Fréttablaðið - 11.12.2020, Side 16

Fréttablaðið - 11.12.2020, Side 16
En ekki bara á jólunum, og ekki bara brauð. Næringarríkar og reglulegar máltíðir hafa umfangsmikil áhrif á farsælan upp- vöxt barna, ásamt ást og umhyggju eins og við þekkjum. Fjárhagserfiðleikar foreldra eiga ekki að bitna á börnum. Raunar er það samþykkt stefna Reykja- víkurborgar. Að þessum róum við öllum okkar árum. Fjárhagsvandi foreldra á ekki og skal ekki skerða rétt barna til þjónustu eins og leik- skóla, grunnskóla, frístundar eða tómstunda. Meirihluti borgarstjórnar er metnaðarfullur þegar kemur að velferðarmálum og það hefur verið að skila sér. Nýlega kom fram í Kjarnanum að Reykjavíkurborg ber höfuð og herðar yfir önnur sveitar- félög þegar kemur að því að veita öf luga félagsþjónustu og niður- greiðir í raun félagsþjónustu hinna sveitarfélaganna á höfuðborgar- svæðinu. Aðgerðaáætlun gegn sárafátækt var nýlega kynnt í velferðarráði og samhliða voru samþykktar upp- færðar reglur um fjárhagsaðstoð. Í þeim er tryggður stuðningur við foreldra á fjárhagsaðstoð vegna leikskóla, frístundar og skólamál- tíða. Verklagið er í dag þannig að börnum er ekki vísað úr þjónustu vegna fjárhagsvanda foreldra. Þau fá að vera í leikskóla, fá áfram skóla- máltíðir og fá inn í frístund, þó svo foreldrar þeirra séu í skuld við borg- ina. Í meirihlutasáttmálanum er kveðið á um að létta skuli róðurinn fyrir barnafjölskyldur með því að setja þak á greiðslu skólamáltíða. Stuðningur á að vera réttindamið- aður. Fólk ætti að upplifa stuðning sem réttindi en ekki betl eða ölm- usu. Nútímavæðing þjónustu og bætt aðgengi að henni er risastórt verk- efni hjá borginni og snýst um að fólk á ekki að þurfa að standa í veseni við að sækja sér þjónustu sem það á rétt á, það ferli á að vera skilvirkt og þægilegt. Við viljum ekki að ein- staklingnum fallist hendur við að sækja sér nauðsynlega þjónustu. Þannig sköpum við svigrúm til þess að sérfræðingar borgarinnar geti einbeitt sér að þjónustu fremur en gagnavinnslu og þannig nýtist tím- inn betur sem getur skipt sköpum fyrir þá sem mestan stuðninginn þurfa. Baráttan gegn fátækt barna er okkur hjartans mál, en þetta og f leira til er hluti af þeirri baráttu. Baráttunni við að búa til gott og réttlátt samfélag þar sem öllum getur liðið vel. Konur eru helmingur stjórn-armanna í íslenskum orku-fyrirtækjum, þær eru tæpur þriðjungur æðstu stjórnenda og rúmur þriðjungur millistjórn- enda. Miðað við kynsystur í öðrum löndum standa þær þokkalega að vígi, en það þýðir ekki að nóg sé að gert. Fyrir utan sjálfsagðan helm- ing stjórnarsæta skortir töluvert upp á að íslenskar konur sitji við sama borð og karlar þegar kemur á ákvarðanatöku á þessu mikilvæga sviði. Eins og við er að búast komast kynsystur okkar á hinum Norður- löndunum næst okkur í jafnréttinu sem og konur á meginlandi Evrópu, en í öðrum hlutum heimsins eru prósenturnar víða einn tölustafur og virðast ekkert þokast upp á við. Upplýsingar þessar eru fengnar úr skýrslu sem unnin var fyrir Konur í orkumálum, en félagið er samstarfsvettvangur kvenna sem starfa í eða hafa áhuga á orku- málum á Íslandi. Samstaða okkar og sýnileiki er mikilvæg. Við hjá Landsvirkjun höfum til dæmis lagt okkar af mörkum með stuðn- ingi við Reykjavik Global Forum. Á nýliðinni ráðstefnu leiddum við saman konur úr ýmsum áttum íslenska orkugeirans og mennta- kerfisins. En þrátt fyrir góðan árangur hér á landi á undanförnum fimm til tíu árum, sem meðal annars helgast af lögum um jafna kynja- skiptingu í stjórnum fyrirtækja og markvissum aðgerðum fyrir- tækjanna sjálfra, er orkugeirinn enn afar karllægur. Það kann ekki góðri lukku að stýra, enda hafa rannsóknir sýnt fram á að þeim fyrirtækjum farnast best sem endurspegla skýrast samfélag sitt. Rekstur þeirra gengur betur og þau skila meiri hagnaði. Ef ekki er gætt að jafnréttissjónarmiðum standa fyrirtæki einfaldlega höllum fæti í samkeppni. Það gildir um orkugeirann eins og aðra hluta atvinnulífsins, að konur sem þar starfa þurfa að vera sýnilegar fyrirmyndir, til að hvetja stúlkur til að feta sömu slóð. Við þurfum líka að gæta þess að stúlkur fái að kynnast orkugeir- anum í námi sínu, hvort sem það er í verklegu námi sem rafvirkjar, smiðir, múrarar, húsasmiðir eða pípulagningamenn eða í bóklegu námi á borð við verkfræði, eðlis- fræði, efnafræði eða líffræði. 19 milljónir nýrra starfa Við erum á leið inn í afar áhuga- verða og kref jandi tíma orku- skipta. Heimurinn þarf að hætta að brenna olíu, gasi og kolum ef við ætlum að koma í veg fyrir enn meiri skaðlegar loftslagsbreyting- ar. Áætlað hefur verið, að störfum í fyrirtækjum í heiminum sem vinna græna orku muni fjölga úr 10,3 milljónum starfa árið 2017 í um 29 milljónir starfa árið 2050. Þarna eru ný og fjölbreytt tæki- færi fyrir konur til sóknar. Staðan er þegar sú, að konur eru um þriðjungur starfsmanna þeirra fyrirtækja í heiminum sem vinna endurnýjanlega orku, en aðeins 22 prósent starfsmanna í hefð- bundinni olíu- og gasvinnslu. Það er ekkert því til fyrirstöðu að konur verði helmingur allra þeirra sem starfa innan græns orkugeira framtíðarinnar. Hæfileikar þeirra eiga að vera hluti af uppbyggingu framtíðar. Hér á Íslandi búum við að mik- illi auðlind í endurnýjanlegum, hreinum orkugjöfum. Við getum og ætlum okkur að vera í farar- broddi í orkuskiptum, rétt eins og við vorum áður fyrr þegar við leiddum heitt vatn og rafmagn í húsin okkar. Núna verðum við að stöðva losun frá bílum, skipum og f lugvélum. Það er gríðarlegt verk- efni og við þurfum öll að leggjast á eitt. Konur til jafns við karla. Fjárhagsvandi foreldra á ekki og skal ekki skerða rétt barna til þjónustu eins og leikskóla, grunnskóla, frí- stundar eða tómstunda. Það gildir um orkugeirann eins og aðra hluta atvinnu- lífsins, að konur sem þar starfa þurfa að vera sýnileg- ar fyrirmyndir, til að hvetja stúlkur til að feta sömu slóð. Það á að gefa börnum brauð Alexandra Briem fulltrúi Pírata í velferðarráði og skóla- og frístundaráði Reykjavíkur- borgar Á hverju ári enda á bilinu 4 – 12 milljónir tonna af plasti í heimshöfunum. Ef við umreiknum það yfir í hálfslítra gos- flöskur þá jafngildir það því að um einn milljarður þeirra lendi í sjón- um á hverjum degi. Plastmengun í höfum er alvarleg ógn við lífríki jarðar og ef þjóðir heims ætla að takast á við hana er nauðsynlegt að gera það með samhentu átaki. Haf ið er nátengt sjálfsmynd okkar Norðurlandabúa. Það tengir okkur saman og fjöldi fólks á norð- urslóðum byggir afkomu sína á auð- lindum hafsins. En þessi tenging tekur líka á sig sorglegri myndir. Plastmengun innan landhelgi einn- ar þjóðar er plast í hafi okkar allra. Rétt eins og Golfstraumurinn flytur heitan sjó hingað norður eftir, þá eru heimshöfin orðin að færibandi fyrir sjampóbrúsa, grímur, plast- poka og slitin veiðarfæri. Plastinu skolar upp á strendur allt frá Lofo- ten í norðri til Eldlandsins í suðri eða þá að það safnast í f ljótandi ruslahauga á Kyrrahafi eða Atlants- hafi. Sumt af því endar í meltingar- færum hvala, sela eða sjávarskjald- baka eða f lýtur á yfirborðinu og freistar sjófugla, sem taka plastið í misgripum fyrir fæðu. Með tíman- um leysist plastið upp í örplast, sem kann að lenda í þörmum fiskanna sem við síðan drögum úr sjó. Þetta er ein af stóru áskorunum 21. aldarinnar á sviði umhverfis- mála og hún krefst alþjóðlegrar lausnar. Alþjóðlegur samningur nauðsynlegur Á Norðurlöndunum höfum við því ákveðið að hafa forystu um að gerður verði alþjóðlegur samningur til þess að sporna gegn plastmeng- un í hafi. Verkefnið er ekki á færi neinnar einnar þjóðar. Við þurfum öll að taka þátt. Norðurlöndin hafa um árabil unnið að því að koma plastmeng- un í hafi á dagskrá alþjóðasam- félagsins. Á síðasta ári samþykkti Norræna ráðherranefndin yfir- lýsingu um plastmengun í hafi þar sem skýrt er kveðið á um að lausn þessa vanda krefjist alþjóðlegs samnings. Það er nefnilega enginn slíkur samningur til í dag. Við eigum alþjóðlega samninga um loftslags- mál, líffræðilega fjölbreytni og efna- vörur, en engar alþjóðlegar skuld- bindingar eða reglur ná yfir allan lífsferil plasts. Okkur skortir ramma til þess að vinna gegn plastmengun og því þarf að bæta úr. Árið 2019 sammæltust þjóðir heims um að taka upp strangar reglur um inn- og útf lutning á plastúrgangi. Reglurnar ná hins vegar bara yfir lítinn hluta lífsferils plasts. Skýrslur sem unnar hafa verið fyrir Sameinuðu þjóðirnar hafa sýnt að þrátt fyrir að ráðist hafi verið í ýmis samstarfsverkefni, þá vantar enn mikið upp á. Eins skortir mörg þróunarríki, sem í dag eru illa útsett fyrir plastmengun, verkfæri til þess að takast á við vandann. Til að mynda að geta takmarkað hvaða gerðir af plastvörum eru settar á markað, eða að geta gert kröfur til plastframleiðenda um sjálf bærari framleiðslu. Unnið að víðtækri samstöðu þjóða Í lok ok tóber k y nnt um v ið umhverfisráðherrar Norðurland- anna skýrslu um þá þætti sem við teljum nauðsynlegt að setja fram í alþjóðlegum samningi gegn plast- mengun í hafi. Yfir 900 manns frá öllum heimshornum voru viðstödd rafræna kynningu skýrslunnar, þar á meðal ráðamenn allt frá Perú til Fiji-eyja. Það er mikilvægt að sjá slíka samstöðu. Eigi samningurinn að virka sem skyldi þurfa allar þjóðir heims að taka þátt. Skýrslan verður innlegg í umræður um plastúrgang á umhverfisþingum Sameinuðu þjóðanna árin 2021 og 2022. Svo er ekki síður mikilvægt að skýrslan mun leggja grunninn að samn- ingaviðræðum um alþjóðlegan samning, sem vænst er að hefjist á árinu 2022. Skoða verður allan lífsferil plasts Það leikur enginn vafi á að plast er á margan hátt einstakur og ómissandi efniviður. Það dregur úr matarsóun og er notað í ýmiss konar vörur, allt frá sólarsellum til augnlinsa. Gallinn er hins vegar sá að í dag er allt of mikið af plastvörum hannað á þann hátt að það er allt að því ómögulegt að endurvinna þær. Jafnframt er líftími plasts langur en talið er að það geti tekið plastflösku mörg hundruð ár að brotna niður í hafinu. Auk þess eru óumhverfis- væn og hormónatruflandi efni víða notuð við framleiðslu á plastvörum. Vörum sem geta ekki bara endað í hafinu, heldur líka í höndum barna, ungmenna og fullorðinna, jafnvel í fátækustu ríkjum heims. Rétt eins og með aðra umhverfis- vá er nauðsynlegt nú að ráðast að rót vandans. Það er ekki nóg að hreinsa bara til, það þarf líka að skoða upp- sprettur mengunarinnar. Sjálf- bærari plastframleiðsla, notkun og losun á plastúrgangi þarf að vera markmiðið á heimsvísu, því plast- mengun verður ekki til í heimshöf- unum heldur á færiböndum verk- smiðja. Alþjóðleg fyrirtæki kalla eftir samningi Það er ánægjulegt að sjá að rúmlega 30 framleiðendur, þar á meðal stór alþjóðleg fyrirtæki, hafa skrifað undir ákall um nýjan alþjóðlegan samning gegn plastmengun í hafi. Margir framleiðendur kalla eftir sameiginlegum stöðlum og grænni kröfum. Með því móti geti þeir skipt yfir í sjálfbærari framleiðslu án þess að óttast að verða undir í samkeppni vegna ólíkra skilmála í mismunandi löndum og mörkuðum. Norðurlöndin í forystuhlutverki Nýjum alþjóðlegum samningi er ætlað að skapa grundvöll til að stöðva þann gífurlega straum af plasti sem nú á greiða leið beint út í sjó. Hann á að skapa aðstæður svo fleiri lönd sjái sér fært að gera metnaðarfullar áætlanir og ráðstaf- anir. Hann á líka að leiða heiminn á braut hringrásarhagkerfis, þar sem sælgætisbréf og gosflöskur hringsóla ekki í heimshöfunum, heldur verða hluti af sjálfbærri hringrás frá fram- leiðslu til endurnýtingar. Þetta verður ekki auðvelt verk, en Norðurlöndin eru reiðubúin að taka forystu í þessu máli. Stöðvum plastmengun hafsins með alþjóðlegum samningi Lea Wermelin umhverfisráð- herra Danmerkur Sveinung Rotevatn umhverfisráð- herra Noregs Isabella Lövin umhverfisráð- herra Svíþjóðar Krista Mikkonen umhverfisráð- herra Finnlands Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráð- herra Íslands Jess Svane umhverfisráð- herra Grænlands Helgi Abrahamsen umhverfisráð- herra Færeyja Framtíðin þarf framlag allra Kristín Linda Árnadóttir aðstoðarfor- stjóri Lands- virkjunar 1 1 . D E S E M B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R16 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.