Rit Búvísindadeildar - 20.04.1998, Page 7

Rit Búvísindadeildar - 20.04.1998, Page 7
FORMALSORÐ Bændaskólinn á Hvanneyri sendir frá sér tilraunaskýrslu fyrir árið 1997. í riti þessu er að finna upplýsingar um rannsóknir og tilraunastarfsemi skólans. Rannsókna- og tilraunastarfsemin var með svipuðum hætti og undangengin ár og var fjármögnuð með framlögum af Qárlögum eða fjármagni frá Rannsóknarsjóði, Framleiðnisjóði landbúnaðarins og þróunarsjóðum búgreina. Rannsókna- og tilraunastarfsemi skólans nam á árinu 1997 um 21% af heildar- umsvifum hans samanborið við um 18 % á árinu 1996. Verkefni þau sem getið er í tilraunaskýrslunni eru ýmist unnin einvörðungu af starfsmönnum skólans eða í samvinnu við starfsmenn annarra stofhanna landbúnaðarins. I mörgum tilvikum er hér um samvinnu að ræða, sem staðið hefur um áratuga skeið. Yfirlitsskýrsla þessi um rannsókna- og tilraunastarfsemi ársins 1997 er því samvinnuverkefni margra aðila. Edda Þorvaldsdóttir hefur í ár eins og nokkur undanfarin ár safnað gögnunum saman og búið þau til birtingar. Öllum aðstandendum skýrslunnar flyt ég þakkir fyrir vel unnin störf að vinnslu hennar. Það er von okkar að hún megi verða einhverjum til gagns og fróðleiks. Hvanneyri í apríl 1998 Magnús B. Jónsson skólastjóri 1

x

Rit Búvísindadeildar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.