Rit Búvísindadeildar - 15.06.1996, Blaðsíða 30

Rit Búvísindadeildar - 15.06.1996, Blaðsíða 30
SKIPULAG OG FRAMKVÆMD Á fyrstu fundum var ákveðið að koma upp verkefnisstjóm sem í vora: Sveinn Hallgrímsson, kennari, Hvanneyri, Ásbjöm Sigurgeirsson, bóndi, Ásbjarnarstöðum, Gunnar Guðmundsson, forstöðumaður Afurðasviðs KB. Jafnframt var Sveinn Hallgrímsson ráðinn verkefnisstjóri. Á fundum verkefnisstjómar og fundum með þátttakendum komu upp margvísleg vandamál, varðandi fullvirðisrétt o.fl. en þau leystust öll farsællega. Til að ná markmiðum sem sett voru var eftirfarandi verkáætlun samþykkt: 1. Verkefnisstjóri heimsækir alla þátttakendur í upphafi og ræðir um skipulag, tilgang og framkvæmd verksins og skoðar lömbin sem ætluð eru í verkefnið. 2. Aftur verður farið í heimsókn og lömb metin fyrir hverja slátrun. 3. Á lifandi lömbum verða eftirfarandi eiginleikar metnir. * Hold á baki - metin og niðurstaða gefin í stigum. * Lærahold - metin og gefin stig. * Fita - metin með átaki á síðu u.þ.b. þar sem fita er mæld á skrokkunum. (Sigurgeir Þorgeirsson 1991). * Lömb vegin í upphafi og við hvert mat eða slátrun. 4. Metið skal hvort lambið er "sláturhæft" út frá ofannefndum tölum. Við einkunnagjöf var notaður einkunnaskali frá 1 til 5 með möguleika á + og - (frá 1, 1+...5- og 5) alls 13 möguleikum. Lambið var talið sláturhæft við einkunnir frá 3- til 5 fyrir bak og læri, frá 2+ til 4 fyrir fitu, annars of magurt eða of feitt. (Sveínn Hallgrímsson 1983) 5. Öll lömb sem ekki náðu mati verði látin bíða til næstu slátrunar. Þá skulu lömb aftur metin á sama hátt. 6. Skrokkamir metnir eins og venjulega en síðan gefin eftirfarandi stig: * Fyrir holdfyllingu í baki og á herðum. * Fyrir holdfyllingu í lærum. Hér er þó í raun um mat á lærum og mölum að ræða. * Mæld fituþykkt í mm ofan á þriðja aftasta rifbeini. Fallþungi var skráður fyrir hvert fall og númer lesin á íömbum fyrir slátrun. Ýmis tæknileg vandamál komu upp s.s. mat á kjöti í fullvirðisrétt, talning inn á forðagæsluskýrslur m.m. Félag sauðfjárbænda tók á sig mikla vinnu við úrlausn þessara mála, auk þess sem tíma tók að fá úr því skorið hvort meta ætti 16

x

Rit Búvísindadeildar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.