Rit Búvísindadeildar - 15.06.1996, Blaðsíða 20

Rit Búvísindadeildar - 15.06.1996, Blaðsíða 20
hliðstæða greiðslu í samræmi við geymslutíma lifandi lamba sem slátrað er innan greiðsiumarks. Þetta er þáttur sem þarf að athuga. Auk þessa má benda á að þar sem miðað er við að selja þetta kjöt ferskt ætti kostnaður vegna frystingar að falía niður og sláturkostnaður þar af leiðandi að lækka eitthvað. Verð fyrir gæru og ull verður einnig að skoða. Samkvæmt upplýsingum frá Landbúnaðarráðuneytinu þá ætti ekki að borga niðurgreiðslur á ull af lömbum sem send eru í sláturhús og eru innan greiðslumarks. Miðað við núverandi aðstæður er augljóslega hagkvæmast að framleiða lömb sem fara í DIA strax uin haustið, en þar sem ávallt er eitthvað af smálömbum (lambgimbrartvílembingar, þrílembingar o.s.frv.), þá er það engin spuming hvort hagkvæmara er að leggja lömbin inn um leið og þau verða innleggshæf (DIA) heldur en að ala þau fram eftir vetri. Það er nokkuð Ijóst að einhverjar breytingar þarf að gera í tengslum við þessa framleiðslu ef hún á að verða fýsilegur kostur fyrir bændur. En þá er það spumingin, eru neytendur tilbúnir að borga hærra verð fyrir ferskt lambakjöt? Hvað emm við þá að tala um stóran markað? Einnig er spuming hvort möguleiki sé á að flytja út ferskt kjöt á nægjanlega háu verði. Erfitt er að segja til um framhaldið þar sem óvissutímar era framundan í sauðfjárrækt. Þessi gögn verða þó til staðar og má vel heimfæra þau upp á nýjar aðstæður. 12

x

Rit Búvísindadeildar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.