Rit Búvísindadeildar - 20.04.1998, Blaðsíða 48
3.Inngangur
Við upphaf á seinna loðdýratímabilinu upp úr 1970, þegar minkaræktin byijaði
að nýju, tóku islenskir minkabændur upp pörunaraðferðir nágrannalandanna í
Skandinavíu og hófu að para minkanna 7.-10. mars. Pörunin gekk samt nokkuð
misjaínlega og heyrðist sagt að menn hafi neyðst til að festa tvinnakefli upp í
kjaftinn á læðunum til að þvinga þær til pörunar.
Um það leyti sem búið var að losa minkastofninn við “plasmacytosaveikina” fóru
minkabændur að færa pörunartímann fram um 2-3 daga. Reynsla var þá komin
fyrir því hér á Suður- og Vesturlandi, að erfiðlega gekk að fá svart- og villiminka-
læður paraðar cftir 15. mars, hafi pörunin ekki byijað fyrir 6. mars. Einstöku
bændur færðu pörunartímann enn meira fram og fóru að að para minkinn strax
upp úr mánaðarmótunum febrúar/mars, með góðum árangri.
4. Pörunartími minka á íslenskum minkabúum
í skýrsluhaldi Bændasamtaka Islands sem nær yfir sl. 10 ár og inniheldur
upplýsingar um 380.000 læður, sést að flestir bændur byrja pörun 5.-8. mars.
Mun færri byrja l.-4.mars og tiltölulega fáir eftir 9. mars og næstum enginn fyrir
mánaðarmótin febrúar og mars. Kynnt var úr skýrsluhaldi loðdýrabænda á ráðu-
nautafundi BÍ. og Rala 1997 (S.B. 1997) og kom þar fram að fxjósemi íslenskra
minka er mest ef pörun hefst strax um mánaðarmótin febrúar/mars og fer eftir það
hratt minnkandi. Til sömu niðurstöðu bendir kandidatsverkefni Einars E. Einars-
sonar (1997) við Búvísindadeildina á Hvanneyri, sem unnið var á 7 loðdýrabúum
í Skagafírði. Þar kom í ljós að geldprósenta dýranna jókst og einparaðar læður
urðu fleiri eftir því sem seinna var byrjað að para eftir 28. febrúar á hlaupári.
28.febr. 3.mar 6.mar 9.mar 12.mar 15.mar
FRJÓSEMI MIÐAÐ VIÐ PÖRUNARDAG
Mynd 1. Frjósemi (hvolpatjölda á paraða læðu) hjá íslenskum svartminkalæðum sl. 10 ár.
(S.Bláfeld 1997).
41