Fréttablaðið - 26.11.2020, Page 40
Þar sem bíllinn kemur á upp-færðr i útgáf u af CMF- C undirvagninum sem einnig er
undir sumum Renault og Mitsubishi
bílum, verður engin tengiltvinn-
útgáfa í boði til að byrja með. Þess í
stað verður sett áhersla á raf bílinn
Ariya sem er nokkurs konar systur-
bíll Qashqai.
Myndirnar sýna bílinn nokkuð
vel þrátt fyrir felubúninginn og
það má sjá svipaðar breytingar og á
Nissan Juke, ásamt tilvísana í IMQ
tilraunabílinn sem sýndur var í Genf
í fyrra. V-laga grill og þunn aðalljós
með v-lagi verða áberandi að fram-
an. Bíllinn er svipaður að stærð og
fyrri kynslóð en hjólhafið er 20 mm
lengra til að bæta fótarými. Bíllinn
er einnig hærri en áður og farangurs-
rými 45 lítrum stærra en áður.
Tvær aflútfærslur
Meðal breytinga er endurhönnuð
fjöðrun ásamt meiri notkun á sterk-
ara hágæðastáli sem er 41% stífara
en áður. Komnir eru endurhann-
aðir MacPherson turnar og á fjór-
hjóladrifsútgáfunni verður fjölliða
fjöðrun að aftan, ásamt 20 tommu
álfelgum. Einnig hefur stýrisgangur
bílsins verið endurhannaður með
meira viðbragð í huga. Bensínvélin
sem verður í bílnum er 1,3 lítra
með tveimur aflútfærslum, auk 12
volta tvinnkerfis. Er vélin annað
hvort 136 eða 153 hestöfl og hægt
verður að velja um beinskiptingu
eða CVT sjálfskiptingu. Nýja e-
Power útgáfan verður 185 hestöf l
en frekari upplýsingar eru ekki um
hana enn þá.
Aukinn öryggisbúnaður verður í
boði, eins og hliðarvörn sem grípur
í stýrið ef bíllinn er á leið í veg fyrir
bíl á næstu akrein. Einnig verður
meiri búnaður eins og umferðar-
merkjalesari, sem hægir á bílnum
ef skriðstillir bílsins er virkur.
Vinsæll frá upphafi
Nissan Qashqai hefur verið vinsæll
síðan sala á honum hófst árið 2007
og þá einnig á Íslandi. Alls hafa yfir
þrjár milljónir eintaka verið seld frá
upphafi og þrátt fyrir að önnur kyn-
slóðin sé komin á tíma seldist hún
samt í 235.000 eintökum í Evrópu
í fyrra. Bíllinn verður líkt og áður
smíðaður í verksmiðju Nissan í Sun-
derland í Bretlandi.
Er Nissan nýlega búið að setja
400 milljónir punda í endurbætur
á verksmiðjunni. Búast má við
nýjum Qashqai til Íslands um mitt
næsta ár.
BÍLAR
Ný Evrópuvottun á bíla-viðgerðum er nú í boði á Íslandi, en hún tryggir fulla
árekstravörn, ótakmarkaða verk-
smiðjuábyrgð og þriggja ára ábyrgð
á tjónaviðgerðum. Áhersla á aukna
neytendavernd og áframhaldandi
verksmiðjuábyrgð á bílum eftir
tjónaviðgerð, eru lykilþættir í evr-
ópska gæðastaðlinum Eurogarant,
sem vottað hefur fyrsta verkstæðið
á Íslandi. Á annan tug verkstæða
hérlendis vinnur að því að fá sams
konar vottun.
Félag réttinga- og málningarverk-
stæða (FRM) telur vottunina nauð-
syn til að tryggja öryggi í greininni.
„Nýleg dæmi sanna að fólk getur
keypt vel útlítandi bíl sem er stór-
skemmdur, nærri verðlaus og jafn-
vel hættulegur. Við eigum f lest
börn í umferðinni og þessi staðall
snýst um að bílar séu áfram 100%
öruggir og í ábyrgð eftir að tjón er
lagfært,“ segir Kristmundur Árna-
son, framkvæmdastjóri Bílastjörn-
unnar, fyrsta fyrirtækis á Íslandi til
að fá Eurogarant-vottun. „Ný tækni
og efni eru að umbylta bílafram-
leiðslu og fækka dauðaslysum. Við-
gerðartæknin hefur líka gjörbreyst.
Eurogarant endurspeglar þörfina á
að uppfæra gæða- og eftirlitskerfi í
bílaviðgerðum í átt að því sem tíðk-
ast í f lugvélaheiminum, að fara eftir
ítrustu kröfum framleiðenda.“ segir
Ragnar Geir Gíslason, formaður
Félags réttinga- og málningarverk-
stæða.
Þriggja ára ábyrgð
Prófanir í Þýskalandi og Svíþjóð
sýna að röng rétting á B-bita, sem
veitir vörn fyrir hliðarárekstri,
getur helmingað styrk bitans, sem
getur valdið banaslysum. Þá er yfir-
bygging bíla hönnuð þannig að hún
dragi í sig högg og loks þurfa loft-
púðar að blásast út á réttum tíma
til að veita fulla vörn við árekstur.
Röng rétting getur dregið úr högg-
þoli yfirbyggingar og virkni loft-
púða með lífshættulegum afleiðing-
um. Eurogarant-vottun á að tryggja
að viðgerð sé í samræmi við ítrustu
kröfur bílaframleiðanda. Hæstirétt-
ur Þýskalands komst að þeirri nið-
urstöðu árið 2010 að réttingavinna
á Eurogarant vottuðu verkstæði sé
jafngild því sem bílaframleiðendur
krefjast af umboðsverkstæðum og
tryggi því áframhaldandi verksmið-
juábyrgð framleiðanda. Eurogarant
verkstæði veitir þriggja ára ábyrgð á
tjónaviðgerðum, eða einu ári lengur
en neytendalög á Íslandi krefjast.
Fyrsta Eurogarant-vottunin hérlendis
Fyrsta Eurogarant-vottunin á Íslandi afhent. Torfi Þórðarson, stjórnar-
maður FRM, Félags réttinga- og málningarverkstæða, Stefán Magnússon,
BSI á Íslandi, og Kristmundur Árnason hjá Bílastjörnunni í Grafarvogi.
Honda hefur fengið leyf i japanskra yfirvalda til að framleiða bíl með þriðja
stigs sjálfsaksturstækni. Það er í
fyrsta skipti sem bifreið með þeirri
tækni er leyfð til aksturs í venjulegri
umferð. Honda er því fyrsti bíla-
framleiðandinn til að fá að fjölda-
framleiða bíl búinn þessari tækni.
Þriðja stigs sjálfsaksturstæknin
verður prófuð í fólksbílnum Honda
Legend og stefnir japanski bílafram-
leiðandinn að því að bíllinn komi á
markað í mars á næsta ári. Honda
Legend verður þannig fær um að
taka sjálfvirkt fram úr öðrum bílum
í þungri umferð.
Kerfið hjá Honda ber heitið Traffic
Jam Pilot. Tæknistig sjálfsaksturs-
bíla eru fimm og er Honda Legend
eins og áður með þriðja stigs sjálf-
virkni, en stig fimm þýðir að bíll-
inn sé alsjálfvirkur. Nokkrir bíla-
framleiðendur, meðal annars Tesla
og General Motors eru komin með
2 stigs sjálfvirkni í sína bíla, sem
þýðir að Honda er komið fremst allra
framleiðenda í þessari tækni.
Honda fær þriðja stig í sjálfsaksturstækni
Honda Legend er fyrsti bíllinn til að vera með þriðja stigs sjálfvirkni, sem gerir hann alveg sjálfvirkan í akstri.
Um þessar mundir eru 70 ár frá því Land Cruiser kom til sög-unnar og af því tilefni ætlar
Toyota á Íslandi að bjóða veglegan
70 ára afmælispakka með öllum
nýjum Land Cruiser 150. Um leið er
bíllinn kynntur með nýrri útgáfu
af 2,8 lítra dísilvélinni sem fengið
hefur aflaukningu um 27 hestöfl.
Eins og bílaprófari Fréttablaðs-
ins reyndi á dögunum munar um
minna í krafti, því að núna kemst
bíllinn niður fyrir 10 sekúndna
markið í upptaki. Er nýja gerðin
einnig með endurforritaðri sjálf-
skiptingu og bíllinn miklu betri í
akstri fyrir vikið og notar meira
gírana, í stað þess að skipta sér of
f ljótt upp til að spara eldsneyti.
Pakkinn sem Toyota er með í boði
fyrir afmælisárið inniheldur 33
tommu breytingu með dekkjum og
felgum, hliðarlista, hlífar á stuðara,
krómlista á afturhlera og krómstút
á púst. Er verðmæti pakkans um
950.000 kr.
Afmælispakki með aflmeiri vél
Talsverð breyting verður á bílnum í akstri með nýju vélinni sem er 27 hest-
öflum aflmeiri og finnst það vel á upptakinu og betri skiptingum.
Nýr Nissan Qashqai fær tvinntækni
Framendinn er mest breyttur með hvössu ljósunum frá Nissan Juke og V-laga grillinu, sem gefa ákveðnari svip.
Farangursrýmið er 45 lítrum stærra,
en bíllinn hærri og hjólhafið meira.
Nissan hefur sent frá sér opin-
berar myndir af næstu kynslóð
Qashqai um leið og merkið
tilkynnti að hætt yrði við dísil-
vélarnar í bílnum. Þess í stað
verður bíllinn boðinn með
litlum bensínvélum í tvinnút-
færslu eða í e-Power útgáfu. Sá
bíll er raf bíll sem notar bensín-
vél til að hlaða rafhlöðuna.
Honda Legend með
þriðja stigs sjálfsaksturs-
tækni verður að öllum
líkindum kominn á markað
í mars á næsta ári.
Njáll
Gunnlaugsson
njall@frettabladid.is
2 6 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R30 B Í L A R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð