Rit Búvísindadeildar - 20.04.1998, Side 31
•í
BEITARTILRAUN MEÐ HROSS
Anna G. Þórhallsdóítir og Líneik Anna Sævarsdóttir
Inngangur
Sumarið 1997 var síðasta sumarið í almemiri gagnasöfiiun hrossabeitartilraunar-
innar sem hófst sumarið 1992. Eftir stóð hins vegar að taka lokamælingu á
gróðurfari í fostum reitum sem mældir voru áður en hross voru sett á tilrauna-
landið. Var það gert í ágúst 1997. Tilraunin var samvinnuverkefni Bændaskólans,
Rannsóknastofnunar landbúnaðarins og Landgræðslunnar og styrkti Framleiðni-
sjóður framkvæmd hennar.
Framkvæmd
Tilraunin var staðsett á tveimur stöðum, að Hesti í Andakíl og Litlu-Drageyri í
Skorradal. A hvorum stað var girt 16,9 ha, fimm strengja raffnagnsgirðing
sumarið 1992. Hvorri girðingu var síðan skipt í þijú hólf með tveimur strengjum,
7,1 ha (1,3 hross/ha - þungbeitt), 5,0 ha (1,0 hross/ha - miðlungsbeitt) og 3,8 ha
(0,7 hross/ha - léttbeitt). Beitarhólfm í Skorradal voru staðsett á gömlu túni sem
ekki hafði verið borið á í um 20 ár. Á Hesti voru beitarhólfm á ffamræstri mýri
sem að hluta var brennd fyrir nokkrum ámm.
Sumarið 1992 voru lagðir út 12 reitir í hverju hólfi, þ.e. 36 reitir á hvorum stað,
Hesti og Skorradal. Voru hólfin hnituð og reitimir valdir af handahófi af hnitum.
Til að finna rétta staðsetningu reitaima vom hólfin mæld effir endilöngu (x-ás) og
gengið homrétt út ffá langhlið hólfsins (y-ás) með hjálp homamælis. Hver reitur
var 0,5x0,5 m að stærð. Var hann klipptur sumarið 1992 og merktur með því að
reka ca. 10 cm langa steypustyrktaijámspinna í hvert hom reitsins. Jámpinnamir
vom reknir alveg í jörðu þannig að ekkert stóð uppúr til að merkja reitinn.
Meðfram norðaustasta jámpinnanum var sett plastmerki sem merki reitinn. Áður
en reiturinn var klipptur var hann gróðurgreindur, fjöldi tegimda skráður og metin
þekja hverrar tegundar. Klippt sýni var sett í plastpoka og geymt í frysti þar til
það var tekið til greiningar. Var allt sýnið greint til tegunda, þ.e hvert strá í
sýninu var greint til tegundar eftir því sem mögulegt var.
í ágúst 1996 vom reitimir leitaðir uppi á nýjan leik. Farið var með málmleitar-
tæki á merkt hnit og jámpinnamir í jörðu fundnir. Illa gekk í byrjun þar eða
fyrsta tækið sem var fengið að láni var ekki nógu öflugt, en þegar rétt tæki fékkst
fundust allir reitimir fljótlega. Pinnamir vom grafnir upp og plastmerkið fundið
til að staðfesta að um réttan reit var að ræða. Reiturinn var gróðurgreindur, fjöldi
tegunda skráður og þekja metin, hann síðan klipptur og sýnið merkt og fryst.
Niðurstaða
Enn er unnið að greiningum á sýnunum svo niðurstaða liggur ekki fyrir.
24