Rit Búvísindadeildar - 15.06.1996, Blaðsíða 10

Rit Búvísindadeildar - 15.06.1996, Blaðsíða 10
Eftirtaldir bændur voru þátttakendur í verkefninu: Jóhann Oddsson, Steinum Ásbjöm Sigurgeirsson, Ásbjarnarstöðum Jón Þór Jónasson, Hjarðarholti Skúli Kristjónsson, Svignaskarði Ámi Ingvarsson, Skarði Ármann Bjamason, Kjalvararstöðum Halldór Sigurðsson, Þorvaldsstöðum Ólafur Guðmundsson, Sámsstöðum Kristján Axelsson, Bakkakoti Eiríkur Á. Brynjúlfsson, Brúarlandi Guðbjartur Gunnarsson, Hjarðarfelli Alls var slátrað fimm sinnum, 15. desember, 3. febrúar, 10. mars, 23. mars og 4. maí. Kjötið var aðallega sett á markað í Reykjavík (Hagkaup) en þó var hluti seldur í Borgamesi. Seldist allt kjötið og virðist sem neytendur kunni að meta þessa nýjung, en þó mun frekari kynningar þörf, eigi að setja vemlegt magn af þessu kjöti á markað. SKIPULAG OG FRAMKVÆMD Val lamba og meðhöndlun þeirra Bændum vom veittar frjálsar hendur um val lamba í þetta verkefni en þó var mælst til að þau væm á bilinu 20 - 35 kg á fæti við upphaf tilraunar og heilbrigð. Eins og áður segir vora tveir bændur beðnir um að vigta fóður í lömbin og taka heysýni til að reyna að meta það fóður sem til framleiðslunnar fór. Mælst var til þess að lömbin væru höfð sér í stíu (sarnan í hóp) svo að annað fé gæti ekki étið frá þeim. Síðan skyldi það fóður sem í lömbin færi vigtað einn dag í viku, heysýni tekið og reynt að áætla eða vigta þær leifar sem lömbin myndu skilja eftir. Ekki var búið til sérstakt fóðurplan fyrir þessi lömb heldur var bændunum heimilt að fóðra lömbin eins og þeir töldu æskilegast. Þó var bent á að tryggja yrði lömbunum næga orku og þá ekki síður prótein til að þau myndu vaxa sem hraðast. Einnig vom þeir beðnir um að meta vinnu við hirðingu og fóðmn lambanna. Hinum níu var boðið upp á að skrá ýmsar gagnlegar upplýsingar til dæmis varðandi fóðrun og hirðingu lambanna, ef þeir hefðu áhuga á. Þeim var gefinn kostur á að senda inn tvö heysýni hverjum. Þess skal getið hér að einungis komu vigtartölur fyrir lífþunga lamba frá þessum bændum og var misjafnt hve oft þeir höfðu vigtað þau. 2

x

Rit Búvísindadeildar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.