Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.12.2020, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 11.12.2020, Qupperneq 30
Hjördís Erna Þorgeirsdóttir hjordiserna@frettabladid.is Bókin Hestar er fallega mynd- skreytt. Við erum fyrst og fremst að segja sögur af hestum sem hafa á einhvern hátt farið út fyrir rammann með uppátektum. Sögu íslenska hestsins eru gerð góð skil í bráðskemmti-legri, fróðlegri og fallegri bók eftir þau Hjörleif Hjartarson og Rán Flygenring sem saman sendu frá sér bókina Fuglar árið 2017. Nýja bókin hefur hlotið afar góða dóma og mikla athygli enda ekki á hverjum degi sem þarfasti þjónninn birtist með jafn skraut- legum og skemmtilegum hætti á bókarformi. Auk Fugla og Hesta unnu þau Hjörleifur og Rán saman Söguna um Skarphéðin Dungal sem kom fram með nýjar kenningar um eðli alheimsins, ásamt hönnunar- teyminu Studio Studio. Öðruvísi hestabók Þau segja hugmyndavinnuna á bak við Hesta vera svipaða og Fugla, sem er að taka þessi fyrirbæri út fyrir hinn hefðbundna ramma fræðibókanna. „Það hafa verið gefnar út margar hestabækur sem fjalla um keppnishesta og kynbótadóma. Engum sem ekki er innvígður í hestamennsku dettur í hug að lesa svoleiðis bækur,“ segir Hjörleifur. „Við erum fyrst og fremst að segja sögur af hestum sem hafa á einhvern hátt farið út fyrir rammann með alls kyns uppátektum. Þannig sögur er að finna í þjóðsögum og fornsögum en líka úr daglegu lífi fólks, einkum frá þeim tíma þegar nánast hver einasti maður var í daglegum samskiptum við hesta. Íslenski hesturinn hefur alla tíð verið svo fyrirferðarmikill í hinni daglegu lífsbaráttu á þessu skeri og hann á svo stórt pláss í hjörtum okkar,“ bætir Rán við. Þarfasti þjónninn í nýju ljósi Hestar geta líka farið út fyrir rammann með alls kyns uppátækjum og þeir eiga stórt pláss í sögu þjóðarinnar. Saga íslenska hestsins er rakin á skemmtilegan hátt í máli og myndlýsingum. Bókin Hestar er eftir þau Hjörleif Hjartarson og Rán Flygenring. MYND/AÐSEND Hugmyndin kviknaði í Hörpu Hestabókin á sér nokkurn aðdraganda en segja má að fyrstu drögin hafi verið lögð í leik- og tónlistardagskrá sem Hjörleifur skrifaði fyrir Landssamband hestamanna og var f lutt í Hörpu á hestadögum árið 2014. „Þar fóru Hilmir Snær og hljómsveitin Brother Grass á kostum í rammís- lenskri bluegrass-hesta-lofgjörð. Þetta var meiriháttar kokteill og þar var sleginn algerlega nýr tónn í annars heldur staðlaða umfjöllun um íslenska hestinn. Við vorum nokkuð viss um að við myndum slá í gegn á pari við Helga Björns en það gekk ekki alveg eftir og í rauninni komu sárafáir í Hörpu til að sjá þetta tímamótaverk. En ég átti allavega einhvern texta í skúffunni og því ekki út í loftið að við Rán gerðum saman hestabók. Þess utan er Rán mikill hesta- maður og þekkir þessar skepnur út og inn. Ég er meira svona sveita- maður.“ Von á fleiri bókum Eftir útgáfu Fugla og Hesta liggur beinast við að spyrja um fram- haldið – Megum við eiga von á fleiri bókum frá tvíeykinu á næstu árum? „Við munum ábyggilega semja fleiri bækur saman og höfum rætt ýmsar hugmyndir, jafnvel hugmyndir að næstu bók í þessum „bókaflokki“, en þær eru ekki komnar á það stig að við viljum ræða það neitt frekar. Tíminn mun leiða það í ljós,“ segir Rán. Hestar fæst í bókabúðum og öðrum útsölustöðum bóka. Hestar er vönduð bók fyrir alla. Freyja hefur bakgrunn í heim-speki, sem endurspeglast skýrt í skrifum hennar og vangaveltum. „Ég nam heimspeki við Háskóla Íslands, vinn hjá Vel- ferðarsviði Reykjavíkurborgar og reyni að sinna skapandi hlutum samhliða eins og ég get,“ segir Freyja. Lastu mikið sem barn? „Ég man að mér þóttu bækur allt- af spennandi. Við mamma vorum til dæmis að rifja það upp að barna- ljóðabækur Þórarins Eldjárns féllu vel í kramið hjá mér en í rauninni á ég fleiri minningar af mér að skrifa en lesa. Mér fannst gaman að hugsa upp nýja heima og skrifaði mikið ljóð og einhverjar sögur.“ Áttu þér uppáhaldsrithöfund? „Ekki beint en sumir fá á sig hálf- gerðan dýrðarljóma. Sylvia Plath var mér til dæmis mjög hugleikin á tímabili og Virginia Woolf hefur einhvern töframátt. Las smásögu hennar Kew Gardens um daginn í íslenskri þýðingu og varð heilluð. Emily Dickinson er líka með ein- staka sýn á heiminn og það var að koma út virkilega falleg þýðing á hennar verkum sem ég er búin að glugga í. Er líka spennt fyrir Clarice Lispector og kann vel að meta það sem ég hef lesið eftir Kafka. Svo er Guðrún Eva alltaf frábær.” En uppáhaldsbók? „Mjög erfitt að velja. Margar þeirra bóka sem hafa hreyft mest við mér eru reyndar heimspeki- rit – að lesa úr Hinu kyninu eftir Beauvoir í fyrsta sinn var mögnuð upplifun svo dæmi sé tekið. Og Ferlið og dygðin eftir Laozi er yndisleg svo ég hoppi í enn aðra átt. Yosoy eftir Guðrúnu Evu finnst mér líka rosa fín. Og til að nefna eitthvað nýlegt í uppáhaldi þá er Herbergi í öðrum heimi eftir Maríu Elísabetu Bragadóttur skínandi perla.” Hvenær byrjaðir þú að skrifa ljóð? „Ég skrifaði mikið ljóð sem barn. Það gerðist frekar náttúrulega. Stóra systir mín sem er ein mesta fótboltasál sem ég þekki, lét mig læra nöfnin á öllum leikmönnum Arsenal svo ég vann úr upplýsing- unum í ljóðagerð. Fyrstu ljóðin mín fjalla mikið um Fúsa gamla köttinn minn og fótbolta.“ Hvar færðu hugmyndir að efnis- tökum? „Eiginlega alls staðar.“ Þú varðst í 2. sæti í ljóðasam- keppni Jóns úr Vör í byrjun árs. Hvernig var sú tilfinning? „Það var ævintýralegt ferli að senda inn ljóð í lokuðu umslagi undir dulnefni og fá síðan sím- tal. Dálítið eins og að fá svar við flöskuskeyti sem maður gerði ráð fyrir að sjórinn myndi gleypa. Ég var í vinnunni, fylltist barnslegri gleði og faðmaði vinnufélaga minn kröftuglega en varð svo skelfingu lostin þegar ég áttaði mig á því að ég þyrfti að skríða út úr skelinni við hátíðlega athöfn. En þetta var bara yndisleg stemning og dóm- nefndin gaf ljóðinu mínu umsögn sem var betri en ljóðið sjálft. Tilvalið fyrir fólk sem er feimið en skrifandi að skella sér í dulargervi og senda inn í svona fína keppni.“ Skrifarðu fleira en ljóð? „Ég er mest að gera tilraunir með ljóð, esseyjur og styttri sögur en skrifa oft hugleiðingar í frjálsu flæði sem ég veit ekki endilega hvað er best að gera með. Stundum kemur hugsunin á undan „form- inu“ sem hún fær. Sem dæmi var ég búin að pæla mjög mikið í „tján- ingu“ frá ýmsum vinklum og sá fyrir mér að skrifa ritgerð um efnið. Ég var að hugsa um það hvernig allar lífverur búa yfir duldum innri upplifanaheimi sem þær hafa oft brennandi þörf fyrir að koma út en eru svo misvel í stakk búnar til þess,“ útskýrir Freyja. „Ég fór að ímynda mér fyrstu hljóðrænu tjáninguna í sögunni. Og hvernig maðurinn hefur með tíð og tíma öðlast margbrotið tungumál til að tjá sig með, á nákvæman, blæbrigðaríkan hátt. Og hvað það er mikið frelsi að geta komið frá sér sannleika eða meiningu með góðu móti og stundum íþyngjandi að geta það ekki. Síðan skrifaði ég áðurnefnt ljóð sem fékk viðurkenningu og sá það eftir á að þessar vangaveltur um tjáningu lágu að miklu leyti til grundvallar. Þær flæddu eiginlega ómeðvitað út í ljóðformið sem ný kjörnun á fyrri hugsuninni. Sem sagt: oft kemst sama grunnpæling fyrir í ljóði, sögu, ritgerð eða öðru – formið er ekki alltaf ráðandi þáttur. Mér finnst skemmtilegt að flakka á milli.“ Ertu með áform um að gefa út efni? „Það væri mjög gaman en ég veit eiginlega ekki hve stutt eða langt ég er komin. Ég mun að minnsta kosti halda áfram að spyrja listagyðjuna hvort hún nenni að vera memm.“ Orti um köttinn Fúsa og fótbolta Freyja Þórsdóttir vann önnur verðlaun í ljóðasamkeppni í byrjun árs. Hún segir ævintýralegt að hafa sent inn ljóð undir dulnefni og svo fengið símtal. Það sé líkast því að fá svar við flöskuskeyti. Freyja segir frelsandi að geta komið frá sér sannleika eða meiningu með góðu móti en stundum íþyngjandi að geta það ekki. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 8 1 1 . D E S E M B E R 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U RBÓKAJÓLKYNNINGARBLAÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.