra, hálíngresi, títulíngresi, túnvingull, vallhæra, stinnastör,
þursaskegg, blóðberg, komsúra, vallelfting, klóelfting, túnsúra, hrafnaklukka.
Eftirtalda tegundir voru rœktaðar ípottum og plantað ífláann vorið 2002:
Eyrarrós, baunagras, holtasóley, umfeðmingur, gulmaðra, giljaflækja, kattartunga og vallerta.
Vegagerð ríkisins styrkir þetta verkefhi.
Eftirverkun seinleystra- og hefðbundinna áburðarsalta er mæld árlega í tilraun, sem staðið
hefur síðan árið 1992. Tilraunaplantan er birki og er plöntuhæð mæld að vori og hausti.