Fréttablaðið - 11.12.2020, Side 2
Leitað að jólunum
Það var mikil jólastemning í Þjóðleikhúsinu í gær þegar dyr leikhússins voru opnaðar á ný fyrir spenntum börnum sem fengu að sjá sýninguna
Leitin að jólunum eftir Þorvald Þorsteinsson. Sýningin hefur verið stór þáttur í jólaundirbúningi barna á Íslandi í áraraðir en hún var fyrst sýnd
árið 2005. Í ár hefur sýningin verið sérstaklega aðlöguð grunnskólabörnum vegna kórónuveirufaraldursins. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGRTRYGGUR ARI
SAMFÉLAG Í tæp sextíu ár hefur
Skotinn Richard Fowlie hugsað
reglulega til vinar síns frá Íslandi
sem hann kynntist á námsárum
sínum í Edinborg. Vinirnir héldu
sambandi með bréfaskriftum í
nokkur ár eftir að námi lauk en upp
úr þeim slitnaði. Richard segist allt-
af hafa saknað vinar síns og á dög-
unum sendi hann bréf til ritstjórnar
Fréttablaðsins þar sem hann óskaði
eftir hjálp í hinstu tilraun sinni til
að hafa uppi á vini sínum.
Richard er búsettur í bænum
Banchory nærri Aberdeen í Skot-
landi. Hann er 76 ára gamall og fór
á eftirlaun fyrir rúmum áratug eftir
farsælan starfsferil hjá póstinum.
Þegar blaðamaður Fréttablaðsins
náði loks sambandi við hann í
gegnum síma urðu fagnaðarfundir
enda er Richard sannfærður um
ágæti Íslendinga. Richard notar
hvorki tölvupóst né samfélagsmiðla
eða internetið yfir höfuð og treystir
því á símtöl og bréfaskriftir.
Það hefur f lækt leitina verulega
að bréfaskriftir vinanna eru glöt-
uð og að nafn vinarsins hefur því
aðeins skolast til á þessum árunum.
„Það er eitthvað í líkingu við Engel
Johannsson. Íslensk nöfn eru frekar
erfið,“ segir Richard og hlær.
Þeir kynntust í Edinborg á árun-
um 1960-1962. „Engel hafði farið út
til að læra ensku og við bjuggum
á sama stað sem hét Manor Club.
Okkur varð strax vel til vina og sú
vinátta hélst þessi ár sem hann bjó
í Skotlandi,“ segir Richard.
Hann segist muna eftir því að
vinur hans hafi átt heima í Reykja-
vík og að faðir hans rekið verslun í
höfuðborginni.
Hann hafi alla tíð hugsað hlýtt til
vinar síns og séð mjög eftir því að
upp úr bréfaskriftunum hafi slitn-
að. „Ég hef gert nokkrar tilraunir til
þess að hafa uppi á honum. Heim-
sótt sendiráðið hér ytra til þess að
reyna að finna heimilisfang eða
símanúmer,“ segir Richard. Fyrir
þremur árum fór hann meðal ann-
ars í sína fyrstu ferð til Íslands og
reyndi þá að hafa uppi á Engel.
„Ég fékk starfsfólk hótelsins
til þess að hjálpa mér að leita en
þar sem nafnið er ekki alveg rétt
þá gekk það ekki,“ segir Richard.
Hann hafi engu að síður notið
dvalarinnar og minnist sérstaklega
hve Reynisfjara var tilkomumikill
staður.
Hann segist hafa verið hand-
viss um að hann myndi aldrei hafa
uppi á vini sínum allt þar til hann
rakst á mynd af honum í gamalli
hirslu. „Þá ákvað ég að senda bréf á
íslenska fjölmiðla svo að sem flestir
gætu séð myndina. Ég veit auðvitað
ekki hvort hann er lífs eða liðinn en
mig langar mikið að heyra hvernig
honum reiddi af,“ segir Richard.
bjornth@frettabladid.is
Síðasta vonin um að
finna íslenska vininn
Skotinn Richard Fowlie hefur í tæp 60 ár hugsað reglulega til íslensks vinar
síns, „Engel Johansson“, sem hann kynntist í Edinborg. Hann biðlar nú til
Íslendinga í þeirri von að finna vin sinn, sem hann hefur alltaf saknað.
Vinirnir kynntust í námi Edinborg árið 1960-1962. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA-EFE
Íslendingurinn „Engel Johannsson“.
COVID-19 Fólk mun ekki geta pant-
að sér tíma í bólusetningu þegar að
því kemur en allir munu fá boð í
bólusetningu þegar kemur að þeim.
Þá er fólk hvatt til að hringja ekki í
heilsugæslustöðvar vegna bólu-
setningar þar sem enginn verður út
undan.
Heilsugæslan segir ótímabært að
tala um hvenær bólusetning hefst
hér á landi en þrátt fyrir að ekki
sé ljóst hvenær dreifing bóluefna
vegna COVID-19 hefst séu vonir
bundnar við að hún geti hafist á
fyrri hluta næsta árs. Heilsugæslu-
stöðvar landsins sjá um bólusetn-
inguna en sóttvarnalæknir ber
ábyrgð á skipulagningu og sam-
ræmingu. – fbl
Fá boð í
bólusetningu
S J Á V A R Ú T V E G U R Út h lut aðu r
byggðakvóti verður minnkaður úr
5.374 þorskígildistonnum í 4.810
fyrir fiskveiðiárið 2020 til 2021.
Samkvæmt reglum er skerðingin
ekki hlutfallsleg milli byggðarlaga
heldur kemur hún fram hjá þeim
sem hafa 400 íbúa eða fleiri.
Til dæmis er kvótinn skertur um
71 prósent á Ólafsvík, 64 á Stokks-
eyri, 62 í Garði og tæp 60 á Ólafsfirði.
Nokkur óánægja hefur verið með
úthlutun byggðakvóta að undan-
förnu. Sveitarstjórnir Norðurþings
og Fjallabyggðar eru meðal þeirra
sem hafa farið fram á að úthlutun-
arreglum verði breytt, en þar hefur
byggðakvótinn verið skertur mjög á
undanförnum árum. – khg
Fjölmennari
byggðir missa
byggðakvóta
Byggðakvóti verður
skertur um 71 prósent á
Ólafsvík.
MENNING Tökur á þáttunum House
of the Dragon, eftir George R.R.
Martin, hefjast í myndveri í Watford
eftir áramót. Ekki er vitað hvenær
tökur annars staðar hefjast. Þætt-
irnir gerast í sama heimi og hinir
vinsælu Game of Thrones en gerast
þrjú hundruð árum fyrr.
Martin hefur gefið það til kynna
að einhverjir af sömu tökustöð-
unum verði notaðir fyrir hina nýju
seríu. En það voru til dæmis Króatía,
Norður-Írland, Malta og Ísland.
Ísland er hins vegar eini staðurinn
sem merktur er sem tökustaður á
gagnagrunninum IMDb. Eins og
fyrr er það HBO-stöðin sem gefur
út seríuna, sem mun innihalda tíu
þætti og koma út árið 2022.
Atriði í Game of Thrones voru
meðal annars tekin upp í Dimmu-
borgum, á Hverfelli, Þingvöllum,
Goðafossi og Grundarfirði. Þá hafa
þó nokkrir Íslendingar leikið í þátt-
unum. Auk þess að fá beinar tekjur
af tökunum hafa íslensk ferðaþjón-
ustufyrirtæki gert út á þættina og
boðið upp á ferðir á tökustaði. – khg
Tökur hefjast
eftir áramót
George R. R. Martin er afar hrifinn
af Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Ísland er merkt sem
tökustaður á IMDB.
1 1 . D E S E M B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð