Fréttablaðið - 26.11.2020, Side 8

Fréttablaðið - 26.11.2020, Side 8
Tímapantanir á opticalstudio.is og í síma 511 5800 SMÁRALIND • HAFNARTORG • KEFLAVÍK Sjónmælingar eru okkar fag SKIPULAG Skipulags- og samgöngu- ráð Reykjavíkurborgar hefur sam- þykkt að auglýsa breytingu á deili- skipulagi Gufuness, vegna lóðanna við Jöfurbás 5 og 7. Lóðirnar eru í eigu GN Studios ehf. en eigandi þess er leikstjórinn Baltasar Kormákur. Um er að ræða talsverðar breyt- ingar, því lóðirnar eru stækkaðar og byggingarmagn á þeim eykst. Þá er hámarksfjöldi íbúða loks skil- greindur, en alls er leyfi til þess að skipuleggja samtals 151 íbúð á lóð- unum. Með breytingartillögunni fylgdi samþykki eigenda nærliggj- andi lóða, sem voru ánægðir með breytingarnar. Ekki voru þó allir sáttir. Borgar- ráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá við afgreiðslu málsins og létu bóka þá skoðun sína að mikil- vægt væri að jafnræðis væri gætt þegar gerðar væru breytingar á skilmálum uppbyggingaraðila, ekki síst þeirra sem hefðu verið valdir til verksins. Engar ákveðnar reglur um slíkar breytingar væru í gildi og rétt- ara væri að rýmka reglur almennt frekar en að koma með ívilnanir til einstakra aðila eftir á. Félag Baltasars keypti lóðir og byggingarrétt undir kvikmynda- þorp og íbúðir í lok árs 2017. Var kaupverðið 1,64 milljarðar króna og fékk Baltasar 10% afslátt . Gagnrýndu fulltrúar Sjálfstæðis- flokks og Framsóknar og flugvallar- vina söluna harðlega á sínum tíma. Töldu þeir að verðmæti lóðanna væri enn meira og töldu að hags- munum borgarbúa hefði verið betur gætt ef lóðirnar hefðu verið boðnar út, frekar en að samið hefði verið við einn ákveðinn aðila. Í byrjun árs 2020 framseldi félag Baltasars lóða- og byggingarrétt- indi sín til félagsins Gufunes fast- eignaþróun ehf., sem er dótturfélag Fasteignaþróunarfélagsins Spildu. Eigendur þess eru Arctica Finance hf. með 45,45% hlut, Anna Sig- ríður Arnardóttir með 27,27% hlut í gegnum félagið ASAP ehf. og Sig- ríður Bryndís Stefánsdóttir og Gísli Reynisson með 27,27% hlut í gegn- um félag sitt Hraunsvík ehf. – bþ Meira verður byggt á kvikmyndaþorpslóðum Baltasars Kormáks Skiptar skoðanir eru á byggingu á lóðum í eigu Baltasars Kormáks í Jöfurbási í Gufunesi. MYND/AÐSEND REYK JAVÍK Fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins í umhverfis- og heilbrigðis- ráði gagnrýndu harðlega vinnu- brögð Orkuveitu Reykjavíkur (OR) vegna tæmingar Árbæjarlóns á fundi ráðsins í gær og vilja að lónið verði fyllt á ný. Líkt og kom fram í blaðinu í gær vissu hvorki stjórnendur Nátt- úrufræðistofnunar né Umhverfis- stofnunar af tæmingu Árbæjarlóns fyrr en daginn sem hún var fram- kvæmd. Þá var íbúum ekki tilkynnt um ákvörðunina. OR ákvað, eftir ráðleggingar frá Hafrannsóknastofnun, Verkís og aðkomu Heilbrigðiseftirlits Reykja- víkur, að tæma lónið varanlega til að koma á náttúrulegu rennsli í gegnum stífluna svo fiskar gætu gengið þar upp. Var það gert þann 29. október. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, kom fyrir ráðið í gær. Í bókun full- trúa Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna segir að ákvarðanir verði alltaf betri ef þær séu teknar í sam- ráði og með samtali. Er þá vonast til að upplýsingaflæði milli OR og náttúruverndarráðs verði gjöfult í framtíðinni. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks segja ámælisvert að ekki hafi verið leitað eftir umsögn eftirlitsstofnana og íbúa. Kallaði Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisf lokks, eftir því að lónið yrði fyllt á ný þar til álit stofnananna lægi fyrir. Borgarráð hefur skipað stýrihóp sem vinnur að mótvægisaðgerðum í kjölfar tæmingar Árbæjarlóns. Fyrsti fundur verður á næstunni. – ab Vilja fylla lónið í Árbænum á ný Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins Hvorki Náttúrufræði- stofnun, Umhverfisstofnun né íbúum var tilkynnt um tæminguna. SAMFÉLAG Ný úrræðaleitarvél sam- takanna Minningarsjóðs Einars Darra – eitt líf, verður opnuð í dag á heimasíðu samtakanna. Úrræða- leitar vélin er rafrænn gagna- grunnur sem inniheldur lista yfir þau úrræði sem hægt er að leita til þegar vandasöm mál ber að garði sem varða eða tengjast geðheil- brigði, fíkn, of beldi, kynheilbrigði, félagsmálum eða fráfalli ástvinar. Úrræðaleitarvélina er að finna á heimasíðunni eittlif.is og segir á síðunni að hún henti bæði fólki í vanda og aðstandendum. Mæðgurnar Bára Tómasdóttir og Andrea Ýr Arnarsdóttir stofnuðu samtökin, eftir að sonur Báru og bróðir Andreu, Einar Darri Óskars- son, lést á heimili sínu eftir neyslu róandi lyfja, aðeins 18 ára gamall árið 2018. Þær segja úrræðaleitar- vélina vera fyrir samfélagið allt, en að þeirra áhersla sé að ná til ung- menna. „Við vonum að úrræðaleitar- vélin auki sýnileika þeirra úrræða sem eru nú þegar til staðar og auð- veldi ferlið að kynna sér viðeigandi úrræði þegar að vandasöm mál ber að garði. Spurningunum í úrræða- leitarvélinni er svarað í fyrstu per- sónu, þannig að ef verið er að leita að úrræði fyrir annan en okkur sjálf þá eru settar inn upplýsingar sem eiga við þann einstakling sem leitað er eftir úrræði fyrir,“ segir Andrea Ýr í samtali við Fréttablaðið. Bára segir að úrræðaleitarvélin hafi lengi verið hugmynd sem þær langaði að koma í framkvæmd. Hugmyndina hafi þær fengið frá samtölum sem þær áttu við fólk sem þær hittu í vinnunni, í kjöl- farið á fyrirlestrum sem þær héldu og í spjalli við ungmenni. „Gegnumgangandi hefur þar komið skýrt fram að fólk upplifi óöryggi um hvert sé hægt að leita ef vandasöm mál ber að garði og þau hafi einfaldlega ekki yfirsýn yfir þau úrræði sem til eru. Eftir að COVID-19 skall á ákváðum við að ráðast í þetta verkefni, þar sem við eins og svo margir aðrir höfum þurft að finna nýjar leiðir í starfi,“ segir Bára. lovisa@frettabladid.is Úrræðaleitarvél fyrir fólk í vanda Mæðgurnar Bára Tómasdóttir og Andrea Ýr Arnarsdóttir stofnuðu samtökin. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK MENNTAMÁL „Það er svolítið áhuga- vert að skólalóðirnar verða verri og verri eftir því sem skólastigið verður hærra,“ segir Elísabet Bjarnadóttir sem skrifaði BS-ritgerð í landslags- arkitektúr um skólalóðir sem heitir Grænar grundir. Saga, forsendur og hönnun grunnskólalóða. Þar kafaði Elísabet ofan í skóla- lóðir á Íslandi og komst að mörgu forvitnilegu. Ímynd skólalóða er almennt ekki góð. Þær eru sagðar gráar og óspennandi og er líkleg- asta ástæðan sagður strangur laga- rammi og hræðsluáróður í þjóð- félaginu, því fólk vill ekki að börnin slasist. Engin lög eru til um skóla- lóðir og vinnuramminn því mjög opinn. Grænar skólalóðir heyra til undantekninga og svo mætti lengi telja. „Ekki hef ég fundið heimildir sem sýna ótvírætt að grænkun sé byrjuð hér heima, þá á ég við verkefni eða sjóði sem styrkja grænkun, en greinilegt er að hugsunarhátturinn og aðferðafræðin er komin meðal kennara,“ skrifar Elísabet meðal annars í ritgerðinni. Hún bætti við að sennilega væri ástæða einhæfra skólalóða ekki sú að kennarar séu á móti breytingum, heldur sé það frekar kerfið. Í ritgerðinni kemur fram að þegar borgarstarfsmanni voru sýndar myndir frá leikvelli í Berlín, þar sem leikvellir og tæki eru mjög fjöl- breytt, var sagt að þessir leikvellir myndu tæplega standast öryggis- kröfur Íslendinga. Þá vitnar hún í Herdísi L. Storgaard, verkefnastjóra hjá Miðstöð slysavarna barna, sem benti á árið 2012 að einsleitni vall- anna hefði ekkert með öryggi að gera, heldur væri þetta bara hug- myndaskortur hjá hönnuðum og þeim sem að gerð lóðanna koma. Elísabet segir að lagaramminn hafi komið sér svolítið á óvart þegar hún skoðaði hann, því ekk- ert er til um skólalóðir í lögum og því er hægt að hafa vinnuramm- ann í kringum þær mjög opinn. „Það er eng in lág mark s- eða hámarksstærð, það er ekkert lág- mark eða hámark sem á að vera á skólalóðinni. En hún á að gefa f jölbreytt tækifæri til leikja og annarrar útivistar. En skólalóðin á að vera. Hún á að hafa gæði, ef la og ýta undir hreyfingu og hreysti, stuðla að alhliða þroska, velferð og menntun barnanna, en hvernig á að gera það? Það er ekkert til að vinna eftir. Sveitarfélögunum er í raun í sjálfsvald sett hvað þau setja á lóðirnar.“ Hún viðurkennir að hafa átt erfitt með að hætta að skoða lóð- irnar, en ritgerðin telur 125 blað- síður. Hún vill gjarnan gera meira og skoða allar skólalóðir landsins og hvað krakkarnir eru að gera á lóðunum. Hún vill allavega sjá að skólalóðir verði grænni og hlustað verði á þá sem hafa lært landslags- arkitektúr og aðra sem hafa þekk- ingu á sviðinu. „Grænkun skóla- lóða er frábær stefna sem ætti að taka af fullri alvöru. Það ætti að taka til fyrirmyndar bæði skóla og leikskóla sem eru komnir áleiðis í þessari þróun víðs vegar um heim. Fagfólk er nú þegar búið að taka saman ítarleg leiðbeiningarit fyrir náttúrulegri hönnun, svo ekki er þetta á byrjunarstigi. Hönnun með grænkun býður upp á óteljandi möguleika fyrir námsskrá og breytingar til góðs innan menntakerf isins. Mikil- vægt er að reyna að breyta hegðun barnanna okkar, opna nýjar víddir í umhverfi þeirra og hugsun, þær eru rótgrónar í mannskepnunni og ef til vill er það skorturinn á þessu sem veldur þeim heilsufarslegu vandamálum sem við eigum við að etja í dag,“ skrifar hún í lokin. benediktboas@frettabladid.is Kerfið hindrar grænar lóðir Skólalóðir hérlendis eru einsleitar og lítið er hlustað á landslagsarkitekta við hönnun þeirra. Lóðirnar versna eftir því sem skólastigið hækkar. Unglingar í dag leika sér helmingi minna úti en foreldrar þeirra. Flestir hugsa um skólalóðir sem frekar litlausar og leiðinlegar. Enda lítið grænt á þeim og kennarar þurfa því að fara út af skólalóðinni með nemendur sína. Lítið hefur verið hugsað út í skólalóðir undanfarin ár. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Græn skólalóð Græn skólalóð er lóð sem hefur lifandi og mismunandi lands- lag, hóla, hæðir og dældir, hún hefur bæði grá svæði og græn svæði, hún hefur mismunandi rými, mismunandi leiktæki og mismunandi möguleika til leikja svo sem fjölbreytta og auðuga innviði. Á henni getur verið útikennslustofa, kennslu- garður eða ræktunarsvæði af einhverju tagi, gróðurhús og jafnvel einhver dýr. 2 6 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.