Rit Búvísindadeildar - 15.06.1996, Blaðsíða 19

Rit Búvísindadeildar - 15.06.1996, Blaðsíða 19
UMRÆÐUR Eins og áður hefur verið greint frá þá er hér um að ræða einn lið sameiginlegs verkefnis „Framleiðsla á fersku lambakjöti". Það má þó segja að hér sé um að ræða framhald á verkefni Sveins Hallgrímssonar „Síslátrun vorlamba" nema að þessu sinni var lögð áhersla á að fá gögn um fóðrun Iamba hjá bændum til að reyna að sjá hvað fer af fóðri í svona lömb hjá bændum. Þó svo að ekki hafi verið fengnir fleiri bændur tii verksins en tveir þá gefur það viðbótarupplýsingar við þær fóðurmælingar sem gerðar voru á Hvanneyri, Hólum og á Keldnaholti. Mat á sláturhæfni lamba gekk nokkuð vel og verður það að teljast vel viðunandi árangur að einungis eitt lamb féll niður um flokk af 200 og ber því saman við niðurstöður Sveins Hallgrímssonar. Þó voru gerðar nokkrar breytingar á mati lifandi lamba í tengslum við síðufítu og stigun læra og mala eins og áður hefur verið greint frá. Það er því ljóst að mjög auðveldlega má meta sláturhæfni lamba á fæti og er eðlilegast að bændur geri það sjálfir í framtíðinni og taki ábyrgð á því mati. Ekki var talin ástæða til að draga mjög sterkar ályktanir um gildi fóðrunai' lambanna enda ekki tilgangur þessa verkefnis og vart skynsamlegt þar sem gögnin eru ekki nægjanlega nákvæm til þess enda þeim hlutum gerð skil í öðrum liðum sameiginlega verkefnisins. Af gögnunum má þó sjá hversu mikið fóður lömbin fengu að magni til og efnalega séð í stórum dráttum og reikna útfrá því fóðurkostnað. Fóðurkostnaðurinn reyndist nokkuð hár og skal tekið fram að framleiðsíukostnaður heys er mjög breytilegur frá einum bónda til annars og verður hver og einn að ákvarða það í sínu tilfelli til að meta hagnað af framleiðsiu sem þessari. Það má einnig hugsa sér að taka einvörðungu breytilegan kostnað við heyöflun inn í dæmið á þeim forsendum að ekki þurfi að festa kaup í viðbótar búnaði til að framleiða þetta hey við það lækkar verðið heldur, en um þetta eru skiptar skoðanir. Það verður að teljast ókostur að ekki skuli vera tekið mið af heygæðum við útreikninga á framleiðslukostnaði heysins, en það er góðu heyi í óhag, því það er nú einu sinni svo að því betra sem heyið er þeim mun ódýrara er það. Augljóst er að fóðrunarkostnaður er allnokkur og þáttur sem vert er að veita athygli. Til framleiðslu sem þessarar þýðir þó ekki að spara fóður því það er forsenda hagnaðar að lömbin auki kjötþunga sinn sem mest og því hæpinn spamaður að skera fóður við nögl. Það þarf því að gefa lömbunum efnaríkt og lystugt hey fyrst og fremst til að fá sem hraðastan vöxt. Fjárhagslegur hagnaður bændanna af þessari framleiðslu getur vart talist hár og nokkuð lægri en útreikningar Sveins Hallgrímssonar gáfu til kynna enda ekki sömu forsendur. Til að þessi framleiðsla verði eftirsóknarverð fyrir bændur þá er hætt við að einhverjar breytingar verði að gera. Þó svo að hér sé um að ræða lömb sem verið er að bata, hækka um verðflokk, þá dugar sú verðmætaaukning ekki nægjanlega til að vega upp fóðurkostnaðinn og annan kostnað sem þessari framleiðslu fylgir. Það má í raun segja að verið sé að flytja birgðahald til bænda. Ríkið greiðir vaxta- og geymslukostnað af því kjöti sem fellur til í sláturtíð og má segja að bændur sem framleiða ferskt kjöt ættu að fá 11

x

Rit Búvísindadeildar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.