Rit Búvísindadeildar - 15.06.1996, Blaðsíða 17

Rit Búvísindadeildar - 15.06.1996, Blaðsíða 17
Þurrefnisát lamba á bæ 2 er sum tímabilin allt að því þriðjungi meira. TruJega em þessar tölur heldur ofáætlaðar og að auki vom á móti lömbunum á jötu hrntar og lambgimbrar og má gera ráð fyrir að það skekki niðurstöður nokkuð. Samkvæmt fóðurtöflu í Handbók bænda (1993) þá skortir lömbin hvorki orku né prótein. Tafla 5. Fóðrun sláíurlamba á bœ 2. Lömbum skipt upp í hópa eftir förgunardögum þeirra. Upplýsingar um hey- og fóðurbœtisgjöf á lamb (kg þe eða kg og FE) og kostnað. Framleiðslukostnaður á heyi er samkvæmt útreilcningum Hagþjónustu landbúnaðaiins (Handbók Bænda 1994). Þar er um að ræða áætíaðan framleiðslukostnað á heyi fyrir árið 1993. Inn í útreikninga em teknir kostnaðarliðir sem hægt er að áætla með góðu móti og heimfæra beint upp á heyskapinn þ.e. breytilegur kostnaður, afskriftir og fjármagnskostnaður af tilheyrandi vélum, ræktun og bein laun fyrir vimiu við tún. Ekki var tekið tillit til gæða heyjanna né markaðsvirðis. Kostnaður er miðaður við kg þurrefnis. Framleiðslukostnaður á rúlluheyi fyrir árið 1993 er 15,42 kr/kg þe. og bundið þurrhey 14,03 kr/kg þe. Munur á fóðurkostnaði kemur að mestu til vegna mismikils þurrefnis í heyinu en einnig er nokkur munur á fóðurbætiskostnaði á lamb. í þessu samhengi er athygli vert að skoða hvað lömbin borga fyrir hverja fóðureiningu, sjá síðar í textanum. Hagkvæmni framleiðslunnar í töflum 6 og 7 gefur að líta útreikninga á hagkvæmni þessarar framleiðslu. Verð á kjöti, gæm og innmat er miðað við verðlagsgmndvöll sauðfjárafurða 1. september 1993 (Handbók bænda 1994). Til að meta upphaflegt verðmæti lambsins var fundinn fallþungi þess í upphafi útfrá lífþunga og kjötprósentu lamba sem vom í tilraun á Hvanneyri veturinn áður. Hún var hluti sameiginlega verkefnisins .tFramleiðsla á fersku lambakjöti" (Hópfóðmn á Hvanneyri, sjá inngang). Notuð var kjötprósenta viðmiðunarlióps þeirrar tilraunar. Lömb sem reyndust vera á bilinu 9-12 kg í falli vom flokkuð í DII (ríflega 77% lambanna) en léttari lömb í DIII (tæp 13%). Tíu prósent fóru í DIA. 9

x

Rit Búvísindadeildar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.