Fréttablaðið - 11.12.2020, Page 24

Fréttablaðið - 11.12.2020, Page 24
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Björn Víglundsson Sölumaður auglýsinga: Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Fimmtíu ár eru frá því að Fokk­er Friendship­vél Flugfélags Íslands brotlenti í óveðri undir tindinum Knúki á Mykinesi í Færeyjum með þrjátíu farþega og fjögurra manna áhöfn innan­ borðs. Aðstæður á slysstað voru hrikalegar og það tók björgunarlið marga klukkutíma að komast að flaki vélarinnar. Þá voru átta látnir en 26 manns komust lífs af. „Bókin er um flugslys sem flestir Íslendingar vita afar lítið um. Nán­ ast ekkert hefur verið fjallað um slysið frá fyrstu dögum þess. Engar íslenskar bækur hafa verið gefnar út um það fyrr en nú. Í Martröð í Mykinesi er ekki eingöngu fjallað um flugslysið sjálft heldur reynum við að bregða ljósi á fólkið sem kom að þessum sorglega atburði, aðstæður og eftirmál. Við vildum draga upp heildarmynd af sögu sem lýsir ekki aðeins þjáningu og sorg, heldur einnig hugprýði, æðruleysi og hetjudáð,“ segir Magnús. Hann hefur áður þýtt skáldsögur, bækur um þjóðfélags­ mál og skrifað og þýtt bækur um sagnfræði. Grækaris er færeyskur blaðamaður og rithöfundur, vel þekkur í sínu heimalandi. Heilmikið var ósagt Magnús Þór segir að tilviljun hafi ráðið því að þeir Grækaris réðust í þetta verk. „Martröð á Mykinesi byggir í grunninn á færeysku bókinni SOS Knúkur – Fokker Friendship í Mykinesi. Grækaris skrifaði hana og gaf út í Færeyjum fyrir tuttugu árum. Ég keypti þá bók eitt sinn þegar ég var á ferð um Færeyjar. Við Grækaris hittumst á Íslandi í fyrra þegar hann leitaði til mín vegna viðtals. Þá rann upp fyrir mér að hann væri höfundur þessarar bókar sem ég hafði alltaf varðveitt í fórum mínum. Þegar ég fletti henni á ný sá ég að þessi saga ætti fullt erindi við Íslendinga, nú þegar fimmtíu ár eru frá slysinu. Fyrst var hugmyndin sú að ég þýddi þessa bók úr færeysku yfir á íslensku. Þegar ég hófst handa sá ég fljótlega að heilmikið var ósagt, ekki síst þáttur Íslendinga. Þá vaknaði hjá okkur löngun til að ræða við áhöfnina sem eftir lifði og þetta vatt upp á sig,“ segir Magnús. Í því riti sem nú er komið út er mjög mikið af efni og upplýsingum sem ekki er að finna í færeysku útgáfunni. „Við fengum aðgang að lögregluskýrslum og öðrum gögnum sem tengdust slysinu hjá Þjóðskjalasafni Færeyja. Svo fann Rannsóknarnefnd samgönguslysa hér á Íslandi fyrir okkur loka­ skýrslu danska loftferðaeftirlitsins sem rannsakaði slysið. Þá er fjöldi ljósmynda í bókinni sem ekki hafa birst opinberlega áður, meðal ann­ ars myndir af vettvangi, teknar af rannsóknarmönnum sem komu á staðinn. Allt eru þetta mikilvægar heimildir sem fylla í myndina,“ segir Magnús. „Þetta var íslensk flugvél með íslenskri áhöfn. Tveir farþeganna voru Íslendingar en hinir voru Danir og Færeyingar. Þó hefur ótrúlega lítið verið til af íslenskum heimildum um slysið. Ég fann fáeinar fréttir um það í gömlum blöðum á timarit.is og gömul fréttahandrit Ríkisútvarpsins á Þjóðskjalasafninu. Fjallað var um þennan sorglega atburð í fjölmiðlum fyrstu dagana á eftir, en svo hefur varla verið minnst á hann í fimmtíu ár. Ég veit ekki hvers vegna svo er. Þetta er flugslys sem féll fljótt í gleymskunnar dá og var aðeins til í munnmælum. Í flugheiminum hafði fólk heyrt af því en fáir þess utan,“ upplýsir Magnús. Átakanleg og áhugaverð saga „Mér fannst að það yrði að segja þessa sögu svo fólk fengi að vita hvað hefði gerst. Hún er átakanleg og um leið áhugaverð og á henni eru margir fletir. Bjarni Jensson flugstjóri fórst í slysinu, ásamt sjö farþegum. Við ræddum við þau sem lifðu af úr áhöfninni: Pál Stefánsson, sem var flugmaður í þessari örlagaríku ferð, og flug­ freyjurnar Hrafnhildi Ólafsdóttur og Valgerði Katrínu Jónsdóttur. Einnig var rætt við Oddgeir Jens­ son, farþega í þessu flugi, en hann býr í Færeyjum. Við töluðum líka við Hartvig Ingólfsson, flugvirkja Flugfélags Íslands í Færeyjum, sem var með þeim fyrstu á slysstaðinn. Þetta er allt stórmerkilegt fólk. Öll voru mjög elskuleg og reiðubúin að segja sína sögu. Æðruleysi þeirra og hugrekki sem skín gegnum frá­ sögnina er aðdáunarvert. Páll var byrjaður að fljúga aftur tveimur, þremur mánuðum eftir slysið og átti eftir að eiga farsælan feril sem flugstjóri. Hrafnhildur slasaðist illa en hélt áfram störfum sem flugfreyja þar til hún fór á eftirlaun árið 2006 eftir að hafa unnið sem slík frá 1961. Valgerður var barns­ hafandi þegar hún lenti í f lug­ slysinu en hún hélt líka áfram að fljúga. Ekkert annað var í boði en að halda áfram með lífið, það var kannski eina sálfræðimeðferðin sem fólkið fékk; að halda áfram og vinna,“ segir Magnús. Sérstakur kafli er tileinkaður Bjarna Jenssyni flugstjóra. „Þegar ég var að grafa í þessari sögu fannst mér áhrifamest að finna hvernig lífsviljinn skín í gegnum alla söguna. Fólk var stað­ ráðið í að komast af þótt aðstæð­ urnar væru hrikalegar. Þau sem komu til hjálpar voru reiðubúin að leggja sig öll fram til björgunar. Raddir kvenna eru mjög sterkar í bókinni, bæði íslensku flug­ freyjanna en líka færeyskra kvenna í björgunarliðinu og farþega­ hópnum,“ segir Magnús. Björgunarstarf í óveðri Í bókinni er einmitt farið vel yfir sögu þeirra sem komu að björg­ unarstörfum. „Þarna ferst flugvél full af far­ þegum á einangraðri klettaeyju. Íbúar Mykines voru aðeins 63 talsins, mestmegnis miðaldra fólk, bændur og fiskimenn sem bjuggu í litlu þorpi á hinum enda eyjarinnar séð frá slysstaðnum. Þau höfðu ekki neina reynslu af björgunarstörfum. Allt í einu fá þau þetta risavaxna verkefni í fangið. Ófært var sjó­ leiðina út í Mykines vegna veðurs en svo vel vildi til að það var danskt varðskip við Færeyjar og þar um borð var þyrla. Hún var notuð við björgunarstörf en þó ekki fyrr en daginn eftir slysið. Björgunarlið, sem í voru meðal annars læknar og hjúkrunarkonur, var sent siglandi á smábátum út í Mykines í kol­ vitlausu veðri. Þau lentu í illviðri og miklum torfærum á leiðinni, urðu meðal annars að klífa 20 metra bjarg sem féll í sjó fram til að komast í land. Allan búnað varð að bera á vettvang. Áhöfnin og þau úr farþegahópnum sem gátu staðið á fótum urðu að ganga til byggða svo þau kæmust sem fyrst í húsaskjól, sum mikið slösuð. Frá slysstað voru 50 km í beinni loftlínu á sjúkra­ húsið í Þórshöfn en það tók einn og hálfan sólarhring að koma hinum slösuðu þangað. Það segir allt um það hvað aðstæður voru erfiðar,“ segir Magnús og bætir við: „Þetta eru mannlegir örlagaþættir og mikið drama. Dulrænir atburðir koma jafnvel við sögu, eins og lesa má um í frásögn Valgerðar Katrínar flugfreyju og Hartvigs flugvirkja.“ Heiður og sómi í húfi Að mati Magnúsar hafa íslensk stjórnvöld aldrei þakkað Færeyingum almennilega fyrir þeirra frækilega björgunarafrek. „Þetta veldur mér ákveðnu hugarangri núna þegar mér er ljóst hvílík þrek­ virki voru unnin. Þarna var heiður og sómi Íslands í húfi. Við Íslendingar bárum ábyrgð á þessu flugi og þessu fólki. Ég hef ekki fundið neinar heimildir um að þeir æðstu menn sem komið hafa fram fyrir hönd íslensku þjóðarinnar frá slysinu, hafi þakkað Færey­ ingum fyrir björgunina. Flugstjóri dönsku þyrlunnar var sæmdur fálkaorðu 1971 en engum orðum vikið að Færeyingum. Ef Færeying­ arnir hefðu ekki staðið sig svona framúrskarandi vel hefði þetta allt farið miklu verr en raun bar vitni. Enn er ekki of seint að ljúka þessu máli með reisn. Bókin nú er í mínum huga framlag til þess að gera þetta mál upp og ég vona að Færeyingum verði nú loks þakkað fyrir hönd íslensku þjóðarinnar svo eftir verði tekið. Í þeirra hópi eru menn á borð við Reðin Leonsson og Jákup í Löðu sem enn eru á lífi og ættu hiklaust að fá fálkaorðu sem fulltrúar fær­ eysku þjóðarinnar. Báðir stjórnuðu aðgerðum og koma mjög við sögu í bókinni. Vonandi verður hún lesin af okkar ráðamönnum sem geta þá hugsað málið.“ Á næsta ári stendur til að þýða bókina og gefa hana út í Færeyjum og jafnvel í Danmörku. „Við vonum að lesendur fái nokkuð skýra og rétta mynd af því sem gerðist þennan örlagaríka dag, 26. septem­ ber 1970,“ segir Magnús að lokum. Bókaútgáfan Ugla gefur út Martröð í Mykinesi. Bókin er litprentuð í vönduðu bandi, 416 síður og prýdd 250 ljósmyndum sem fæstar hafa sést fyrr. Magnús Þór Hafsteinsson ritaði bókina um þetta afdrifaríka flug- slys sem varð í Færeyjum árið 1970. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR Íbúar Mykines voru aðeins 63 talsins, mestmegnis miðaldra fólk, bændur og fiskimenn sem bjuggu í litlu þorpi á hinum enda eyjarinnar séð frá slysstaðnum. Þau höfðu ekki neina reynslu af björgunarstörfum. Allt í einu fá þau þetta risa- vaxna verkefni í fangið. Framhald af forsíðu ➛ Flakið af Fokker Friendship-vél Flugfélags Íslands sem brotlenti í óveðrinu. Aðstæður voru mjög erfiðar en 26 manns komst lífs af en átta létust. 2 KYNNINGARBLAÐ 1 1 . D E S E M B E R 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U RBÓKAJÓL

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.