Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1971, Side 41

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1971, Side 41
ÍSL. LANDBÚN. J. AGR. RES. ICEL. 1971 3, 1: 39-47 Staðbrigðamyndim íslenzks túnvinguls og vöxtur við mismunandi sýrustig jarðvegs Þorsteinn Tómasson Rannsóknastofnun landbúnaðarins Yfirlit. Rannsókn var gerð á safni af íslenzkum túnvingli (Festuca rubra ssp. richard- soni Hook. Hult.) úr fimm sýslum landsins og úr ellefu mismunandi gróðurlendum. Könnuð voru áhrif sýrustigs (pH) á vöxt þessarar tegundar og víxlverkanir sýru- stigs og áburðarmagns. Einnig var kannað, hvort staðbrigðamyndun ætti sér stað £ íslenzkum gróðurlendum og milli landshluta. Túnvingullinn svaraði vel áburði, en jafnframt hafði lægsta sýrustigið í för með sér uppskeruaukningu, sem nam 7.2%. Jákvæð, raunhæf, samsvörun varð milli lágs sýrustigs og áburðar. Raunhæfur munur varð á uppskeru eftir sýslum, en ekki eftir gróðurlendum. Niðurstöður benda til þess, að munur sé á lífeðlislægum eiginleikum túnvingulsins eftir upprunastöðum á Tiandi, og er þýðing þessa rædd. INNGANGUR Einstaklingar sömu tegundar plantna eru oft ólíkir að útliti og gerð við mismunandi vaxtarskilyrði. Haldist þessi mismunur við stöðluð skilyrði, eru hin ólíku form nefnd staðbrigði (ökotypur) (Tureson 1922). Veðurfar er sá þáttur, sem hefur greini- legust áhrif á þróun staðbrigða, en einnig hefur komið í ljós, að ýmsar tegundir plantna þróa staðbrigði með lilliti til jarð- vegseiginleika. Þannig hefur Bradshaw (1959) sýnt fram á mun á plöntuhópum (populations), hvað varðar þolni plantnanna að vaxa við mikla blýmengun, og var sá munur háður upp- runastað plöntidiópanna. Goodman (1968) sýndi fram á mismun- andi vaxtarsvörun rýgresishópa (Lolium perenne) við steinefnaáburði, og var sú svör- un í samræmi við steinefnainnihald jarð- vegsins á upprunastað plantnanna. Eink- um virtist svörunin við köfnunarefnisgjöf vera í samræmi við köfnunarefnismagn í upprunajarðveginum. Þannig virðist sem jarðvegur hafi mikil áhrif á þróun erfðahópa innan tegunda grasa. Þessi þróun er jafnan á þann veg að gera erfðahópana hæfari til að lifa við þau skilyrði, sem ríkja á hverjum stað. Sú rannsókn, sem hér greinir frá, var framkvæmd á safni af íslenzkum túnvingli, Festuca rubra ssp. richardsoni Hook. Hidt., við Aberdeen-háskóla, Skotlandi, árið 1969 og var hluti af prófverkefni höfundar. Fræi af túnvingli var safnað haustið 1965 á veg- um dr. Sturlu Friðrikssonar hjá Rannsókna- stofnun landbúnaðarins, og veitti hann greinarhöfundi góðfúslega afnot af safninu. Fræinu hafði verið safnað úr fimm sýslum landsins og úr ellefu mismunandi gróður- lendum (sjá töflu B og 5). Alls voru söfnun- arstaðir 2S5. Upprunastaðirnir eru allmismunandi, og

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.