Fréttablaðið - 26.11.2020, Qupperneq 48
ÉG KEYRÐI Í
RAUN OG
VERU BARA
UM EINS OG
ROBERT DE
NIRO Í TAXI
DRIVER.
Hrifningaralda skall á samfélagsmiðl-um á þriðjudaginn þegar myndband Frosta Jóns Run-ólfssonar við Sum-
arið sem aldrei kom, nýtt lag með
Jónsa kenndum við Sigur Rós, kom
fyrir almannasjónir.
„Sko. Þetta er drungalegt og til-
komumikið lag hjá Jónsa. En vídjó-
ið sem Frosti Jón Runólfsson gerir
er með eftirminnilegri íslenskum
kvikmyndaverkum sem ég hef séð,“
sagði Illugi Jökulsson um mynd-
bandið á Facebook, svo dæmi sé
tekið.
„Ég er rosalega glaður með mót-
tökurnar. Ég fer inn í allt með ótta
um að klúðra því en það er bara
hollt viðmót held ég,“ segir Frosti í
samtali við Fréttablaðið. „Þetta var
eiginlega alveg ótrúlegt og ótrúlega
skemmtilegt við þetta verkefni að
hann Jónsi var svo elskulegur að
hann treysti mér bara fullkomlega
í þetta. Hann sagði mér auðvitað
eitthvað smá hvað hann vildi og svo
sendi hann mig bara af stað.“
Eins og í Taxi Driver
Myndbandið er um sjö mínútur og
þar renna saman undir lagi Jónsa
atriði með alls konar fólki í sorg og
gleði. Í ljósi og skuggum. „Ég reyndi
að vera bara sem minnst fyrir fólki
og leyfa því að vera það sjálft,“ segir
Frosti sem fann persónur og leik-
endur einfaldlega á förnum vegi.
„Þetta var það opið og skemmti-
legt verkefni að ég keyrði í raun og
veru bara um eins og Robert De
Niro í Taxi Driver. Bara eitthvað
að njósna. Sjá hvað ég myndi finna
og svo sá ég eitthvað áhugavert og
svona, þú veist, vatt mér upp að
fólki og spurði hvort ég mætti taka
myndir af því. Og oftar en ekki var
því bara vel tekið.“
Djúpt snortinn
Frosti segir utangarðsfólkið, sem
setur sterkan svip á myndbandið,
hafa tekið honum sérstaklega vel.
„Það kom á óvart og var svolítið fal-
legt. Í nokkrum tilvikum var bara
sagt: „Að sjálfsögðu. Bara takk fyrir
að taka eftir mér.“ Það snerti mann
djúpt,“ segir Frosti um ósýnilega
fólkið sem margir kjósa að horfa
fram hjá eða í gegnum.
„Þau eru beint fyrir framan
okkur og það er ótrúlega skrýtið
að við hlúum ekki betur hvort að
öðru í svona litlu samfélagi eins og
okkar. Til dæmis bara þetta að ná
augnsambandi við fólk og bjóða
góðan daginn,“ heldur Frosti áfram
og leggur áherslu á hversu þakk-
látur hann er. „Mig langar rosalega
mikið til að þakka þessu fólki sem
leyfði mér að mynda sig. Þessu fal-
lega og opna fólki.“
Ólafur Kristjánsson
(fæddur 1969, látinn 2020)
Ólafur Kristjánsson stjórnar meðal
annars veðrinu með tilþrifum í
myndbandinu og setur sterkan
svip sinn á það. „Ég var við tökur í
september og svo lést hann Ólafur
í október á meðan ég var að klippa
það. Þetta var alveg hrikalega sorg-
legt,“ segir Frosti.
Þórsteinn Sigurðsson ljósmynd-
ari leiddi þá Ólaf og Frosta saman
og myndaði þá síðan í tökunum.
„Ég hringdi í hann af því að ég vissi
að hann þekkti Óla svo rosalega
Bara takk fyrir að taka eftir mér
Myndband Frosta Jóns Runólfssonar við lagið Sumarið sem aldrei kom eftir Jónsa í Sigur Rós hefur vakið mikla
hrifningu og athygli. Leikstjórinn segist hafa reynt að leyfa fólkinu sem þar dansar og öskrar að vera það sjálft.
Ólafur stýrir
veðrinu með til-
þrifum en hann
lést á meðan
Frosti var að
klippa mynd-
bandið.
MYNDIR/
ÞÓRSTEINN
SIGURÐSSON
„ … og á meðan
ég var að taka
upp þá smellti
Þórsteinn
af nokkrum
myndum. Sem
betur fer. Þetta
eru myndir sem
mér þykir rosa-
lega vænt um
að eiga,“ segir
Frosti.
„Þórsteinn kom með mér og við vorum þarna saman þrír …,“ segir Frosti um tökurnar með Ólafi en ljósmyndarinn leiddi Frosta á fund veðurmannsins.
Frosti segist ákaflega þakklátur öllu
því opna og fallega fólki sem leyfði
honum að festa sig á filmu.
vel. Hann gerði ljósmyndabókina
Container Society um gámasam-
félagið og hann var svo góður að
hleypa mér að sínu fólki. Annars
hefði Óli örugglega aldrei tekið í
mál að leyfa mér að taka sig upp.
Litbrigði lífsins
Annars var þetta bara alger djass
þessar tökur sem gerir líka klippi-
ferlið bæði skemmtilegt og snúið og
þegar ég fer út og tek upp þá er ég í
raun og veru bara að safna litum í
pallettuna. Eins og málari eða eitt-
hvað og svo þegar ég byrja að klippa
þá er ég bara með alla þessa liti og
er að prófa allt.
Og svo gerist það oft í klippi-
ferlinu að það smellur bara eitt-
hvað í hausnum á manni og maður
sér þetta allt fyrir sér og þá kemur
léttirinn. Það eru alls konar lit-
brigði þarna í myndbandinu. Þetta
er náttúrlega allt fallegt fyrir mér
en það eru börn í fimleikum, fólk
að dansa og svona,“ segir Frosti og
bendir á að í myndbandinu kallist
ljósir og dökkir litir á.
toti@frettabladid.is
2 6 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R38 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
LÍFIÐ