Rit Búvísindadeildar - 10.06.1997, Blaðsíða 28
voru ræktuð í tröppukössum í óupphituðu plastgróðurhúsi. Jonsok gaf mesta
uppskeru í óupphituðu plastgróðurhúsi þeirra afbrigða, sem reynd voru. Á
Hvanneyri fann fólk ekki munu á gæðum berja af Glima og Jonsok og stærðin er
svipuð. Nes A. (1984) telur að berin séu góð, en þau séu fremur lítil. Hann segir
að afbrigðið sé harðgert, plöntumar þoli vel harða vetur, mjöldögg og grámyglu.
Rapella myndaði ekki renglur með smáplöntum á Hvanneyri og þess vegna
var ekki unnt að halda stofninum við. Hugsanlega skýringin á þessu er, að
stofninn þoli ekki hinn langa sólargang á íslandi og þess vegna komi fram af-
brigðileg vaxtarhegðun. Berin voru mörg, smá og illa löguð, en sæmilega
bragðgóð.
Senga Sengana er mikið notað um alla Mið- og Norður Evrópu, þó að það
sé nú að víkja fyrir Elsanta. Nes A. (1984) segir að berin séu nokkuð stór, en
afbrigðið þoli illa grámyglu. Á Hvanneyri þóttu berin góð. Þegar haustið var gott
á Hvanneyri og næsta sumar langt og hlýtt, þá var góð uppskera af Senga
Sengana. Ef Glima og Senga Sengana vom ræktuð undir plastbúrum, komu
nýtanleg ber á Senga Sengana að jafnaði tæpum tveimur vikum seinna en á
Glima, en þegar ræktunin fór fram í óupphituðu gróðurhúsum var Senga Sengana
um átta dögum seinni.
Sevetta var reynd á Hvanneyri 1983-1984. Uppskeran reyndist mjög lítil, en
berin voru stór.
Zephyr er talin álíka fljótvaxin og Glima í Noregi. 0ijord, N.K. (1981)
mælir með ræktun á Glima og Zephyr, þar sem veðurfarsaðstæður eru erfiðar. Á
Hvanneyri reyndist Zephyr gefa mun minni uppskeru en Glima, en berin vom
stærri. Ramstad, J. (1975) telur að afbrigðið sé fljótsprottið og berin séu stór í
upphafi uppskemtíma, en fara minnkandi eftir því sem líður á. Hann telur að
uppskemtími sé styttri en hjá öðrum afbrigðum. Zephyr hættir til að deyja í
erfiðum vetmm, en stenst myglusjúkdóma nokkuð vel. Undir plastbúrum á
Hvanneyri komu fyrstu berin á Zephyr og Glima á svipuðum tíma, en í óupp-
hituðum plasthúsum komu berin á Zephyr um fjómm dögum seinna.
Jarðarber frá Finnlandi. Finnar hafa verið duglegir við að flytja mismun-
andi tegundir af berjaplöntum til landsins. Þannig reyna þeir að fá nýja landnema
í gróðurríki landsins, til gagns og gleði fyrir menn og skepnur (Ahokas H., 1993).
Meðal þessara finnsku nýbúa era jarðarber frá Alaska og Yukon í Kanada, sem
reynd vom á Hvanneyri. Athugun á þessum beijum er svo stutt á veg komin, að
ekki er unnt að dæma um árangurinn.
Árferði og aldur jarðarberjaplantna
Við útreikninga á niðurstöðum á ræktun jarðarberja undir plastbúmm, kom í ljós
að það var fylgni milli hitans í september og uppskemnnar næsta ár, fylgnistuðull
0,85. Hins vegar var ekki fylgni á milli hitans í maí og uppskeru sama árs,
fylgnistuðull 0,21. Við útreikningana var notuð meðaltals uppskera af Glima,
Jonsok og Senga-Sengana 1978 - 1984. Þetta kemur ekki á óvart, vegna þess að
jarðarberjaplöntumar mynda blómvísa á haustin, sem næsta ár mynda ber. Þess
vegna er mikilvægt að láta plönturnar njóta eins mikils hita á haustin og kostur er,
23