Rit Búvísindadeildar - 20.04.1998, Síða 45
6. tafla. Uppgjör á mati fyrir feldgæðum haustið 1997, eftir hrútum.
Hrútur Fjöldi Hreinleiki Lokkun Gljái Hárgæði
93 - 149 13 2,4 2,2 2,8 2,2
93 - 150 16 2,9 2,2 2,8 1,9
95-173 18 3,0 2,8 3,2 2,7
95 - 183 25 3,0 2,3 3,1 2,1
95 - 204 9 3,1 2,4 3,2 2,2
96-190 17 2,6 2,8 3,1 2,3
96-191 24 2,5 2,2 2,6 2,0
96 - 192 28 2,9 2,3 2,5 2,1
Tilraun með samanburð á vetrareldi hrúta, sauða og gimbra
Tilraunin hófst haustið 1997 og áætlað að þeim ljúki 1999. Hér er gerð grein
fyrir tilraunaplani eins og það liggur fyrir.
Markmið:
• Að gelda vorlömb að hausti, um 4 mánaða gömul (hrútlömb).
• Að bera saman vöxt, þroska, kjötgæði, þarmeð talið bragðgæði kjöts, og
fóðumýtingu sauða, hrútlamba og gimbra.
• Að slátra í mars, með tilliti til þess að hrútabragð af hrútlömbunum sé horfið,
eins og kenningar eldri bænda ganga út á.
• Að bera saman bragðgæði kjöts af hrútum, sauðum og gimbrum í mars.
• Að kanna hagkvæmni þess að ala lömb fram í mars og bera saman hagkvæmni
eftir hópum.
Framkvæmd:
1. Helmingur þeirra hrútlamba sem tiltæk eru verða gelt.
2. Tekið verður á hús og gelt þegar beit verður talin of léleg.
3. Fóður verður vigtað í og moð frá lömbunum og það efiiagreint
4. Dýralæknir verður fenginn til að annast geldingu.
5. Taka kjöt til bragðprófunnar og meta hvort munur sé á bragðgæðum hópanna
6. Hópur gimbra af svipuðum þunga verður til samanburðar.
Litir sauðíjár
Enn er unnið að rannsóknum á litarerfðum sauðfjár. Skráningum er ekki lokið.
38