Rit Búvísindadeildar - 10.06.1997, Page 8

Rit Búvísindadeildar - 10.06.1997, Page 8
Þegar jarðarber voru ræktuð í beðum auðveldaði það umhirðu að gróðursetja plönturnar í gegnum svart plast, sem haft var undir plöntunum svo lengi sem rœktunin stóð. Plastið torveldað þó vökvun. Nauðsynlegt reyndist að skýla jarðarberja- og hindberjaplöntum, sem voru undir berum himni að vetrinum, með heyi eða öðru slíku. Sennilega hefur frjóvgun jarðar- og hindberja ekki heppnast nógu vel á Hvanneyri vegna skorts á skordýrum, sem berafrjó á milli blóma. í óupphituðum plastgróðurhúsum á Hvanneyri hófst uppskera á jarðarberjum um mánaðarmótin júní-júlí, en í plastbúrum venjuleg um fjórum til sex vikum síðar. Lengd uppskerutímans varfjórar til sex vikur, mismunandi eftir afbrigðum. Á Hvanneyri lifðu hindberjaplöntur af stofninum Baldur ágætlega af veturinn utan húss, en gáfu litla uppskeru. 3

x

Rit Búvísindadeildar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.