Rit Búvísindadeildar - 15.06.1996, Blaðsíða 15

Rit Búvísindadeildar - 15.06.1996, Blaðsíða 15
Lömb á bæ 1 (mynd 1) hafa bersýnilega farið hægt af stað svo tekið kipp, síðan hægt á sér í janúar en uppfrá því hafa þau vaxið nokkuð jafnt. Afturkippurinn í janúar stafar líklega að hluta af heldur lakara fóðri. Erfitt er að segja til um af hverju hópur 4 dregst svona aítur úr en trúlega er þar um að ræða lömb sem framan af hafa þjáðst af einhverjum krankleika en síðan náð að komast á réttan kjöl. Mynd I. Vöxtur sláturlamba ábcenr.l. Vöxtur lamba á bæ 2 (mynd 2) er mun jafnari yfir tímabilið. Lítill munur er á hópum 2 og 3 enda munar ekki mörgum dögum í förgun. Það skal og tekið fram að ekki var alltaf hægt að senda öll innleggs- hæf lömb þar sem sláturhús og verslanir tóku við takmörkuðum fjölda og varð því að dreifa sláturlömbum á bæina. Lakasti hópurinn virt- ist vaxa í nokkuð jöfnu hlutfalli við hina hóp- ana. Lömb á bæ 2 voru vigtuð í október og höfðu þau léttst nokkuð frá þeim tíma til 23. nóvember sem kemur til af versnandi beit er líður á haustið og þeim fóðurbreyt- ingum sem verða við hýsingu. Mynd 2. Vöxtur sláturlamba á bæ nr. 2. -—a— l.sláturh. — 2.sláturti. X— — 3.sláturh. —*— 4,slátutti. a— 1 .sláturti. ~ 2-StáíUlt!. X— - 3.sláturti. 'ic 4.siáturti. 7

x

Rit Búvísindadeildar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.