Fréttablaðið - 26.11.2020, Side 50
ÉG VAR OG ER SVO
ÓTRÚLEGA VISS UM AÐ
ÞETTA SÉ NÁKVÆMLEGA ÞAÐ
SEM ÉG Á AÐ GERA Í LÍFINU
AKKÚRAT ÞESSA STUNDINA,
ÞANNIG AÐ ÞAÐ ER ÁKVEÐINN
LÉTTIR AÐ SLEPPA TAKI AF
SKÖPUNARVERKINU.
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050:
Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson, hlynur@frettabladid.is , Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is
FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson
jonivar@frettabladid.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@
frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is
SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT
METSÖLULISTI EYMUNDSSON
18.11.20 - 24.11.20
1 2
5 6
7 8
109
43
Orri óstöðvandi -
Bókin hennar Möggu Messi
Bjarni Fritzson
Bráðin
Yrsa Sigurðardóttir
Vetrarmein
Ragnar Jónasson
Þagnarmúr
Arnaldur Indriðason
Dýralíf
Auður Ava Ólafsdóttir
Gata mæðranna
Kristín Marja Baldursdóttir
Snerting
Ólafur Jóhann Ólafsson
Fjarvera þín er myrkur
Jón Kalman Stefánsson
Jól í Sumareldhúsi Flóru
Jenny Colgan
Fávitar
Sólborg Guðbrandsdóttir
Nú á dögunum kom ú r f y r st a plat a ísfirsku söngkon-unnar Salóme Katr-ínar Magnúsdóttur, Water.
„Þetta er sem sagt EP-plata. Það
þýðir að hún er lengri en smáskífa,
styttri en breiðskífa. Hún saman-
stendur af fimm lögum sem ég
samdi, reyndar eru þetta fyrstu
lögin sem ég hef samið,“ segir Sal-
óme.
Upptökur hófust sumarið 2019
og þeim lauk í vor. Það kemur fjöl-
margt fólk að gerð plötunnar og
segist Salóme vera því óendanlega
þakklát fyrir það allt.
„Ég hafði lokið f lestum upp-
tökum áður en COVID skarst í leik-
inn og því hafði veiran fræga aðeins
áhrif á útgáfuna sjálfa, frekar en
innihaldið. Upprunalega hafði ég
ráðgert að platan kæmi út vorið
2020, með tilheyrandi útgáfutón-
leikum og fjöri til þess að fagna
henni. Þess í stað kom hún hljóð-
lega á netið síðasta föstudag, 20.
nóvember. Eftir á að hyggja held ég
að í raun hafi það verið fullkominn
tími. Ég vil nefnilega trúa því að allt
sem gerist, eigi að gerast,“ segir hún.
Umkringd hæfileikafólki
Salóme segist fyrst og fremst fá inn-
blástur frá eigin tilfinningum, fólk-
inu í kringum um sig og umhverfi
sínu.
„Svo hlusta ég líka á ótrúlega
mikið af tónlist og dreg mikinn
kjark og innblástur þaðan. Til að
nefna plötur sem hafa haft hvað
mest áhrif á mig og mína sköpun
eru til að mynda plöturnar Party og
Designer eftir Aldous Harding, Milk
Eyed Mender eftir Joanna Newsom,
allt safnið hennar Kate Bush sem
og allt safn kanadísku tónlistar-
konunnar Feist, Soviet Kitsch og
Begin to Hope eftir Reginu Spektor.
Svo dái ég líka fullt af fólki sem er að
gera tónlist í kringum mig um þess-
ar mundir. Það er magnað að vera
umkringd mörgu hæfileikafólki og
það veitir mér kannski mestan inn-
blástur af öllu þegar ég virkilega
hugsa mig um,“ segir Salóme.
Hún segir drauminn um að semja
og gefa út eigin tónlist lengi hafa
blundað í sér.
„Ég vissi alltaf að einhverju marki
að það væri þangað sem leið mín
lægi. Ég er bara á svolítið hægu
tempói og hef alltaf verið. Fyrsta
lagið sem ég samdi heitir Else-
where. Það læddist út úr kollinum
á mér einn haustdag árið 2017. Þá
var eins og stífla brysti og Water er
afraksturinn.“
Tilfinningar og vatnið
Salóme viðurkennir að það hafi
vissulega verið örlítið stressandi að
gefa loksins út sín eigin verk.
„En ég hafði fengið langan tíma
til þess að venjast tilhugsuninni.
Ég var og er svo ótrúlega viss um
að þetta sé nákvæmlega það sem
ég á að gera í lífinu akkúrat þessa
stundina, þannig að það er ákveð-
inn léttir að sleppa taki af sköp-
unarverkinu. Nú get ég byrjað að
skapa meira,“ segir hún.
Hún segir lögin á plötunni ná að
fanga f lest allt sem hún hefur verið
að upplifa og hugsa síðustu árin.
„Platan er eins konar tímalína á
einhvern óútskýranlegan hátt. Hún
byrjar á laginu The End og endar á
laginu Water sem er nýjasta lagið
á plötunni og nær að binda saman
allt það sem hin lögin fjalla um.
Þetta er plata um tilfinningar og
vatn er eins og tilfinningar að svo
mörgu leyti. Vatn er alls staðar.
Vatn er lífsnauðsynlegt og á sama
tíma lífshættulegt. Það mótast af
umhverfi sínu og umhverfið mót-
ast af því. Sjórinn verður úfinn og
sjórinn verður spegilsléttur.“
Stefnir á fleiri plötur
Water mun koma út á vínyl á næstu
vikum og þá stefnir Salóme á að
efna til veislu.
„Tíminn einn mun leiða í ljós
hvernig því verður háttað. Ég fékk
magnað listafólk til liðs við mig við
að skapa umgjörðina um vínylinn
en ljósmyndarinn Kata Jóhann-
ess tók kápumyndina, listakonan
Gabríela Friðriks gerði verk sem
munu skreyta umslagið og víny-
linn sjálfan og grafíski hönnuður-
inn Anton Kaldal sá svo um að setja
þetta allt saman og gera plötuna
að vönduðum og eigulegum grip,“
segir hún.
Salóme stefnir á að gefa út
tónlistarmyndband við titillag
plötunnar á næstunni með Kötu
Jóhanness og listakonunni Moniku
Kiburytė.
„Svo langar mig auðvitað til þess
að skipuleggja alls konar tónleika-
ferðir og viðburði sem geta hjálpað
fólki að heyra þessa plötu. Því ég vil
að fólk heyri þessa plötu, ég held
það gæti fílað hana. Og svo ætla ég
að gera f leiri plötur. Fullt af þeim.“
Water er hægt að nálgast á öllum
helstu streymisveitum. Vínylútgáf-
an verður svo fáanleg í öllum helstu
plötuverslunum innan skamms.
steingerdur@frettabladid.is
Léttir að sleppa taki
af sköpunarverkinu
Salóme Katrín viðurkennir að það hafi verið stressandi að gefa
út sína fyrstu plötu, Water. Hún segir lögin mynda óútskýranlega
tímalínu af því sem hún hefur upplifað og hugsað um síðustu árin.
Upptökum á Water var lokið áður en heimsfaraldurinn skall á en hann tafði þó útgáfuna. MYND/KATA JÓHANNESS
2 6 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R40 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð