Fréttablaðið - 26.11.2020, Síða 4
FERÐALÖG „Þar sem við fararstjórar
erum orðin langleið á þessu ástandi
og f lest komin með útþrá á hættu-
legu stigi, þá datt okkur í hug að það
væru kannski f leiri í sama pakka,“
segir Ágústa Sigrún Ágústsdóttir,
sem stýrir sýndarferðalagi um slóv-
ensku borgina Ljubljana í kvöld.
Viðburðurinn, sem haldinn er á
vegum ferðaskrifstofu Heimsferða,
felur í sér að þátttakendur skrá sig
á fjarskiptaforritinu Zoom og fylgj-
ast þar með myndskeiði þar sem
Ágústa útskýrir hvað hin ljúfa Lju-
bljana hefur upp á að bjóða.
Sýndarferðalagið er annað sinnar
tegundar, en fyrir tveimur vikum
leiddi Ágústa áhorfendur um Ver-
ónaborg á Ítalíu.
„Síðast komst ég yfir skemmtilegt
myndskeið af göngutúr í Veróna, en
ég lýsti honum eins og ég væri leið-
sögumaður í ferðinni,“ segir Ágústa.
„Við reynum að gera þetta eins og
alvöru ferðalag – við bjóðum fólk
velkomið og sýnum því hvert það
á að fara.“
Viðtökurnar á síðasta sýndar-
ferðalagi voru ansi góðar og þrátt
fyrir afföll, sem urðu vegna lands-
leiks Íslands gegn Ungverjalandi,
hlupu áhorfendur á hundruðum.
„Skráningin fór fram úr okkar villt-
ustu vonum,“ segir Ágústa.
„Sýndarferðalagið til Veróna átti
bara að vera stakur viðburður, en
eftir að við sáum áhugann ákváðum
við að halda þessu áfram á tveggja
vikna fresti til þess að sinna þeirri
eftirspurn sem við fundum fyrir.“
Þá fær einn heppinn áhorfandi
í hverju sýndarferðalagi f lugmiða
til útlanda næsta sumar, en Ágústa
segir að ekki sé hægt að vera með
neina bölsýni um utanlandsferðir á
næsta ári. Líta verði jákvætt á fram-
haldið þrátt fyrir erfiða tíma.
„Við reynum að taka þetta bara
á Pollýönnunni og göngum að því
gefnu að hlutirnir verði á sínum
stað þegar maður kemur næst,“
segir hún. „Auðvitað er nú þegar
búið að loka einhverjum af þeim
stöðum sem við tölum um í sýndar-
ferðalaginu, en það er aldrei að vita
hvað gerist næsta sumar.“
Næst verður ferðinni haldið aftur
til Ítalíu þar sem bæirnir við Garda-
vatn verða skoðaðir, en Heimsferðir
hafa einnig sett upp könnun til að
sjá hvert ferðasoltnir strandaglópar
vilja næst fara í sýndarveruleik-
anum.
Hægt er að nálgast upplýsingar
um sýndarferðalagið til Slóveníu og
þá viðburði sem fram undan eru hjá
Heimsferðum inni á Facebook-síðu
ferðaskrifstofunnar.
arnartomas@frettabladid.is
Við reynum að gera
þetta eins og alvöru
ferðalag – við bjóðum fólk
velkomið og sýnum því
hvert það á að
fara.
Ágústa Sigrún
Ágústsdóttir,
fararstjóri
Mikilvægt að gæta að eldvörnum
Rýmingaræfing var haldin í Höfðaborg í Borgartúni í gær í tilefni af Eldvarnadeginum. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra,
fékk að spreyta sig á að slökkva eld sem kveiktur var í potti á æfingunni. Þá fengu starfsmenn í húsinu sömuleiðis að prófa. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Bjóða sýndarferðalög
fyrir strandaglópa
Ágústa Sigrún Ágústsdóttir stýrir sýndarferðalögum um borgir í Evrópu þar
sem hún útskýrir umhverfi og staðhætti fyrir áhorfendum í gegnum Zoom.
Ljubljana er falleg borg og ein af leyndu perlum Evrópu. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
STJÓRNSÝSLA Fram kemur í þings-
ályktunartillögu um aðgerðir í
þágu sveitarfélaga vegna kóróna-
veirufaraldursins að fjármálasvið
borgarinnar telji fjárhagslegt högg
borgarsjóðs vegna faraldursins vera
meira en áður hafði verið áætlað.
Fjármálasvið borgarinnar telur
að Reykjavíkurborg þurfi 15 millj-
arða fjárframlag frá ríkinu á þessu
ári og 12 milljarða á því næsta.
Tekjufall hjá borgarsjóði vegna far-
aldursins er 12,5 milljarðar króna
það sem af er ári og útgjöld hafa
aukist um 2,6 milljarða.
Fram kom í umsögn um fjárlaga-
frumvarpið að fjárþörfin væri 11,1
milljarður.
Samkvæmt greiningu fjármála-
sviðs borgarinnar þurfa sveitar-
félögin í landinu að fá að minnsta
kosti 50 milljarða króna framlag
frá ríkinu á þessu ári og því næsta
vegna þeirra áhrifa sem faraldurinn
hefur haft. – hó
Sveitarfélögin
þurfa að fá 50
milljarða
SAMGÖNGUR Umferð um Hval-
fjarðargöng hrundi í fyrstu og
þriðju bylgju COVID-19 farald-
ursins. Þetta kemur fram í tölum
Vegagerðarinnar í svari við fyrir-
spurn Ingu Sæland, formanns
Flokks fólksins. Umferðin í janúar
og febrúar var eilítið minni í ár en í
fyrra, en í samræmi við umferðina
á árunum 2015 til 2018.
Í mars fór umferðin úr tæpum 7
þúsund bílum á dag árin á undan
niður í tæpa 5 þúsund bíla. Í apríl
fór umferðin niður í 4.300 bíla á dag
að meðaltali. Í sumar var umferðin
á pari við fyrri ár og fór upp í rúma
10 þúsund bíla á dag í júlí.
Í september fór umferðin svo
aftur minnkandi og var komin
niður í 5 þúsund bíla á dag í október,
sem er fækkun úr rúmum 7 þúsund
bílum á dag í sama mánuði árin á
undan. – ab
Minni umferð í
gegnum göngin
Gjaldfrjálst varð í göngin 2018, hefur
umferð um þau aukist eilítið síðan.
COVID-19 Alls greindust sjö manns
með kórónaveiruna innanlands
í fyrradag en af þeim voru aðeins
tveir í sóttkví við greiningu. Í gær
voru 176 í einangrun hér á landi.
45 lágu á spítala, þar af tveir á gjör-
gæslu með COVID-19.
Víðir Reynis son, yfir lög reglu-
þjónn almannavarna, greindist í
gær með COVID-19. Hann kveðst
vera einkennalaus.
Ekki megi gleyma hversu lævís
veiran geti verið. „Þetta er eins og
hvert annað verk efni. Það getur
hver sem er fengið þetta og hún
spyr ekki að neinu. Hún er læ vís
og lúmsk þessi veira, eins og við
höfum alltaf sagt. Þannig að maður
var undir búinn, eins og hver annar,
að geta fengið þetta,“ segir Víðir. – la
Ekki má
gleyma lævísi
veirunnar
Víðir er nú í einangrun.
2 6 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð