Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1971, Side 28
26 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR
þar sem aðstæður voru taldar einkennandi
fyrir hina ógrónu mela einstakra svæða. Að-
stæður reyndust hins vegar allmisjafnar í
hinum ýmsu athugunarstöðum. Þeir reit-
ir, sem valdir voru á láglendi, í Gunnars-
holti, Rang., og Keflavík, Skagaf., gáfu
ekki nógu góðan árangur í samanburði við
árangur af flestum hálendisreitunum. Af há-
lendisreitunum hafði Hvítárnes þá sérstöðu,
að svæðið í kring er að eyðast af uppblæstri,
og varð þvi stöðugt áfok í sáðlandið innan
tilraunagirðingarinnar. (Mynd 10).
Árið 1970 varð meðalþykkt hins aðfokna
jarðvegs orðin 55 cm. Á átta árum hefur
því aðfokið að jafnaði aukið sjö crn árlega
við jarðvegsþykktina.
Með friðun og áburðargjöf varðist gróð-
urinn þó furðuvel þessu áfoki og íslenzku
tegundirnar kaffærðust ekki í foksandin-
um. Hins vegar var þykknunin orðin svo
mikil, að hóll hafði mynclazt og áveðurs
var uppblástur jafnvel að hefjast úr gróður-
torfunni.
f sex ár var áburði dreift á reitina, og
þéttist gróðurinn yfirleitt við það. Þótt
áburðargjöf lyki, hefur gróðurinn ekki rýrn-
að, en svörðurinn jafnvel halclið áfram að
þéttast þau þrjú ár, sem síðan eru liðin. Að
vísu tókst ekki að koma belgjurtum til að
vaxa að neinu ráði, hvorki smára né lúp-
ínu, og kölkun bar lítinn árangur, en land-
ið virðist þó að öllu jöfnu geta haldizt gróið
í nokkur ár án sjáanlegrar rýrnunar, eftir
að áburðargjöf lýkur, sé það friðað fyrir
ágangi búpenings.