Fréttablaðið - 26.11.2020, Page 12

Fréttablaðið - 26.11.2020, Page 12
BANDARÍKIN Ríkisstjórn Joes Biden, sem tekur við þann 20. janúar næst- komandi, er byrjuð að taka á sig mynd. Eins og við var búist leggur Biden áherslu á fjölbreytileika. Tveir af fimmtán ráðherrum voru kynntir til sögunnar á þriðjudag. Anthony Blinken mun gegna stöðu utanríkisráðherra. Hann hefur verið náinn bandamaður Bidens um áratuga skeið. Blinken var aðstoðarutanríkisráðherra undir lok forsetatíðar Baracks Obama, þegar Biden var varafor- seti. Talið er að Blinken muni beita sér fyrir alþjóðasamvinnu og milda samskiptin við hefðbundna banda- menn Bandaríkjanna á Vesturlönd- um og við Kína. Alejandro Mayorkas verður ráð- herra heimavarna. Hann er kúb- verskur að uppruna, gyðingur og fyrsti innf lytjandinn til þess að gegna þeirri stöðu. Hann hafði þó áður starfað í ráðuneytinu í emb- ættistíð Obama. Biden tilkynnti einnig skipun fimm einstaklinga til mikilvægra verkefna innan stjórnkerfisins. Helst ber að nefna starfsmanna- stjóra Hvíta hússins, eitt af valda- mestu embættunum. Biden valdi Ron Klain til starfans, en hann var starfsmannastjóri Bidens á fyrstu árum Obama-stjórnarinnar og var einn af helstu ráðgjöfum Bidens í kosningabaráttunni. Klain hefur einnig reynslu af því að takast á við farsóttir, en hann stýrði aðgerðum Bandaríkjanna til að takast á við ebólufaraldurinn í Vestur-Afríku árið 2014. Linda Thomas-Greenfield verður sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Hún hefur langa reynslu af utanríkismálum og meðal annars verið sendiherra í Líberíu. John Kerry, fyrrverandi utanríkisráðherra og forsetafram- bjóðandi, mun fara fyrir baráttu Bandaríkjanna gegn loftslags- vánni. Avril Haines verður yfir- maður leyniþjónustustofnana, fyrst kvenna, og Jake Sullivan verður þjóðaröryggisráðgjafi. Enn á eftir að fylla í þrettán ráð- herrastöður og sjö mikilvæg emb- ætti innan stjórnkerfisins, þar á meðal samskiptastjóra Hvíta hússins og yfirmann leyniþjónust- unnar, CIA. Talið er að Biden muni áfram huga að fjölbreytileika þegar þessar stöður verða fylltar. Stjórn- málaskýrendur eru vitaskuld fyrir nokkru byrjaðir að velta fyrir sér hverjir verði fyrir valinu. Talið er líklegt að Janet Yellen verði f jármálaráðherra, f y rst kvenna. Hún er 74 ára, dóttir pólskra innf lytjenda af gyðinga- ættum, og hefur mikla reynslu úr fjármálakerfinu. Á fyrra kjörtíma- bili Obama var hún varaseðla- bankastjóri og seðlabankastjóri á því síðara. Yellen er talin hafa átt stóran þátt í að snúa við stöðunni í efnahagsmálum eftir bankahrunið 2008. Rætt hefur verið um að Mich- ele Flournoy verði varnarmála- ráðherra, einnig fyrst kvenna. En Biden gæti þó mætt mótstöðu frá vinstri armi Demókrataflokksins. Flournoy hvatti Obama til afskipta af borgarastyrjöldinni í Líbíu þegar hún starfaði innan Pentagon. Ein allra mikilvægasta ráðherra- staðan sem Biden á eftir að skipa er heilbrigðisráðherrann. Talið er lík- legt að annaðhvort Michelle Lujan Grisham, ríkisstjóri Nýju-Mexíkó, eða Vivek Murthy, fyrrverandi landlæknir Bandaríkjanna, verði fyrir valinu. Lujan Grisham er af rómönskum ættum og Murthy af indverskum, en fæddur í Bretlandi. kristinnhaukur@frettabladid.is Biden leggur mikla áherslu á fjölbreytileika embættismanna Tvær ráðherrastöður og fimm mikilvæg embætti hafa þegar verið fyllt í nýrri ríkisstjórn Joes Biden sem tekur við embætti þann 20. janúar. Líklegt er að konur taki sæti í fjármálaráðuneytinu og varnarmálaráðu- neytinu í fyrsta skipti. Nýr starfsmannastjóri Hvíta hússins hefur áður tekist á við mannskæðar drepsóttir. Linda Thomas-Greenfield verður sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Pandamál þýskra veitingamanna Veitingamaður einn í miðborg Frankfurt í Þýskalandi brá á það ráð að fylla stað sinn af tusku-pandabjörnum þar sem hann mátti ekki hleypa fólki inn. En samkvæmt sóttvarnatakmörkunum í Þýskalandi mega veitingastaðir eingöngu selja mat og drykk út úr húsi. Þeir sem versla á þessum til- tekna stað geta keypt tuskupöndu á 150 evrur, eða rúmlega 24 þúsund krónur. Með því eru þeir að styrkja staðinn til að lifa af. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY ÍTALÍA Björgunarteymi, sem freist- aði þess að koma flóttamönnum til hjálpar sem féllu í sjóinn við eyjuna Lampedusa í Miðjarðarhafinu um síðustu helgi, fann tvo giftingar- hringi í sjónum í kjölfar slyssins. Hringirnir voru í bakpoka sem flaut í sjónum þakinn sjávarfangi. Í veikri von um að eigendur hring- anna væru á lífi og þeir myndu sjá skilaboðin, deildi björgunarfólkið myndum af hringunum á samfélags- miðlum og sendi myndir af þeim til kollega sinna á Ítalíu. Eftir að hafa spurst fyrir fundust réttir eigendur. Það voru hjón um tvítugt frá Alsír, Ahmed og Doudou, en nöfn þeirra voru grafiní hringana. Hjónin voru himinlifandi yfir að hafa endur- heimt hringana sem þau töldu vera glataða. Fimm einstaklingar létust í þessu slysi, þar af 18 mánaða ungbarn. Hjónin frá Alsír sem höfðu búið í Líbíu áður en þau lögðu á flótta til Evrópu, voru hins vegar hluti þeirra 15 sem komust lífs af. Það var veiði- maður sem kom hjónunum til bjarg- ar. Þau eru nú stödd í flóttamanna- búðum á Sikiley á Ítalíu. „Við bjuggumst ekki við því að finna eigendur hringanna en það var mjög gleðilegt þegar hringarnir komust í réttar hendur. Það var til- finningarík stund, en á sama tíma og þau glöddust mjög að fá hringana var þeim sorgin við að hafa orðið vitni að andláti fimm einstaklinga efst í huga,“ segir Ahmad Al Rousan, sem var einn þeirra sem hlúðu að þeim sem björguðust, í samtali við BBC. – hó Giftingarhringir skiluðu sér til eigendanna SAMFÉLAGSMIÐLAR Náttúrulífsunn- andinn David Attenborough hefur tilkynnt að hann sé hættur að setja efni inn á Instagram-reikning sinn, en hann var kominn með 6,2 millj- ónir fylgjenda á þeim stutta tíma sem hann var með virkan reikning. Þessi 94 ára gamli sjónvarps- maður skráði sig inn á Instagram í lok september síðastliðins, en síð- asta færsla hans var sett inn rúmum mánuði síðar. Ljóst er að þetta eru sorgartíðindi fyrir aðdáendur hans en fjórum klukkustundum eftir að Attenborough opnaði reikning sinn á Instagram voru fylgjendurnir orðnir ein milljón. Sá hraði á fylgjendafjölda í upp- hafi stofnunar Instagram-reiknings var met, en Attenborough skaut þar bandarísku leikkonunni Jennifer Aniston ref fyrir rass. Anniston þurfti rúmar fimm klukkustundir til þess að rjúfa milljóna múrinn. Enski leikarinn Rupert Grint sló svo met Attenboroughs um nokkrar mínútur. Attenborough sagðist hafa hrifist af þeim hugmyndum sem til hans höfðu borist og þeirri ástríðu fyrir náttúrunni sem hann hafi fundið í þeim skilaboðum sem hann hafi fengið í gegnum Instagram. Nú sé hins vegar rétt að hans mati að láta gott heita. Reikningurinn verði þó opinn áfram og mögulegt að skoða það efni sem þar er til staðar. – hó Attenborough staldraði stutt við á Instagram Fimm einstaklingar létust í slysinu, þar á meðal 18 mánaða ungbarn. Enn á eftir að fylla þrettán ráðherrastöður, þar á meðal fjármálaráðherra, heilbrigðisráðherra og varnarmálaráðherra. Attenborough fékk 6,2 milljónir fylgjenda á ör- skömmum tíma. 2 6 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.