Rit Búvísindadeildar - 20.04.1998, Page 56

Rit Búvísindadeildar - 20.04.1998, Page 56
Hlutfall myglulausra bagga var hærra þar sem hjúpur um þá var 8-faldur (0,10>p>0,05). Þótt nokkur munur yrði á meðaltölum reiknaðs efnataps er hann ekki marktækur sakir breytileikans sem var innan liða. Viðfangsefnið verður rannsakað frekar. 4. Vinna og vélanotkun við heyöflun Unnið var að uppgjöri gagna sem bændur skráðu um heyskap sinn sumarið 1996 (sjá Tilr. sk. 1996, bls. 36-37). Daði Már Kristófersson búfræðikandídat hefúr annast uppgjörið. Verða nokkrar niðurstöður þess kynntar á Ráðunautafúndi 1998. B. Tilraunir og athuganir 1997 Sumarið 1997 voru gerðar eftirfarandi tilraunir með verkun og geymslu heys og annars fóðurs. Eðli mála samkvæmt liggja aðeins fáar niðurstöður þeirra fyrir enn sem komið er. 1. Verkun háar í rúlluböggum - unnið með sunnlenskum bændum Verkefnið er framhald tilrauna sem gerðar hafa verið á Hvanneyri um nokkurt skeið (sjá Tilr. sk. 1996, bls. 33-34). Fyrir milligöngu Runólfs Sigursveinssonar ráðunauts hjá Bs.Sl. á Selfossi var haft samband við liðlega tvo tugi bænda á Suðurlandi sem skrá upplýsingar um nýtingu háar hver á sínu búi og senda nauðsynleg sýni til efhagreininga. Mörg háarsýni hafa þegar borist og allmikið af upplýsingum. Verði skil svo sem nú horfir er gert ráð fyrir að bráðabirgðauppgjör verkefnisins liggi fyrir í apríl 1998. 2. Áburðarhættir og verkun heys (tað og tilbúinn áburður) Verkað var hey af tveimur spildum sem vallarfoxgrasi var sáð í vorið 1995. Spildumar em eins að öðm leyti en því að önnur fékk tilbúinn áburð en hin búfjáráburð. Reiknað áburðarmagn í N, P og K vorið 1997 var það sama á báðar spildur. Rannsóknin beinist að þessum þáttum og er gerð að hluta í samvinnu við fóðurfræðideild Rala: - uppskemmagni - þurrkunarhraða heysins - votverkun heysins í rúllum og á rannsóknastofú - lystugleika heysins - fóðurgildis heysins, þ.m.t. leysanleika próteins. Enn liggja fáar niðurstöður fyrir en 3. tafla sýnir meðaltöl um heyið við hirðingu. 49

x

Rit Búvísindadeildar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.