Fréttablaðið - 26.11.2020, Page 41

Fréttablaðið - 26.11.2020, Page 41
Með kærri kveðju, Eyjólfur Pálsson, STOFNANDI EPAL Á undanförnum vikum hef ég gengið um miðbæinn og dáðst að þeim mikla fjölda hönnuða, listafólks og hönnunarverslana sem gæða hann lífi. Frá keramík og gullsmíði að fata- og skóhönnun: Ótal dæmi um magnaða og fjölbreytta íslenska hönnun. Á þessum gönguferðum, þegar ég ætti í raun að vera að vinna að heiman vegna faraldurs, stoppa ég gjarnan og spjalla við hönnuðina og listafólkið og fæ að heyra söguna á bak við vörur sem grípa augað. Vegna heimsfaraldurs eru færri á ferð um hjarta borgarinnar og því hvet ég alla til að klæða sig vel, setja upp grímurnar og rölta um okkar fallega miðbæ í hæfilegri sóttvarnarfjarlægð frá næsta manni. Upplifa menninguna og kíkja inn í verslanir, gallerí og vinnustofur og spjalla við fólkið sem höndlar með hönnunarvörur og kaupa síðan einstakar gjafir með sögu. Það verður að segjast eins og er að í miðbænum er líka töluvert um misheppnaðar litasamsetningar og því mun ég hvetja til þess að útbúin verði litapalletta sem getur leiðbeint væntanlegum húsamálurum. Með því væri hægt að gera bæinn okkar enn meira aðlaðandi í fallegu samspili lita og forma. Ég hvet okkur öll til að standa saman þessi jól og gefa vinum og ættingjum fallega íslenska list eða hönnunarvöru með sögu. Þannig getum við tryggt að þegar við göngum um gamla miðbæinn okkar á næstu aðventu verður þessi fjársjóður enn til staðar og mun halda áfram að vaxa, dafna og gleðja okkur á komandi árum... og vonandi í fallega lituðu umhverfi! Jólagjöf með sögu

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.