Rit Búvísindadeildar - 15.06.1996, Blaðsíða 31

Rit Búvísindadeildar - 15.06.1996, Blaðsíða 31
skrokkana (kjötið) seni dilkakjöt eða kjöt af fullorðnu. Það gerði líka erfitt fynr að allflestir bændur vildu heldur leggja inn á fullvirðisrétt sinn strax um haustið. Þessi mál leystust. Var t.d. ákveðið að eftir áramót skyldi kjötið reiknað í fullvirðisrétt sem kjöt af fullorðnu. Fóðrun lambanna Bændumir vom sjálfir ábyrgir fyrir fóðrun og fóðuráætlunum. Verkefnistjóri ræddi við bænduma um það leyti sem verkefnið fór af stað. Þar var m.a. farið yfir hugsanlega próteinþörf miðað við að ná hámarksvexti og bent á möguleika til að koma vexti smálamba af stað. Öllum þátttakendum var boðið að senda heysýni til efnagreiningar. Að öðm leyti fóru bændumir eftir eigin venjum og möguleikum við fóðrun og hirðingu. Önnur frarnkvœmdaatriði Bændumir sáu sjálfir um að koma lömbunum í sláturhús en eftir það bar slátur- húsið, Afurðasvið K.B., ábyrgð gagnvart bændunum, eins og venja er. Félag Sauðfjárbænda hafði með höndum milligöngu og samningsgerð við sláturhúsið. Á nokkmm bæjum var lökustu lömbunum gefið fjölvítamín, ætlað til að koma vextinum af stað. Þetta hefur verið gert við svipaðar aðstæður. (Sveinn Hallgrímsson 1983). FÓÐURKOSTNAÐUR, MAT OG UTREIKNINGAR Fóðurkostnaður lambanna er tvennskonar: a) Viðhaldsfóður. b) Fóður til vaxtar. Til er ógrynni rannsókna um viðhaldsþörf sauðfjár, (Nedkvitne 1978). Þær rannsóknir sýna að viðhaldsþarfir eru minni við innifóðmn, en ef kindin gengurúti. Talið er að eftirfarandi formúla lýsi þörfinni fyrir orku hvað best: Viðhaldsþörf = KVn | Þar sem: K er stuðull V er þungi gripsins og Þessi formúla er rétt innan vissra marka, og gefur nokkuð nákvæma þörf Þungi Fóðurþarfir kg FE 25 0,34 35 0,41 45 0,50 55 0,60 17

x

Rit Búvísindadeildar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.