Rit Búvísindadeildar - 15.06.1996, Blaðsíða 9

Rit Búvísindadeildar - 15.06.1996, Blaðsíða 9
INNGANGUR Hausíið 1993 sóttu Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Afurðastöð KB í Borgarnesi, Bændaskólinn á Hvanneyri og Bændaskólinn á Hólum saman um fjárveitingu til fagráðs sauðfjárræktarinnar til rannsókna varðandi framleiðslu fersks lambakjöts. Verkefnið ber yfirskriftina "Framleiðsla á fersku lambakjöti" og skiptist það í eftirfarandi undirverkefni: 1. Bætt flokkun feitra sláturlamba. Keldnaholt. 2. Haust og vetrarfóðrun sláturlamba a) Hópfóðrun á Hvanneyri b) Hópfóðrun hjá bændum í Borgarfirði c) Einstaklingsfóðrun á Keldnaholti d) Hópfóðrun á Hólum 3. Gæðamælingai' og bragðprófanir, samstarf við sláturleyfishafa, verkefnisstjóm. 4. Sölu- og kynningarmál. Áætlaður verktími þessara verkefna er 1993-1994. Hér á eftir verður vikið að þeim hluta verkefnisins sem viðkom bændum í Borgarfírði og reyndar víðar, og var á vegum Bændaskólans á Hvanneyri. Það ber einnig að nefna að Guðmundur Sigurðsson ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Borgarfjarðar aðstoðaði undirritaða við mat á lömbum fyrir og eftir slátrun og kann ég honum bestu þakkir fyrir sem og öðmm sem komu að þessu verkefni. Hér er um að ræða framhald á verkefni Sveins Hallgrímssonar "Síslátrun vorlamba" sem gerð var grein fyrir í Frey veturinn 1994 (Sveinn Hallgrímsson, 1994 a & b). Að þessu sinni skráðu tveir bændur í Stafholtstungum, Ásbjöm Sigurgeirsson á Ásbjarnarstöðum og Jóhann Oddsson á Steinum niður upplýsingar um fóðumotkun lamba sinna sem slátrað var um veturinn. Auk þessara tveggja vom 9 bændur í verkefninu. Þeim var frjálst að skrá frekari upplýsingar og að senda inn tvö heysýni. 1

x

Rit Búvísindadeildar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.