Rit Búvísindadeildar - 15.06.1996, Blaðsíða 16

Rit Búvísindadeildar - 15.06.1996, Blaðsíða 16
Fóðrun Eins og áður er getið þá var ekki iögð fram nein fóðuráætlun fyrir lömb þeirra félaga, heldur fóðruðu þeir þau að eigin geðþótta. Bóndi 1 fóðraði lömb sín á rúlluheyi eingöngu sem var slegið uppúr miðjum júlímánuði og síðari hluta hans ýmist af gömlu túni, endurræktuðu túni, nýlegu túni eða nýrækt og há að hluta sem var slegin 10. september. Þurrefnisinnihald heysýna var að meðaltali um 58%, efnainnihald reyndist vera að meðaltali 0,66 FE/kg þe. og 112 gr meltanlegt prótein/kg þe. Einnig var lömbum gefin hápróteinblanda og fiskimjöl. Bóndí 2 gaf hins vegar þurrheysbagga. Slegið var um miðjan júlímánuð og var um að ræða sáðgresi að megninu til (ca. 80%). Einungis eitt heysýni var tekið eftir áramótin og reyndist það innihalda 0,71 FE/kg þe og 125 gr meltanlegt prótein/kg þe. Þurrefniprósenta heysins var 91%. Það hefði óneitanlega verið æskilegt að taka fleiri sýni. Þetta hey sem lömbunum var gefíð var talið mjög gott og líkt að gæðum. Lömbunum var einnig gefið fiskimjöl. í töflum 4 og 5 má sjá ýmsar upplýsingar um fóðrun þessara lamba. Enn og aftur er lömbunum skipt upp í sláturhópa eftir förgunardögum og meðaltöl hvers hóps látin duga. Tafla 4. Fóðrun sláturlamba á bœ 1. Lömbum skipt upp í hópa eftir förgunardögum þeirra. Upplýsingar um hey- og fódurbætisgjöf á lamb (kg þe eða kg og FE) og kostnað. Slátur- Tfmabil Fjöldi Rúlfu hey F óðurbæl ir 'AIIS hópur (báðirdag. lamba Þe.óWamb þe.át/lamb FE/ :;:;>Kr.7 v Teg. Kg/lamb FE/ | Kr. / ; KR. / meðtaldlr) alls (kg) ádag(kg) lamb lamb lamb iamb: LAMB 1 12.11-14.12 35 29,74 0,90 20,16 458,6 :? flíSfeJtj 458,6' , 1i! •,«l’ <J c* 11 2 15.12-9.03 30 119,93 1,02 77,73 1849,3 Hápr.blTFiskm. 3,57/1,55 4,94 180,6 2029.9 3 10.03 - 22.03 15 135,76 1,04 87,66 2093,4 Hápr.biTFískm. 3,57/2,25 5,58 203,2 2296,6 4 23.03 - 3.05 5 190,99 1,10 124,81 2945 1 Hápr.bliFiskm. 3.57/4,30 7,45 269.4 3214,5 Þurrefnisát lambanna á dag jókst er leið á vetur samfara auknum þunga. Ekki eru til neinar íslenskar fóðurtöflur fyrir lömb á þessu aldursskeiði og til sláturlamba- framleiðslu og því erfitt að segja til um hvað er rétt eða röng fóðmn. En það stendur nú til bóta og er einn tilgangur hins sameiginlega verkefnis n Framleiðsla á fersku lambakjöti" að finna fóðurþarfir þessara lamba. Samkvæmt Handbók bænda (1993) þá er talið að 40 kg gemlingur þurfi 0,7 FE á dag og 70 gr af meltanlegu próteini til vaxtar og viðhalds. Ef taka skal mið af þessum fóðurþörfum skorti lömbin aldrei prótein en hugsanlega orku á fyrsta tímabilinu (0,6 FE/dag) á móti kemur þó að lömbin vom nokkuð innan við 30 kg á fæti að meðaltali. 8

x

Rit Búvísindadeildar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.