Rit Búvísindadeildar - 20.04.1998, Page 37

Rit Búvísindadeildar - 20.04.1998, Page 37
ATHUGUN Á EISTNASTÆRÐ, KYNÞROSKA OG FRJÓSEMIUNGRA GRAÐHESTA Gunnar Gauti Gunnarsson og Ingimar Sveinsson Inngangur Með bættri fóðrun og uppeldi fer það vaxandi að veturgamlir graðfolar fylji, jafnvel strax að vorinu eða snemmsumars. Mjög er misjafnt hvenær á sumrinu veturgamlir folar verða kynþroska og virðist það ráðast af ýmsum þáttum, svo sem: aldri, þunga, uppeldi, og ættemi. Það virðist nokkuð augljóst að folar undan vissum stóðhestum verði kynþroska fyrr en folar undan öðrum stóðhestum. Tilgangur þessarar athugunar er að kanna áhrif ofangreindra þátta á kynþroska og frjósemi ungra fola og ef til vill nota niðurstöður til ráðlegginga til að draga úr tíðni slysafanga. Framkvæmd Sumarið 1997 safnaði Gunnar Gauti Gunnarsson dýralæknir eistum úr ungum folum er hann gelti (veturgömlum og tvævetmm). Vom þau síðan sett í frysti og geymd til síðari rannsóknar. Jafnframt vom skráðar allar tiltækar upplýsingar um folana, svo sem: aldur, þroski, upp'ýsingar um uppeldi, ættemi og annað sem máli skipti. Fyrirhugað er að athuga og mæla síðan eismastærð, (t.d. þungi, rúmmál, lengd og breidd) og einnig með smásjárskoðun til að meta kynþroska og fijósemi folanna. Dr. Ólafur Dýrmundsson ráðunautur BI mun veita leiðsögn og aðstoða við úrvinnslu, en doktorsverkefni hans fjallaði einmitt um eismastærð og frjósemi hjá hrútum. 30

x

Rit Búvísindadeildar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.