Rit Búvísindadeildar - 15.06.1996, Blaðsíða 18

Rit Búvísindadeildar - 15.06.1996, Blaðsíða 18
Tafla 6. Útreikningar á hagkvæmni framleiðslunnar hjá bónda 1. Vextir voru reiknaðir á upphaflegt verðmæti lambanna og var miðað við meðalraunvexti á verðtryggðri bankabók sem bundin er í eitt ár fyrir síðastliðið ár 1993 og reyndust vextimir vera 4,5% samkvæmt upplýsingum hjá Seðlabanka íslands. Ekki voru reiknaðir vextir fyrr en eftir 15. des (1. förgun ) þar sem það er löggiltur síðasti útborgunardagur afurðastöðva til bænda fyrir þeirra innlegg. Það skal ennfremur tekið fram að bændur seldu ull af þessum lömbum og kemur það sem hrein viðbót (ca 450 kr/lamb). Ullin var ekki tekin inn í dæmið því bændur fengu fullt verð fyrir gærur þar sem þær voru innan greiðslumarks þó svo að ekki væri hægt að koma þeim í verð sökum þess að þær voru rúnar. En samkvæmt upplýsingum frá Landbúnaðarráðuneyti þá ættu bændur að fá borgað heimsmarkaðsverð fyrir þessa ull en engar niðurgreiðslur. Tafla 7. Útreikningar á hagkvœmni framleiðslunnar hjá bónda 2. Lömbin uxu að jafnaði meira hjá bónda 2 heldur en bónda 1. Hærri fóðurkostnaður saxar þó nokkuð á endanlegan hagnað. En ef við lítum til þess hvað lömbin borga fyrir fóðureininguna þá hefur bóndi 1 betur fyrir sláturhóp 2 og 3 sem kemur til af nokkuð færri FE á lamb. Hagnaður bændanna er sú upphæð sem þeir hafa til að borga sjálfum sér laun fyrir vinnuna við lömbin og e.t.v. húsaleigu fyrir lömbin. 10

x

Rit Búvísindadeildar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.