Fréttablaðið - 26.11.2020, Page 24
Sjúkraliðar eru burðarstétt
í heilbrigðiskerfinu og eftir-
sóttir um land allt.
2 FYRIR 1
AF ÖLLUM SOKKUM
The European Council of Practical Nurses (EPN) eru Evrópusamtök sjúkraliða
og er Sjúkraliðafélag Íslands eitt
af aðildarfélögum þess. Markmið
samtakanna er meðal annars að
efla hagsmuni sjúkraliða í Evrópu.
Þann 26. nóvember ár hvert hafa
aðildarfélögin haldið upp á daginn
með margvíslegum hætti. Í ár er
þessi dagur í skugga óvenjulegra og
erfiðra tíma. COVID-faraldurinn
hefur lagst á heilbrigðiskerfið með
tilheyrandi álagi og markað djúp
spor hvarvetna um allt samfélagið.
Sjúkraliðar standa vaktina
Á vormánuðum kom COVID-far-
aldurinn, sem lagðist á heilbrigðis-
kerfið með slíkum þunga að efnt
var til bakvarðasveitar heilbrigðis-
starfsmanna. Um 230 sjúkraliðar
gáfu kost á sér til starfa. Á haust-
mánuðum blossaði COVID-farald-
urinn upp aftur af slíku afli að færa
þurfti Landspítalann á neyðarstig.
Bakvarðasveitin var virkjuð á ný
og voru sjúkraliðar ráðnir til starfa.
Þessir atburðir hafa, sem aldrei fyrr,
dregið fram mikilvægi framlags
sjúkraliða og sýnt að þeir eru alger-
lega ómissandi hlekkur í keðju heil-
brigðisþjónustunnar. Þegar reynir á
þanþol heilbrigðiskerfisins má sjá
að það gegnir hlutverki sínu. Það
virkar þegar allir leggja sig fram.
Teymisvinna
Heilbrigðisstarfsmenn um land allt
takast á við COVID-faraldurinn
með samhentu átaki svo að gang-
verk heilbrigðiskerf isins virki.
Þar hafa sjúkraliðar komið sterkir
inn og sýnt með störfum sínum
og færni að þeir eru reiðubúnir að
takast á við krefjandi aðstæður og
axla ábyrgð. Sjúkraliðar mæta við-
fangsefnum sínum af fagmennsku
og alúð, og sinna því sem kallað er
nærhjúkrun með sambærilegum
hætti og Florence Nightingale
gerði á sínum tíma. Vegna mönn-
unarvanda í heilbrigðiskerfinu hafa
stjórnendur víðast hvar áttað sig
betur á faglegri hæfni sjúkraliða til
að takast á við vandasöm verkefni.
Það eru sjúkraliðar sem skipa teym-
in ásamt hjúkrunarfræðingum, sem
í sameiningu sinna þeim veiku.
Sérhæft starfsnám
Í gegnum árin hefur færni sjúkra-
liða til að sinna umönnun og hjúkr-
un tekið miklum breytingum sam-
hliða gjörbreyttu námi, sem í dag er
þriggja ára krefjandi starfsnám sem
kennt er við framhaldsskólana. Þar
læra nemendur bóklegar og verkleg-
ar heilbrigðisgreinar auk sérgreina
í hjúkrun. Að námi loknu fá þeir
starfsleyfi frá Embætti landlæknis
og geta eftir útgáfu þeirra starfað
sem sjúkraliðar. Sjúkraliðar sækja
fram og nú er unnið markvisst að
mótun nýrra námsleiða við Háskól-
ann á Akureyri. Diplómanámspróf
fyrir sjúkraliða, sem mun í fram-
tíðinni veita þeim betri færni til að
takast á við sérhæfð hjúkrunarstörf,
samhliða aukinni ábyrgð.
Eftirsóttir um land allt
Sjúkraliðar eru burðarstétt í heil-
brigðiskerfinu og eftirsóttir um
land allt. Atvinnumöguleikar eru
því bæði miklir og óháðir búsetu.
Vinnustaðir þeirra eru á sjúkrahús-
um, hjúkrunarheimilum, heilsu-
gæslunni og öðrum heilbrigðis-
stofnunum, auk þess sem þeir eru
leiðandi vinnuafl í heimahjúkrun.
Á þessum Evrópudegi sjúkra-
liða vil ég þakka þeim vinnufram-
lagið, ósérhlífni við að sinna þeim
veiku, framúrskarandi þátttöku í
bak varðasveitinni og faglega sam-
vinnu og samskipti við aðrar heil-
brigðisstéttir. Ég er bæði hrærð og
stolt af því að eiga hlutdeild með
sjúkraliðum, þessari öflugu fagstétt,
og óska þeim innilega til hamingju
með EPN daginn.
EPN – Evrópudagur
sjúkraliða
Sandra B. Franks
formaður
Sjúkraliðafélags
Íslands
Uppvakningur
Ragnar Þór
Ingólfsson
formaður VR
Sólveig Anna
Jónsdóttir
formaður
Eflingar
Samtök atvinnulífsins hafa sett fram tillögur sínar um ýmsar breytingar á íslensku samfélagi
undir heitinu „Höldum áfram“. Þar
er meðal annars reynt að vekja
upp draug Salek-samkomulagsins.
Salek-samkomulaginu hefur verið
hafnað að athuguðu máli og er það
ekki grunnur til framtíðarskip-
unar íslenskra vinnumarkaðsmála.
Hvers vegna er það?
Ein ástæða þess að Salek-sam-
komulagið gengur ekki upp á
Íslandi er að það felur í sér inn-
leiðingu á vinnumarkaðsmódeli
að fyrirmynd Norðurlandanna án
þess að taka tillit til þeirra sterku
félagslegu réttinda og velferðarúr-
ræða sem tryggð hafa verið þar.
Væri SA alvara með því að vilja
fara leið Norðurlandanna í vinnu-
markaðsmálum ættu þau fyrst að
beita sér fyrir því að á Íslandi verði
tekið upp öf lugt barnabótakerfi,
húsnæðisstuðningur (meðal ann-
ars með stóraukinni þátttöku hins
opinbera í uppbyggingu félagslegs
leiguhúsnæðis), tekjuskattur og
fjármagnstekjuskattur líkt og tíðk-
ast í Noregi, Svíþjóð og Danmörku.
Fróðlegt verður að sjá hvort slíkar
tillögur berast úr ranni SA.
Önnur ástæða þess að Salek hefur
verið hafnað er að samkomulagið
gengur út á að afnema í reynd sjálf-
stæðan samningsrétt almennings
á Íslandi um kjör. Þess í stað yrði
launasetning sett í hendur sérfræð-
inganefnda og valdheimildir Ríkis-
sáttasemjara til að skikka launafólk
undir úrskurði þeirra stórauknar.
SA kalla þannig eftir eins konar
afturhvarfi til haftatímans, þegar
nefndir á vegum hins opinbera
stýrðu verðlagi með tilskipunum.
Sú spurning vaknar hvort SA vilji
einnig að slík miðstýring verði
tekin upp til að stjórna annarri
verðmyndun, til dæmis á fast-
eignamarkaði og á varningi í stór-
mörkuðum. Að minnsta kosti blasir
við að launafólk mun ekki undir-
gangast slíka stýringu nema sams
konar bönd verði sett á aðra geira
hagkerfisins.
Þriðja ástæðan til að gjalda var-
hug við hugmyndum SA um aukna
miðstýringu í kjarasamningagerð
er að SA hafa sjálf ekki virt þá mið-
lægu kjarasamninga sem hafa
verið gerðir á Íslandi nýlega. Dæmi
um það er Lífskjarasamningurinn
sem undirritaður var vorið 2019
þar sem kveðið er á um krónutölu-
hækkanir og sérstakar hækkanir
lægstu launa. Aðildarfélög ASÍ og
f lest önnur stéttarfélög hafa undir-
gengist að fylgja hugmyndafræði
Lífskjarasamningsins um þessi
atriði.
Hins vegar hefur framfylgd á
grunnhugmyndafræði Lífskjara-
samningsins verið mjög ábóta-
vant hjá Samtökum atvinnulífsins.
Þar má nefna andstöðu SA við að
krónutöluhækkanir samningsins
skili sér í heilu lagi til starfsstétta
á borð við f lugfreyjur og starfsfólk
í álverum. Með þessari afstöðu
sinni hafa SA skert mjög eigin trú-
verðugleika, sem rödd samkvæmni
og aukinnar miðstýringar í kjara-
samningagerð.
Fjórða ástæðan til að hafna
Salek er að samkomulagið veitir
enga tryggingu fyrir sanngirni.
Fullur skilningur er á því innan
verkalýðshreyfingarinnar að nafn-
launahækkanir einar og sér eru
berskjaldaðar fyrir áhrifum verð-
lagsþróunar, og því getur verið
skynsamlegt að stilla nafnlauna-
hækkunum í hóf, sé aukning kaup-
máttar og ráðstöfunartekna betur
tryggð með öðrum leiðum. Slíkri
nálgun þarf þó augljóslega að fylgja
raunveruleg trygging gegn því að
hálauna- og stóreignastéttir sem
eru óbundnar af kjarasamningum
noti tækifærið til að skammta sér
óeðlilegan viðbótarskerf af verð-
mætasköpun samfélagsins. Engin
slík trygging fylgir Salek-samkomu-
laginu.
Áherslan á hófsamari nafnlauna-
hækkanir og aukinn aga í kjara-
samningsgerð sem innleidd var
með Þjóðarsáttinni um 1990, leiddi
til stóraukins ójöfnuðar meðal
Íslendinga, bæði mælt í tekjum og
eignum áratugina á eftir. Auk þess
stórhækkaði skattbyrði láglauna-
fólks í samanburði við tekjuhærri
hópa. Slík ójafnaðaraukning er ekki
aðeins ósanngjörn heldur skapar
hættu á efnahagslegum stórslysum
á borð við fjármálahrunið 2008, en
það var bein afleiðing af taumlausri
uppsöfnun auðs á fárra hendur.
Tekið skal undir yfirlýsingu SA
um vilja til að „deila því sem er
til skiptanna með sanngjörnum
hætti“. Hins vegar er ekki hægt að
horfa fram hjá því að í framkvæmd
hefur aukin miðstýring og hömlun
nafnlaunahækkana í kjarasamn-
ingagerð ekki náð þessu markmiði.
SA þurfa því að leggja fram betur
ígrundaðar hugmyndir ætli þau
að ná samstöðu milli aðila vinnu-
markaðarins um leiðir að þessu
markmiði.
Á heildina litið eiga hugmyndir
SA um framtíðarskipun vinnu-
markaðsmála í anda Salek-sam-
komulagsins hvorki erindi við
raunveruleikann né framtíðina.
Á heildina litið eiga hug-
myndir SA um framtíðar-
skipun vinnumarkaðsmála í
anda Salek-samkomulagsins
hvorki erindi við raunveru-
leikann né framtíðina.
Upp úr seinni heimsstyrjöld-inni beitti stjórnmálafólk í Evrópu sér fyrir öf lugra
alþjóðasamstarfi og á sama tíma var
mikið rætt um aukið Norðurlanda-
samstarf. Sameinuðu þjóðirnar voru
stofnaðar árið 1945 og Evrópuráðið
fylgdi í kjölfarið, en fyrstu skref voru
þar með tekin að stofnun Evrópu-
sambandsins. Norðurlandaráð var
stofnað árið 1952 en það gerðist ekki
þrautalaust.
Nor r æ n a þi ng m a n n a s a m -
bandið var forveri Norðurlanda-
ráðs, stofnað árið 1906. Það var eins
konar svæðisbundin undirsamtök
Alþjóðaþingmannasambandsins
(IPU). Ísland átti aðild að Norræna
þingmannasambandinu frá 1926.
Í tengslum við Alþingishátíðina
1930 var þingið í fyrsta sinn haldið
á Íslandi. Síðan stóð til að halda
þingið aftur á Íslandið árið 1940 en
því var auðvitað aflýst. Það eru því
80 ár liðin síðan aflýsa varð norrænu
þingi á Íslandi.
Finnar bætast í hópinn
Allt fram til ársins 1949 hafði stjórn-
málafólk reynt að skapa skandina-
vískt varnarbandalag en það tókst
ekki þar sem Danmörk, Ísland og
Noregur kusu aðild að varnar-
bandalagi vestrænna ríkja, Norður-
Atlantshafsbandalaginu NATO. Í lok
fimmta áratugar síðustu aldar gerðu
Danmörk, Noregur og Svíþjóð til-
raun til að stofna samþætt tolla- og
efnahagsbandalag en þær tilraunir
tókust ekki. Eftir þessar misheppn-
uðu tilraunir dró þó til tíðinda árið
1951 þegar Hans Hedtoft, forsætis-
ráðherra Danmerkur, lagði fram á
fulltrúafundi Norræna þingmanna-
sambandsins að stofnaður yrði vett-
vangur þar sem norrænir þingmenn
hittust reglulega til samráðs með
norrænum stjórnvöldum. Úr varð
að Danmörk, Ísland, Noregur og Sví-
þjóð samþykktu tillöguna árið 1952.
Fyrsta þing ráðsins var haldið
þann 13. febrúar árið 1953 í Krist-
jánsborgarhöll í Danmörku og var
Hans Hedtoft kosinn fyrsti forseti
ráðsins. Finnland slóst í hópinn
þremur árum eftir stofnun ráðsins
og þó að Finnar hafi ekki tekið form-
lega þátt fyrstu árin voru ákvæði í
reglum ráðsins þess efnis að fulltrú-
ar finnskra stjórnvalda og finnska
þjóðþingsins gætu tekið þátt ef þeir
óskuðu þess. Þar með var norræni
hópurinn fullskipaður.
Samstillt átak skilar árangri
Formennskuár Íslands í Norður-
landaráði hefur verið óvenjulegt,
en lausnamiðuð nálgun og tæknin
hefur gert ráðinu kleift að halda úti
öflugu samstarfi. Mæting ráðherra
á fundi Norðurlandaráðs í þing-
vikunni var mjög góð, umræðurnar
líflegar og gagnlegar að okkar mati.
Einnig var afar ánægjulegt og
ákveðin viðurkenning á mikilvægi
Norðurlandaráðs í alþjóðlegu sam-
hengi, að Antonio Guterres, fram-
kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna,
kom á fund Norðurlandaráðs og for-
sætisráðherra Norðurlanda.
Við getum alltaf gert betur
Á fundum Norðurlandaráðs og ráð-
herra kom í ljós að ráðið taldi að
norrænt samstarf hefði brugðist í
kórónu veirufaraldrinum en ráðherr-
ar voru á öndverðum meiði. Norður-
landaráð hefur samþykkt stefnu
um samfélagslegt öryggi og telur að
þörf sé á umbótum um aukinn, sam-
eiginlegan viðbúnað. Heimurinn er
síbreytilegur og því hlýtur það að
vera hlutverk norræns samstarfs að
endurskoða sig í sífellu og leita leiða
til að styrkja samstarfið enn frekar
og ekki síst að vera til fyrirmyndar
á heimsvísu á þeim sviðum sem
Norðurlönd standa sterk. Saman
erum við alltaf sterkari.
Saman erum við sterkari
Silja Dögg
Gunnarsdóttir
forseti Norður-
landaráðs
Oddný
Harðardóttir
varaforseti
Norðurlanda-
ráðs
2 6 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R22 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð