Rit Búvísindadeildar - 15.06.1996, Blaðsíða 41

Rit Búvísindadeildar - 15.06.1996, Blaðsíða 41
SAMANDREGNAR NIÐURSTÖÐUR * Lömb af öllum stærðum, en þó aðallega smálömb og síð bomingar uxu allt að 19 kg á lifandi þunga að meðaltali. Ætla má að þau hafi einnig batnað um 1 - 3 gæðaflokka. Vöxtur einstaka lamba, var upp í 25 kg (á 174 dögum). * Smálömb og afturúrkreistinga tókst að fá vöxt í. Fjölvítamín virtist hafa góð áhrif til að koma vextinum af stað í smáiömbunum. * Flestir bændumir notuðu nær eingöngu hey. Sumir gáfu próteinblöndu eða prótínríkan fóðurbæti. Þeir fengu hraðari vöxt, enda þótt heygæðin skipti hér, eins og ævinlega, miklu máli. * Vel tókst að meta fitu á lömbunum lifandi. Aðeins eitt lamb féll fyrir of mikla fitu (I fl B) og var það talið fuil feitt við mat á því lifandi. * Lömbin, sem vom metin sláturhæf fóru öll í I fl.A eða tírval utan 3 sem fóra í II fl. Eitt lamb féll í Ifl. B vegna fitu eins og áður var getið. * Lagt er til að breyta mati á lærum á lifandi lömbum þannig að metin séu saman læri og malir, til samræmis við mat á skrokkum. * Vel tókst að selja kjötið og söluaðilar vilja fá ferst kjöt áfram. Vonandi er það til marks um hvemig til tókst bæði hjá bændum og Afurðasviði K.B. * Leggja þarf áherslu á gæðastjórn á fersku kjöti; Ekki slátra nema sláturhæfum lömbum og ekki markaðsetja nema gæðavöru. Þetta þýðir að áfram á að meta lömbin lifandi meðan bændur eru að læra á þetta og ferskt kjöt er að vinna sér sess hjá neytendum. Á því tímaskeiði er mikilvægt að ekki sé slakað á gæðakröfum. * Vel virðist mega una fjárhagslægri útkomu úr vetrareldinu og ekki ástæða til að óttast að það skili ekki bóndanum launum á við aðra vinnu. Frumskilyrði er því tvennt: a. Að lömbin vaxi hratt b. Að gæðin batni, eða a.m.k. haldist óbreytt, séu þau góð fyrir. * Öll hrútlömb voru gelt. Það virtist ekki hafa teljandi áhrif á þrif þeiira. * Lömb á flestum bæjum voru rúin við upphaf athugunarinnar. Gæta þarf þess að ekki dragi úr vexti vegna kulda í húsum. Tiltölulega auðvelt er að koma í veg fyrir það. 27

x

Rit Búvísindadeildar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.