Rit Búvísindadeildar - 20.04.1998, Page 50
Til að finna bestu pörunardagana og hvenær dýrin eru fijósömust hófst pörun
hópanna með 5 daga millibili, eins og sést hér að neðan:
Hópur Pömn byrjar
I. hópur 16. febrúar
II. hópur 21. febrúar
III. hópur 26. febrúar
IV. hópur 3. mars
V. hópur 8. mars
Á tímabilinu frá 16. febrúar til 8. mars voru læðumar paraðar með svokölluðu
1+8 kerfi, þar sem þær eru endurparaðar 8 dögum efitir fyrri pörun, en efitir 9.
mars var notað 1+1 kerfi, þar sem læðumar em endurparaðar daginn efitir. Fram
yfir miðjan pömnartímann var sá háttur hafður á að prófa gangmál hjá læðunum
með þriggja daga millibili, en á seinni hluta pörunartímans vom þær prófaðar
annan hvem dag.
Allar upplýsingar um gangmál og pörun vom skráðar á lífdýrakortin og tvisvar á
gotinu vom hvolpamir taldir upp, strax efitir fæðingu og afitur 15.maí.
7. Niðurstöður
Eins og áður segir er hér um 1. árs niðurstöður að ræða og var byijað að para I.
læðuhópi 16. febrúar og síðan næstu hópa með 5 daga millibili. Fyrsta læðan
paraðist 17. febrúar og síðan 2-3 læður á dag út mánuðinn, nema 16. og 20. feb.,
þá paraðist engin læða. í byijun pömnar var pörunarviljinn ekki mikill en var
síðan nokkuð jafn allan tímann, nema 8. mars, þegar síðasti hópurinn byijaði, þá
pömðust 10 læður af 17 á fyrsta degi. Verst gekk að para hóp I. og V. en þar
paraðist aðeins 77% af læðunum og einnig gekk seint að endurpara I. hópinn. I
IV. hópnum sem byrjaði 3. mars náðist aðeins að para 82%. Best gekk að para II.
og III. hópinn sem byrjað var með 21. og 26. febrúar, en þar pömðust 95% og
100% af læðunum. Endurpörum var hæst hjá hópi I, IV og V eða 94% , en 91%
og 86% hjá hópi III og II.
1. tafla. Pörunar- og tvípörunarhlutfall dýra í tilraunahópum
I.hópur II. hópur III. hópur IV. hópur V. hópur
Pörunar % 77% 95% 100% 82% 77%
Tvípör. % 94% 86% 91 % 94% 94%
Á mynd 2, má sjá hlutfall paraðra læða í hverjum tilraunahópi. Af súlunum má
sjá að pömnarprósentan er afgerandi hæst þegar byrjað er 21. og 26. febrúar.
Mesta athygli vekur þó hvað pömnin var léleg þegar byrjað var 3. og 8. mars, en
það er sá tími sem flestír íslenskir minkabændur hefja minkapömnina. Einnig má
sjá af súlunum að kúrfan vex jafnt þar til toppi er náð 26. febrúar, en síðan fellur
hún tiltölulega hratt.
43